Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 17. júlí 2025 15:09 Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra segist ekki hafa fundið neina lausn til þess að lengja strandveiðitímabilið en frumvarp hans náði ekki fram að ganga á vorþingi. Málaflokkurinn hefur verið færður um ráðuneyti. Á ríkisstjórnarfundi í gær var tekin sú ákvörðun að færa málefni byggðakerfisins, sem felur í sér meðal annars strandveiðar, frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. Því fer málið úr umsjá Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, til Eyjólfs Ármannssonar, innviðaráðherra. Sjá nánar: Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins „Ég held að þetta hafi verið skoðað í gegnum tíðina en þetta snýst um það að við erum að skoða þetta byggðakerfi heildrænt, þetta er í samræmi við stefnuskrá stjórnvalda. Þetta er bara mjög rökrétt breyting,“ segir Hanna Katrín. „Þetta er ákvörðun sem að allir una vel við og tryggir að það sé verið að skoða þennan byggðapott í samhengi við byggðastefnu stjórnvalda.“ Fann enga lausn Meðal þess sem stóð í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar var að tíminn til strandveiða yrði lengdur í 48 daga. Hanna Katrín segir það hafa jafnvel verið of bratt að ætla ná breytingunni í gegn fyrir sumarið. Hún lagði fram frumvarp um bráðabirgðaákvæði til að strandveiðimenn fengju sína 48 daga en það komst ekki í gegnum þingið fyrir sumarfrí. „Það er alveg ljóst að þannig á það að vera að meirihlutinn ræður en það breytir því ekki eins og alþjóð hefur fylgst með þessu málþófsmeti sem var slegið með veiðigjöldunum, það þýðir að tíminn var of skammur. Það er alltaf hægt að takast á um það hvort að stjórnarflokkarnir hafi beitt 71. grein þingskapalaga til að stöðva þetta mál of seint. Það er ákvörðun sem að flokkurinn þurfti að taka, þetta fór eins og það fór. Tíminn var of skammur,“ segir hún. „Stjórnarandstaðan, flokkarnir þrír, voru samstíga um að vilja ekki fá þetta strandveiðifrumvarp áfram og þá fór þetta eins og það fór. Það þýðir að strandveiðarnar voru stöðvaðar í gær af því ég fann ekki, og það er svo sem ástæðan af hverju ég lagði þetta mál fram, ég fann ekki grundvöll til þess að bæta í frekar en ég gerði. Ég fann þarna auka þúsund tonn á skiptimarkaði.“ Hanna Katrín segist ekki hafa fundið neinar leiðir til að lengja tímann þetta sumar. „Það er mín upplifun eftir að hafa mjög vel yfir málið og ég hef gert nokkrum sinnum. Ég gerði það enn einu sinni eftir að ljóst var að bráðabirgðafrumvarpið mitt komst ekki í gegnum þingið, en ég fann ekki neina leið.“ Aðspurð hvort hún vilji koma skilaboðum til strandveiðimanna segist hún skilja vonbrigðin. „Ekki önnur en þau ég skil þau vonbrigði vel. Við reynum það sem við gátum og það má segja að það hafi verið bratt að fara inn í það að tryggja þetta núna í sumar þegar svo langt var liðið á fiskárið eins og raun bar vitni.“ Hyggjast halda áfram í haust Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem tryggir strandveiðar til 48 daga til frambúðar. „Þessi tilfærsla málefna strandveiða og annarra sértækra veiða er hluti af stærri mynd. Mynd sem mun skýra í haust þegar stjórnvöld leggja fram frumvarp sem tryggir veiðar til 48 daga til frambúðar.“ Hún segir frumvarpið verða lagt fram á fyrstu dögum nýs þings. „Við erum ekki minna ákveðin í því að klára málið í haust og sennilega mun það koma á fyrstu dögum þingsins.“ Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Á ríkisstjórnarfundi í gær var tekin sú ákvörðun að færa málefni byggðakerfisins, sem felur í sér meðal annars strandveiðar, frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. Því fer málið úr umsjá Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, til Eyjólfs Ármannssonar, innviðaráðherra. Sjá nánar: Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins „Ég held að þetta hafi verið skoðað í gegnum tíðina en þetta snýst um það að við erum að skoða þetta byggðakerfi heildrænt, þetta er í samræmi við stefnuskrá stjórnvalda. Þetta er bara mjög rökrétt breyting,“ segir Hanna Katrín. „Þetta er ákvörðun sem að allir una vel við og tryggir að það sé verið að skoða þennan byggðapott í samhengi við byggðastefnu stjórnvalda.“ Fann enga lausn Meðal þess sem stóð í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar var að tíminn til strandveiða yrði lengdur í 48 daga. Hanna Katrín segir það hafa jafnvel verið of bratt að ætla ná breytingunni í gegn fyrir sumarið. Hún lagði fram frumvarp um bráðabirgðaákvæði til að strandveiðimenn fengju sína 48 daga en það komst ekki í gegnum þingið fyrir sumarfrí. „Það er alveg ljóst að þannig á það að vera að meirihlutinn ræður en það breytir því ekki eins og alþjóð hefur fylgst með þessu málþófsmeti sem var slegið með veiðigjöldunum, það þýðir að tíminn var of skammur. Það er alltaf hægt að takast á um það hvort að stjórnarflokkarnir hafi beitt 71. grein þingskapalaga til að stöðva þetta mál of seint. Það er ákvörðun sem að flokkurinn þurfti að taka, þetta fór eins og það fór. Tíminn var of skammur,“ segir hún. „Stjórnarandstaðan, flokkarnir þrír, voru samstíga um að vilja ekki fá þetta strandveiðifrumvarp áfram og þá fór þetta eins og það fór. Það þýðir að strandveiðarnar voru stöðvaðar í gær af því ég fann ekki, og það er svo sem ástæðan af hverju ég lagði þetta mál fram, ég fann ekki grundvöll til þess að bæta í frekar en ég gerði. Ég fann þarna auka þúsund tonn á skiptimarkaði.“ Hanna Katrín segist ekki hafa fundið neinar leiðir til að lengja tímann þetta sumar. „Það er mín upplifun eftir að hafa mjög vel yfir málið og ég hef gert nokkrum sinnum. Ég gerði það enn einu sinni eftir að ljóst var að bráðabirgðafrumvarpið mitt komst ekki í gegnum þingið, en ég fann ekki neina leið.“ Aðspurð hvort hún vilji koma skilaboðum til strandveiðimanna segist hún skilja vonbrigðin. „Ekki önnur en þau ég skil þau vonbrigði vel. Við reynum það sem við gátum og það má segja að það hafi verið bratt að fara inn í það að tryggja þetta núna í sumar þegar svo langt var liðið á fiskárið eins og raun bar vitni.“ Hyggjast halda áfram í haust Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem tryggir strandveiðar til 48 daga til frambúðar. „Þessi tilfærsla málefna strandveiða og annarra sértækra veiða er hluti af stærri mynd. Mynd sem mun skýra í haust þegar stjórnvöld leggja fram frumvarp sem tryggir veiðar til 48 daga til frambúðar.“ Hún segir frumvarpið verða lagt fram á fyrstu dögum nýs þings. „Við erum ekki minna ákveðin í því að klára málið í haust og sennilega mun það koma á fyrstu dögum þingsins.“
Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira