„Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. júlí 2025 12:03 Brynjar Björn og Sölvi Geir, þjálfarar Víkings, eru búnir að greina fyrri leikinn og orðnir spenntir fyrir seinni leiknum. vísir / lýður / diego Sölvi Geir Ottesen og Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfarar Víkings, voru báðir nokkuð ánægðir með fyrri leik liðsins gegn Malisheva í undankeppni Sambandsdeildinnar en sammála um að Víkingarnir hefðu mátt gera betur í seinni hálfleiknum. Víkingur hélt hreinu og vann eins marks sigur í fyrri leiknum. Nikolaj Hansen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sáttur með margt en hefði viljað hafa meiri stjórn í seinni Sölvi Geir sagði alla leikmenn liðsins sem tóku þátt í fyrri leiknum vera fríska og góða, engin ný meiðsli í hópnum til að hafa áhyggjur af og allir klárir í seinni leikinn. Víkingarnir flugu heim frá Kósovó á föstudaginn, tóku sér gott helgarfrí og æfðu síðan á fullu alla vikuna. Sölvi var sáttur með margt í leiknum ytra, en hefði viljað halda betri stjórn í seinni hálfleiknum. „Ég var bara mjög sáttur með margt í fyrri leiknum. Við renndum svolítið blint inn í þennan leik, fengum takmarkað efni af þeim, engu að síður mjög gott efni því þeir mættu nokkurn veginn eins og við bjuggumst við þeim. Við vorum búnir að sjá leiki með þeim þar sem þeir stjórnuðu leiknum mikið, við fengum ekki mikið að sjá hvernig þeir pressa andstæðinginn og svoleiðis. Það kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu en við leystum vel úr því, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / vilhelm Síðan hefðum við getað gert betur í seinni hálfleik, en það er oft þannig þegar þú kemst yfir að þú vilt fara að verja og telur löngu boltana öruggari leið, en það er svo sannarlega ekki þannig. Þá býðurðu leiknum í tilviljanakenndan fótbolta og þeir fengu full mikið af fyrirgjöfum og hornspyrnum, sem við komum í veg fyrir í fyrri hálfleiknum. Við verðum að vita af því og gera betur.“ Klippa: Sölvi Geir fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Maður á mann vörn sem gefur ákveðin svæði „Við erum búnir að fara út og vitum töluvert meira um liðið núna. Við vorum vel undirbúnir fyrir þann leik og erum enn betur undirbúnir fyrir seinni leikinn“ sagði Brynjar Björn. Hverju komust þið að úti í Kósovó? „Þeir enduðu á að spila maður á mann vörn og það gaf okkur ákveðin svæði sem við hefðum getað spilað í. Við spiluðum samt sem áður góðan leik heilt yfir. Við höfum bara aðeins betri mynd af því hvað getur opnast fyrir okkur og hvernig við getum nýtt okkur það til að skora fleiri mörk.“ Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Víkings.vísir / lýður Brynjar var sammála Sölva um að seinni hálfleikurinn hefði mátt fara betur en kenndi einbeitingarleysi um. „Við slökktum aðeins á okkur, andlega. Vorum á fullri ferð og með fulla einbeitingu, svo fundum við að við höfðum full tök á leiknum. En þó við gerum það, þá verðum við að klára níutíu mínúturnar á fullu gasi.“ Klippa: Brynjar Björn fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Viðtöl við báða þjálfara Víkings má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Víkingur hélt hreinu og vann eins marks sigur í fyrri leiknum. Nikolaj Hansen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sáttur með margt en hefði viljað hafa meiri stjórn í seinni Sölvi Geir sagði alla leikmenn liðsins sem tóku þátt í fyrri leiknum vera fríska og góða, engin ný meiðsli í hópnum til að hafa áhyggjur af og allir klárir í seinni leikinn. Víkingarnir flugu heim frá Kósovó á föstudaginn, tóku sér gott helgarfrí og æfðu síðan á fullu alla vikuna. Sölvi var sáttur með margt í leiknum ytra, en hefði viljað halda betri stjórn í seinni hálfleiknum. „Ég var bara mjög sáttur með margt í fyrri leiknum. Við renndum svolítið blint inn í þennan leik, fengum takmarkað efni af þeim, engu að síður mjög gott efni því þeir mættu nokkurn veginn eins og við bjuggumst við þeim. Við vorum búnir að sjá leiki með þeim þar sem þeir stjórnuðu leiknum mikið, við fengum ekki mikið að sjá hvernig þeir pressa andstæðinginn og svoleiðis. Það kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu en við leystum vel úr því, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / vilhelm Síðan hefðum við getað gert betur í seinni hálfleik, en það er oft þannig þegar þú kemst yfir að þú vilt fara að verja og telur löngu boltana öruggari leið, en það er svo sannarlega ekki þannig. Þá býðurðu leiknum í tilviljanakenndan fótbolta og þeir fengu full mikið af fyrirgjöfum og hornspyrnum, sem við komum í veg fyrir í fyrri hálfleiknum. Við verðum að vita af því og gera betur.“ Klippa: Sölvi Geir fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Maður á mann vörn sem gefur ákveðin svæði „Við erum búnir að fara út og vitum töluvert meira um liðið núna. Við vorum vel undirbúnir fyrir þann leik og erum enn betur undirbúnir fyrir seinni leikinn“ sagði Brynjar Björn. Hverju komust þið að úti í Kósovó? „Þeir enduðu á að spila maður á mann vörn og það gaf okkur ákveðin svæði sem við hefðum getað spilað í. Við spiluðum samt sem áður góðan leik heilt yfir. Við höfum bara aðeins betri mynd af því hvað getur opnast fyrir okkur og hvernig við getum nýtt okkur það til að skora fleiri mörk.“ Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Víkings.vísir / lýður Brynjar var sammála Sölva um að seinni hálfleikurinn hefði mátt fara betur en kenndi einbeitingarleysi um. „Við slökktum aðeins á okkur, andlega. Vorum á fullri ferð og með fulla einbeitingu, svo fundum við að við höfðum full tök á leiknum. En þó við gerum það, þá verðum við að klára níutíu mínúturnar á fullu gasi.“ Klippa: Brynjar Björn fyrir seinni leikinn gegn Malisheva Viðtöl við báða þjálfara Víkings má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti