Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2025 12:02 Eitt af málunum sem náði ekki í gegn á Alþingi rétt fyrir þinglok var frumvarp sem átti að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, segir að það sé miður og að nú sé verið að skoða hvort hægt sé að finna leiðir til að láta þetta samt gerast. En málið er ekki svona einfalt. Það sem ráðherrann lagði til – að gefa út meira af veiðiheimildum sérstaklega fyrir strandveiðar – brýtur í raun gegn meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis. Þar á að ríkja jafnræði; það má ekki úthluta kvóta þannig að sumir hagnist en aðrir sitji eftir. Þetta frumvarp hefði gert nákvæmlega það – og Umboðsmaður Alþingis er nú með þetta til skoðunar. Í einföldu máli: Þorskveiðar eru nú þegar nýttar í topp miðað við það sem vísindamenn ráðleggja. Þrátt fyrir það hefur ráðherra nú þegar veitt meira af kvóta til strandveiða en lögin heimila – og vill nú gera enn meira. Það er áhyggjuefni. Þorskstofninn er ekki í góðu ástandi og vísindin segja okkur að dregið verði úr heildarveiði næsta ár. Ef við hlustum ekki á þessar ráðleggingar, þá gæti stofninn minnkað enn meira – og það gæti haft slæm áhrif á framtíð veiða og útflutning. Þótt strandveiðar séu vinsælar og margir séu háðir þeim, þá eru þær dýrar og ekki hagkvæmar. Fáir fiskar mikið, það fer mikið til spillis og veiðarnar eru áhættusamari en aðrar veiðar . Það er vitað mál. Þess vegna eru slíkar veiðar ekki skynsamlegar lausn þegar stofninn er veikur – og þegar Íslendingar selja nánast allan fisk sinn á markaði sem krefst þess að veiðarnar séu sjálfbærar og ábyrgðarfullar. Í stuttu máli: Ríkisstjórnin virðist ætla að auka veiðar með pólitískum vilja, ekki á grundvelli skynsemi, laga eða vísinda. Það getur skaðað trúverðugleika fiskveiðistjórnunar og ógnað hagsmunum þjóðarinnar. Skoðun Bláa hagkerfisins Ráðherrann á að hætta við þessar aðgerðir. Strandveiðikerfið þarf yfirhalningu – ekki fleiri dagar í kerfi sem allir vita að skilar ekki miklu nema sóun og vandræðum. Ef það á að hjálpa sjávarbyggðum, þá þarf að gera það með skýrum, lagalegum og hagkvæmum hætti – ekki með að hunsa reglurnar og fórna fiskstofnum fyrir skammtímapólitík. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Strandveiðar Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Eitt af málunum sem náði ekki í gegn á Alþingi rétt fyrir þinglok var frumvarp sem átti að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, segir að það sé miður og að nú sé verið að skoða hvort hægt sé að finna leiðir til að láta þetta samt gerast. En málið er ekki svona einfalt. Það sem ráðherrann lagði til – að gefa út meira af veiðiheimildum sérstaklega fyrir strandveiðar – brýtur í raun gegn meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis. Þar á að ríkja jafnræði; það má ekki úthluta kvóta þannig að sumir hagnist en aðrir sitji eftir. Þetta frumvarp hefði gert nákvæmlega það – og Umboðsmaður Alþingis er nú með þetta til skoðunar. Í einföldu máli: Þorskveiðar eru nú þegar nýttar í topp miðað við það sem vísindamenn ráðleggja. Þrátt fyrir það hefur ráðherra nú þegar veitt meira af kvóta til strandveiða en lögin heimila – og vill nú gera enn meira. Það er áhyggjuefni. Þorskstofninn er ekki í góðu ástandi og vísindin segja okkur að dregið verði úr heildarveiði næsta ár. Ef við hlustum ekki á þessar ráðleggingar, þá gæti stofninn minnkað enn meira – og það gæti haft slæm áhrif á framtíð veiða og útflutning. Þótt strandveiðar séu vinsælar og margir séu háðir þeim, þá eru þær dýrar og ekki hagkvæmar. Fáir fiskar mikið, það fer mikið til spillis og veiðarnar eru áhættusamari en aðrar veiðar . Það er vitað mál. Þess vegna eru slíkar veiðar ekki skynsamlegar lausn þegar stofninn er veikur – og þegar Íslendingar selja nánast allan fisk sinn á markaði sem krefst þess að veiðarnar séu sjálfbærar og ábyrgðarfullar. Í stuttu máli: Ríkisstjórnin virðist ætla að auka veiðar með pólitískum vilja, ekki á grundvelli skynsemi, laga eða vísinda. Það getur skaðað trúverðugleika fiskveiðistjórnunar og ógnað hagsmunum þjóðarinnar. Skoðun Bláa hagkerfisins Ráðherrann á að hætta við þessar aðgerðir. Strandveiðikerfið þarf yfirhalningu – ekki fleiri dagar í kerfi sem allir vita að skilar ekki miklu nema sóun og vandræðum. Ef það á að hjálpa sjávarbyggðum, þá þarf að gera það með skýrum, lagalegum og hagkvæmum hætti – ekki með að hunsa reglurnar og fórna fiskstofnum fyrir skammtímapólitík. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins ehf.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun