Sport

Endurkoman í þriðja leik­hluta ekki nóg fyrir Ís­land á U20 EuroBasket

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Lars Erik var stigahæstur í liði Íslands í dag.
Lars Erik var stigahæstur í liði Íslands í dag. KKÍ

Íslenska U20 ára liðið tapaði fyrir Frakklandi, 53-85, í dag. Ísland átti ótrúlegan þriðja leikhluta, þar sem þeir skoruðu 15 fyrstu stig leikhlutans en þessi endurkoma reyndist ekki nóg.

Í fyrri hálfleik gerði Ísland aðeins 24 stig gegn 52. Það var of mikið forskot sem Frakkarnir voru komnir með. Ísland hefur því tapað báðum leikjum sínum á mótinu en næst mæta þeir Slóvenum.

Lars Erik Bragason, leikmaður KR, var stigahæstur í liði Íslands í dag með 19 stig. Friðrik Leó Curtis kom þar næst á eftir með 11 stig en hann var einnig með átta fráköst. Viktor Jónas Lúðvíksson var með flest fráköst eða ellefu talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×