Lífið

Emma Watson svipt ökuleyfinu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Watson hefur forgangsraðað náminu fram yfir sviðsljósið.
Watson hefur forgangsraðað náminu fram yfir sviðsljósið. Getty/Arturo Holmes

Leikkonan Emma Watson hefur verið svipt ökuleyfinu í sex mánuði eftir að hún fór yfir leyfilegan hámarkshraða í Oxford í júlí á síðasta ári.

Málið rataði fyrir dóm í morgun en Watson, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Hermione Granger í kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter, var ekki viðstödd.

Watson ók á 38 mílum á klukkustund þar sem hámarkshraðinn var 30 mílur á klukkustund. Auk ökuleyfissviptingarinnar var hún dæmd til að greiða rúm þúsund pund í sekt.

Leikkonan var svipt leyfinu þar sem hún var þegar komin með níu punkta þegar hún náðist í fyrra.

Watson stundar mastersnám í skapandi skrifum við Oxford-háskóla. Auk Harry Potter-myndanna hefur hún einnig leikið í endurgerð Beauty and the Beast, The Bling Ring og The Perks of Being a Wallflower.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.