Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júlí 2025 12:20 Birgir Jónasson segir að brotum gegn fangavörðum hafi fjölgað, bæta þurfi skráningu þeirra. Vísir Bæta þarf skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum í ljósi aukins ofbeldis fanga gegn þeim. Þetta segir fangelsismálastjóri sem segir aðstöðu á Litla-Hrauni helst gera fangavörðum erfitt fyrir að bregðast við ofbeldi fanga. Kalla þurfti til sérsveit ríkislögreglustjóra í síðustu viku þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði Heiðar Smith formaður Félags fangavarða að svo alvarlegar árásir væru sjaldgæfar en að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist mjög undanfarin ár. Birgir Jónasson settur fangelsismálastjóri segir um að ræða þróun sem hafi átt sér stað á síðustu árum. „Það sem við erum að reyna að gera og höfum verið að gera síðustu mánuði, kannski eilítið lengur er að við erum að reyna að vinna í því að þjálfa starfsfólk okkar betur með skipulagðari og markvissari hætti og fá þjálfun til að takast á við ofbeldi. Það er gert með ýmsum aðferðum, bæði valdbeitingaþjálfun en ekki síður svona þjálfun sem gengur út á spennulækkun.“ Þá sé unnið að því að bæta skráningu á brotum gegn fangavörðum. „Við þurfum aðeins að taka okkur saman í andlitinu þar, hvernig við skráum þessi tilvik og rýnum þau eftir á.“ Nokkrir þættir valdi auknu ofbeldi fanga í garð fangavarða. „Það er breyttur fangahópur sem er stór orsakavaldur í þessu. Það eru þyngri dómar að koma til fullnustu og einstaklingar sem eru með þyngri dóma að baki.“ Þá sé illa hægt að aðskilja fanga vegna aðstöðuleysis á Litla-Hrauni. Eins og hefur komið fram hafa stjórnvöld kynnt fyrirhugaða byggingu Stóra-Hrauns, nýs öryggisfangelsis sem stefnt hefur verið að opna árið 2028. „Við getum frekar illa stjórnað aðskilnaði fanga sem er stór áhættuþáttur í rekstri fangelsis og þarna auðvitað bindum við vonir við það að fangelsið á Litla-Hrauni verði aðeins í örfá ár til viðbótar á rekstri en á meðan verðum við að grípa til skyndilausna en þetta er mikil áskorun fyrir okkur.“ Fangelsismál Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. 9. maí 2025 15:15 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Kalla þurfti til sérsveit ríkislögreglustjóra í síðustu viku þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði Heiðar Smith formaður Félags fangavarða að svo alvarlegar árásir væru sjaldgæfar en að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist mjög undanfarin ár. Birgir Jónasson settur fangelsismálastjóri segir um að ræða þróun sem hafi átt sér stað á síðustu árum. „Það sem við erum að reyna að gera og höfum verið að gera síðustu mánuði, kannski eilítið lengur er að við erum að reyna að vinna í því að þjálfa starfsfólk okkar betur með skipulagðari og markvissari hætti og fá þjálfun til að takast á við ofbeldi. Það er gert með ýmsum aðferðum, bæði valdbeitingaþjálfun en ekki síður svona þjálfun sem gengur út á spennulækkun.“ Þá sé unnið að því að bæta skráningu á brotum gegn fangavörðum. „Við þurfum aðeins að taka okkur saman í andlitinu þar, hvernig við skráum þessi tilvik og rýnum þau eftir á.“ Nokkrir þættir valdi auknu ofbeldi fanga í garð fangavarða. „Það er breyttur fangahópur sem er stór orsakavaldur í þessu. Það eru þyngri dómar að koma til fullnustu og einstaklingar sem eru með þyngri dóma að baki.“ Þá sé illa hægt að aðskilja fanga vegna aðstöðuleysis á Litla-Hrauni. Eins og hefur komið fram hafa stjórnvöld kynnt fyrirhugaða byggingu Stóra-Hrauns, nýs öryggisfangelsis sem stefnt hefur verið að opna árið 2028. „Við getum frekar illa stjórnað aðskilnaði fanga sem er stór áhættuþáttur í rekstri fangelsis og þarna auðvitað bindum við vonir við það að fangelsið á Litla-Hrauni verði aðeins í örfá ár til viðbótar á rekstri en á meðan verðum við að grípa til skyndilausna en þetta er mikil áskorun fyrir okkur.“
Fangelsismál Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. 9. maí 2025 15:15 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01
Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. 9. maí 2025 15:15