„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar 16. júlí 2025 15:00 23. maí síðastliðinn birtist á Rúv frétt með fyrirsögninni: „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja.“ Í fréttinni er haft eftir utanríkisráðherra að Ísland ætli að taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael með fleiri ríkjum – verði ákveðið að beita þeim. Hún og forsætisráðherra hafi rætt alla möguleika til að bregðast við. „Já, við munum að sjálfsögðu skoða það að vera með öðrum ríkjum í samfloti. Við erum í dag með ESB, við tökum undir þvinganir sem ESB setur á til að mynda vegna landtökubyggðanna. Þetta eru að sjálfsögðu hlutir sem við munum ekki skoða, við munum taka þátt í þeim aðgerðum sem þurfa til þess að breyta ástandinu eins og það er núna.“ 10. júní birtist á Rúv frétt undir fyrirsögninni: „Fimm ríki setja viðskiptaþvinganir á háttsetta ísraelska ráðherra.“ Þessi ríki voru Bretland, Ástralía, Kanada, Nýja-Sjáland og Noregur. Minnugur orða utanríkisráðherra tæpum þrem vikum fyrr hugsaði ég sem svo að nú hlyti Ísland að bætast í hópinn. Enn hef ég þó ekki frétt af því. Þegar þetta er skrifað er að ljúka ráðstefnu í Bógota í Kólumbíu um sameiginlegar aðgerðir gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins á Gasa. 32 ríki taka þátt í þessari ráðstefnu, þar á meðal fimm Evrópuríki, Írland, Portúgal, Spánn, Slóvenía og Noregur. Hér hefði Ísland mátt vera með og spurning hvort við eigum kost á að slást í hópinn eftir á. Utanríkisráðherra nefndi ESB sérstaklega í viðtalinu við Rúv í maí: „Við erum í dag með ESB, við tökum undir þvinganir sem ESB setur á til að mynda vegna landtökubyggðanna.“ Nú er það svo að ESB hefur látið ákaflega lítið til sín taka vegna þjóðarmorðins á Gasa. En rétt í þann mund sem ráðstefnunni lýkur í Bógota mun forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, mæta hingað til fundar með forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins verður staða alþjóðamála, öryggis- og varnarmál, viðskiptamál, almannavarnir og loftslagsmál í brennidepli. Ég vænti þess að ástandið á Gasa verði þar eitthvað til umræðu og íslensku ráðherrarnir noti tækifærið til að spyrja um hvort ESB hafi í hyggju að hefja einhverjar þvingunaraðgerðir gegn Ísrael og upplýsi þá að Íslandi mundi styðja þær og taka þátt í þeim. Höfundur er ljóðskáld og fyrrverandi bókavörur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
23. maí síðastliðinn birtist á Rúv frétt með fyrirsögninni: „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja.“ Í fréttinni er haft eftir utanríkisráðherra að Ísland ætli að taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael með fleiri ríkjum – verði ákveðið að beita þeim. Hún og forsætisráðherra hafi rætt alla möguleika til að bregðast við. „Já, við munum að sjálfsögðu skoða það að vera með öðrum ríkjum í samfloti. Við erum í dag með ESB, við tökum undir þvinganir sem ESB setur á til að mynda vegna landtökubyggðanna. Þetta eru að sjálfsögðu hlutir sem við munum ekki skoða, við munum taka þátt í þeim aðgerðum sem þurfa til þess að breyta ástandinu eins og það er núna.“ 10. júní birtist á Rúv frétt undir fyrirsögninni: „Fimm ríki setja viðskiptaþvinganir á háttsetta ísraelska ráðherra.“ Þessi ríki voru Bretland, Ástralía, Kanada, Nýja-Sjáland og Noregur. Minnugur orða utanríkisráðherra tæpum þrem vikum fyrr hugsaði ég sem svo að nú hlyti Ísland að bætast í hópinn. Enn hef ég þó ekki frétt af því. Þegar þetta er skrifað er að ljúka ráðstefnu í Bógota í Kólumbíu um sameiginlegar aðgerðir gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins á Gasa. 32 ríki taka þátt í þessari ráðstefnu, þar á meðal fimm Evrópuríki, Írland, Portúgal, Spánn, Slóvenía og Noregur. Hér hefði Ísland mátt vera með og spurning hvort við eigum kost á að slást í hópinn eftir á. Utanríkisráðherra nefndi ESB sérstaklega í viðtalinu við Rúv í maí: „Við erum í dag með ESB, við tökum undir þvinganir sem ESB setur á til að mynda vegna landtökubyggðanna.“ Nú er það svo að ESB hefur látið ákaflega lítið til sín taka vegna þjóðarmorðins á Gasa. En rétt í þann mund sem ráðstefnunni lýkur í Bógota mun forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, mæta hingað til fundar með forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins verður staða alþjóðamála, öryggis- og varnarmál, viðskiptamál, almannavarnir og loftslagsmál í brennidepli. Ég vænti þess að ástandið á Gasa verði þar eitthvað til umræðu og íslensku ráðherrarnir noti tækifærið til að spyrja um hvort ESB hafi í hyggju að hefja einhverjar þvingunaraðgerðir gegn Ísrael og upplýsi þá að Íslandi mundi styðja þær og taka þátt í þeim. Höfundur er ljóðskáld og fyrrverandi bókavörur.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar