„Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. júlí 2025 12:03 Brynjar Björn og Sölvi Geir, þjálfarar Víkings, eru búnir að greina fyrri leikinn og orðnir spenntir fyrir seinni leiknum. vísir / lýður / diego Sölvi Geir Ottesen og Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfarar Víkings, voru báðir nokkuð ánægðir með fyrri leik liðsins gegn Malisheva í undankeppni Sambandsdeildinnar en sammála um að Víkingarnir hefðu mátt gera betur í seinni hálfleiknum. Víkingur hélt hreinu og vann eins marks sigur í fyrri leiknum. Nikolaj Hansen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sáttur með margt en hefði viljað hafa meiri stjórn í seinni Sölvi Geir sagði alla leikmenn liðsins sem tóku þátt í fyrri leiknum vera fríska og góða, engin ný meiðsli í hópnum til að hafa áhyggjur af og allir klárir í seinni leikinn. Víkingarnir flugu heim frá Kósovó á föstudaginn, tóku sér gott helgarfrí og æfðu síðan á fullu alla vikuna. Sölvi var sáttur með margt í leiknum ytra, en hefði viljað halda betri stjórn í seinni hálfleiknum. „Ég var bara mjög sáttur með margt í fyrri leiknum. Við renndum svolítið blint inn í þennan leik, fengum takmarkað efni af þeim, engu að síður mjög gott efni því þeir mættu nokkurn veginn eins og við bjuggumst við þeim. Við vorum búnir að sjá leiki með þeim þar sem þeir stjórnuðu leiknum mikið, við fengum ekki mikið að sjá hvernig þeir pressa andstæðinginn og svoleiðis. Það kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu en við leystum vel úr því, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / vilhelm Síðan hefðum við getað gert betur í seinni hálfleik, en það er oft þannig þegar þú kemst yfir að þú vilt fara að verja og telur löngu boltana öruggari leið, en það er svo sannarlega ekki þannig. Þá býðurðu leiknum í tilviljanakenndan fótbolta og þeir fengu full mikið af fyrirgjöfum og hornspyrnum, sem við komum í veg fyrir í fyrri hálfleiknum. Við verðum að vita af því og gera betur.“ Klippa: Sölvi Geir fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Maður á mann vörn sem gefur ákveðin svæði „Við erum búnir að fara út og vitum töluvert meira um liðið núna. Við vorum vel undirbúnir fyrir þann leik og erum enn betur undirbúnir fyrir seinni leikinn“ sagði Brynjar Björn. Hverju komust þið að úti í Kósovó? „Þeir enduðu á að spila maður á mann vörn og það gaf okkur ákveðin svæði sem við hefðum getað spilað í. Við spiluðum samt sem áður góðan leik heilt yfir. Við höfum bara aðeins betri mynd af því hvað getur opnast fyrir okkur og hvernig við getum nýtt okkur það til að skora fleiri mörk.“ Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Víkings.vísir / lýður Brynjar var sammála Sölva um að seinni hálfleikurinn hefði mátt fara betur en kenndi einbeitingarleysi um. „Við slökktum aðeins á okkur, andlega. Vorum á fullri ferð og með fulla einbeitingu, svo fundum við að við höfðum full tök á leiknum. En þó við gerum það, þá verðum við að klára níutíu mínúturnar á fullu gasi.“ Klippa: Brynjar Björn fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Viðtöl við báða þjálfara Víkings má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Sjá meira
Víkingur hélt hreinu og vann eins marks sigur í fyrri leiknum. Nikolaj Hansen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sáttur með margt en hefði viljað hafa meiri stjórn í seinni Sölvi Geir sagði alla leikmenn liðsins sem tóku þátt í fyrri leiknum vera fríska og góða, engin ný meiðsli í hópnum til að hafa áhyggjur af og allir klárir í seinni leikinn. Víkingarnir flugu heim frá Kósovó á föstudaginn, tóku sér gott helgarfrí og æfðu síðan á fullu alla vikuna. Sölvi var sáttur með margt í leiknum ytra, en hefði viljað halda betri stjórn í seinni hálfleiknum. „Ég var bara mjög sáttur með margt í fyrri leiknum. Við renndum svolítið blint inn í þennan leik, fengum takmarkað efni af þeim, engu að síður mjög gott efni því þeir mættu nokkurn veginn eins og við bjuggumst við þeim. Við vorum búnir að sjá leiki með þeim þar sem þeir stjórnuðu leiknum mikið, við fengum ekki mikið að sjá hvernig þeir pressa andstæðinginn og svoleiðis. Það kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu en við leystum vel úr því, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / vilhelm Síðan hefðum við getað gert betur í seinni hálfleik, en það er oft þannig þegar þú kemst yfir að þú vilt fara að verja og telur löngu boltana öruggari leið, en það er svo sannarlega ekki þannig. Þá býðurðu leiknum í tilviljanakenndan fótbolta og þeir fengu full mikið af fyrirgjöfum og hornspyrnum, sem við komum í veg fyrir í fyrri hálfleiknum. Við verðum að vita af því og gera betur.“ Klippa: Sölvi Geir fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Maður á mann vörn sem gefur ákveðin svæði „Við erum búnir að fara út og vitum töluvert meira um liðið núna. Við vorum vel undirbúnir fyrir þann leik og erum enn betur undirbúnir fyrir seinni leikinn“ sagði Brynjar Björn. Hverju komust þið að úti í Kósovó? „Þeir enduðu á að spila maður á mann vörn og það gaf okkur ákveðin svæði sem við hefðum getað spilað í. Við spiluðum samt sem áður góðan leik heilt yfir. Við höfum bara aðeins betri mynd af því hvað getur opnast fyrir okkur og hvernig við getum nýtt okkur það til að skora fleiri mörk.“ Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Víkings.vísir / lýður Brynjar var sammála Sölva um að seinni hálfleikurinn hefði mátt fara betur en kenndi einbeitingarleysi um. „Við slökktum aðeins á okkur, andlega. Vorum á fullri ferð og með fulla einbeitingu, svo fundum við að við höfðum full tök á leiknum. En þó við gerum það, þá verðum við að klára níutíu mínúturnar á fullu gasi.“ Klippa: Brynjar Björn fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Viðtöl við báða þjálfara Víkings má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Sjá meira