Körfubolti

Sau­tján ára troðslu­drottning vekur at­hygli

Siggeir Ævarsson skrifar
Alicia Tournebize treður boltanum og hefur lítið fyrir því
Alicia Tournebize treður boltanum og hefur lítið fyrir því Mynd FIBA

Troðslur eru ekki á hverju strái í kvennakörfubolta en ein slík leit dagsins ljós í leik Frakklands og Belgíu um bronsið á Evrópumóti U18 þegar hin 17 ára Alicia Tournebize hamraði niður tveggja handa troðslu í hraðaupphlaupi.

Tournebize, sem er fædd árið 2007 og er 192 cm á hæð, var ekki að troða boltanum í leik í fyrsta sinn. Í september í fyrra varð hún fyrsta konan til að troða í deildarleik í Frakklandi í leik með Tango Bourges í NF2 deildinni (D-deild).

Frakkar unnu leikinn að lokum nokkuð örugglega, 72-47, og Tournebize var stigahæst í franska liðinu með 19 stig og bætti við tólf fráköstum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×