Sögulegt sveitaball í hundrað ár Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. júlí 2025 17:01 Þórunn og Helga Snorradætur eru andlit Ögurballsins á Vestfjörðum þetta árið en báðar hafa djúpa tengingu við þetta aldagamla ball. Facebook Ögurballið Hið goðsagnakennda og árlega Ögurball verður haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 19. júlí næstkomandi og fagnar hvorki meira né minna en heillrar aldar afmæli. Því verður nóg um að vera á Vestfjörðum í vikunni. Gestir frá 18-88 ára Í fréttatilkynningu segir: „Upphitunardagskrá hefst 17. júlí en aðgöngumiða fylgir tjaldsvæði, aðgangur að sveitaballinu og samkvæmt hefð heimagerður rabarbaragrautur með rjóma. Gestir ballsins eru frá 18-88 ára og til að höfða til mismunandi aldurshópa er eitt og annað á dagskránni. Samkomuhúsið í Ögri sem hýsir viðburðina og kaffihús var byggt 1925 og er húsið því 100 ára gamalt og í tilefni þess er vegleg dagskrá í boði. Dagskráin hefst með tónleikum með Skúla mennska fimmtudagskvöld 17.júlí. Á föstudegi verður skötuveisla á kaffihúsinu í hádeginu, en um kvöldið verður harmonikuball þar sem Vigdís Jónsdóttir, Marinó Björnsson og Einar Friðgeir Björnsson leika fyrir dansi. Ungir og aldnir fá þarna kjörið tækifæri til að upplifa ball í anda þess tíma þegar Ögurhreppur var blómleg sveit með litríku mannlífi og öflugu menningar- og félagsstarfi. Á laugardagsmorgni verður söguganga um svæðið sem endar með messu í Ögurkirkju, leiksýningin Ariasman. Um miðjan dag verður beer pong mót og Ögurballið sjálft fer svo fram um kvöldið, þar sem hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.“ Hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.Facebook Ögurballið Eiga djúp persónuleg tengsl við Ögurballið Á hverju ári velja systkinin í Ögri einstaklinga sem eiga sérstaka tengingu við Ögurballið til að vera andlit þess og taka þátt í kynningu viðburðarins. Í ár eru það systurnar Þórunn og Helga Snorradætur frá Ísafirði sem gegna því hlutverki og eiga báðar djúp persónuleg tengsl við Ögurballið. Þórunn var hluti af hljómsveitinni Þórunn & Halli, sem spilaði samfellt á ballinu frá 1999 til 2021 og naut mikilla vinsælda meðal gesta. Helga var eiginkona Halla, sem lést á síðasta ári langt fyrir aldur fram. Því þykir bæði fallegt og viðeigandi að systurnar sameinist nú sem andlit Ögurballsins – táknræn þátttaka sem endurspeglar sterk tengsl þeirra við viðburðinn. Enda kvöldið á rabarbaragraut með rjóma Halla María Halldórsdóttir, ein af skipuleggjendum ballsins segir: „Það er gömul hefð að bjóða rabarbaragraut með rjóma á ballinu. Þegar ballið var haldið fyrst fyrir 100 árum kom fólk alls staðar að, úr Djúpinu, flestir sjóleiðina og sumir ríðandi eða gangandi. Svo var dansað til morguns. Til að hjálpa gestum að skerpa athyglina fyrir heimferðina var tekið upp á því að bjóða upp á dísætan rabarbaragraut með hnausþykkum rjóma. Við höldum í hefðina og gerum grautinn eftir uppskrift mömmu minnar Maju í Ögri, rjómann fáum við frá Erpsstöðum. Þetta er í leiðinni hálfgert ættarmót, stórfjölskyldan skipuleggur sumarfríið út frá þessari helgi. Vinir og vandamenn eru farnir að gera það sama til að hjálpa okkur og það er svo frábært að sjá sama fólkið koma ár eftir ár. Einu sinni mætt getur ekki hætt.“ Ögurballið er að hennar sögn einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum. Á ballið er 18 ára aldurstakmark og enginn yngri má koma á svæðið nema í fylgd foreldra eða forráðamanna. Hér má nálgast nánari upplýsingar um ballið. Samkvæmislífið Ísafjarðarbær Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Gestir frá 18-88 ára Í fréttatilkynningu segir: „Upphitunardagskrá hefst 17. júlí en aðgöngumiða fylgir tjaldsvæði, aðgangur að sveitaballinu og samkvæmt hefð heimagerður rabarbaragrautur með rjóma. Gestir ballsins eru frá 18-88 ára og til að höfða til mismunandi aldurshópa er eitt og annað á dagskránni. Samkomuhúsið í Ögri sem hýsir viðburðina og kaffihús var byggt 1925 og er húsið því 100 ára gamalt og í tilefni þess er vegleg dagskrá í boði. Dagskráin hefst með tónleikum með Skúla mennska fimmtudagskvöld 17.júlí. Á föstudegi verður skötuveisla á kaffihúsinu í hádeginu, en um kvöldið verður harmonikuball þar sem Vigdís Jónsdóttir, Marinó Björnsson og Einar Friðgeir Björnsson leika fyrir dansi. Ungir og aldnir fá þarna kjörið tækifæri til að upplifa ball í anda þess tíma þegar Ögurhreppur var blómleg sveit með litríku mannlífi og öflugu menningar- og félagsstarfi. Á laugardagsmorgni verður söguganga um svæðið sem endar með messu í Ögurkirkju, leiksýningin Ariasman. Um miðjan dag verður beer pong mót og Ögurballið sjálft fer svo fram um kvöldið, þar sem hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.“ Hljómsveitin Fagranes spilar fyrir dansi.Facebook Ögurballið Eiga djúp persónuleg tengsl við Ögurballið Á hverju ári velja systkinin í Ögri einstaklinga sem eiga sérstaka tengingu við Ögurballið til að vera andlit þess og taka þátt í kynningu viðburðarins. Í ár eru það systurnar Þórunn og Helga Snorradætur frá Ísafirði sem gegna því hlutverki og eiga báðar djúp persónuleg tengsl við Ögurballið. Þórunn var hluti af hljómsveitinni Þórunn & Halli, sem spilaði samfellt á ballinu frá 1999 til 2021 og naut mikilla vinsælda meðal gesta. Helga var eiginkona Halla, sem lést á síðasta ári langt fyrir aldur fram. Því þykir bæði fallegt og viðeigandi að systurnar sameinist nú sem andlit Ögurballsins – táknræn þátttaka sem endurspeglar sterk tengsl þeirra við viðburðinn. Enda kvöldið á rabarbaragraut með rjóma Halla María Halldórsdóttir, ein af skipuleggjendum ballsins segir: „Það er gömul hefð að bjóða rabarbaragraut með rjóma á ballinu. Þegar ballið var haldið fyrst fyrir 100 árum kom fólk alls staðar að, úr Djúpinu, flestir sjóleiðina og sumir ríðandi eða gangandi. Svo var dansað til morguns. Til að hjálpa gestum að skerpa athyglina fyrir heimferðina var tekið upp á því að bjóða upp á dísætan rabarbaragraut með hnausþykkum rjóma. Við höldum í hefðina og gerum grautinn eftir uppskrift mömmu minnar Maju í Ögri, rjómann fáum við frá Erpsstöðum. Þetta er í leiðinni hálfgert ættarmót, stórfjölskyldan skipuleggur sumarfríið út frá þessari helgi. Vinir og vandamenn eru farnir að gera það sama til að hjálpa okkur og það er svo frábært að sjá sama fólkið koma ár eftir ár. Einu sinni mætt getur ekki hætt.“ Ögurballið er að hennar sögn einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum. Á ballið er 18 ára aldurstakmark og enginn yngri má koma á svæðið nema í fylgd foreldra eða forráðamanna. Hér má nálgast nánari upplýsingar um ballið.
Samkvæmislífið Ísafjarðarbær Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira