Sport

Elías Már skrifar undir hjá kín­versku liði

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Elías yfirgefur hollensku úrvalsdeildina.
Elías yfirgefur hollensku úrvalsdeildina. Getty/Gerrit van Keulen

Framherjinn Elías Már Ómarsson er genginn til liðs við kínverska félagið Meizhou Hakka. Hann yfirgefur hollenska félagið NAC Breda.

Elías er þrítugur og hefur verið í atvinnumennsku síðan hann fór frá Keflavík árið 2015. Hann skrifar undir eins árs samning í Kína.

Meizhou Hakka spilar í kínversku úrvalsdeildinni og endaði í 14. sæti á síðasta tímabili, einu fyrir ofan fallsæti.

Elías hefur áður spilað fyrir Gautaborg, Valerenga, Excelsior, Nimes og NAC Breda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×