Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. júlí 2025 21:46 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. vísir/arnar Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. Greint var frá því í dag að lögreglan hafi fundið 36 hugsanlega þolendur mansals í umfangsmikilli og alþjóðlegri lögregluaðgerð sem fór fram fyrstu vikuna í júní. Lögreglan fór á þriðja tug staða og var einn karlmaður handtekinn vegna vændiskaupa. Nær allir þolendur eru konur og mikill meirihluti seldur í vændi, flestar frá Rúmeníu. Fæstar þáðu aðstoð yfirvalda. Langmest vændi fer fram miðsvæðis í Reykjavík og samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að götuvændi fari fram á Bankastræti. Airbnb-íbúðir nýttar í auknum mæli Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir mansal og vændi færast í aukana á milli ára. Algengast sé að það fari fram í Airbnb-íbúðum. „Það eru nýjar síður, auglýsingasíður sem eru að poppa upp alltaf. Þetta er meira á bak við luktar dyr í Airbnb-íbúðum þar sem er verið að leigja íbúðir undir fölsku flaggi en líka kannski á stöðum þar sem einhverjir sem eru fjársterkir eru eigendur húsnæðanna.“ Vændi sé einnig stundað um allt land. Þolendur séu gjarnan í viðkvæmri stöðu og beittir hótunum og ofbeldi. Það hafi færst mjög í aukanna að transkonur verði fórnarlömb mansals. „Við erum með mörg þjóðerni. Þetta er mikið suður-Ameríka en líka innan Evrópu en oftast frá fátækari stöðum þar sem reglurnar eru kannski aðrar.“ Þolendur fluttir á milli landa Starfsemin sé oft hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta höfum við verið að sjá að þau eru að fara á milli Evrópuríkja og Norðurlandanna líka. Þau eru að selja vændi í Reykjavík í tvær vikur og í Kaupmannahöfn í tvær og svo framvegis og látin fara víða.“ Það sé gert svo þolendur hafi ekki samband við lögreglu og dragi ekki athygli að sér. „Þetta er umfangsmeira og betur skipulagt en við áður héldum. Það er að segja að stundum erum við að sjá sömu númerin frá mörgum þjóðernum og í raun og veru svona símaver sem eru staðsett í Evrópu jafnvel sem eru þá að selja út fólk sem er hér á Íslandi.“ Hún hvetur fólk til að hafa opin augu fyrir mansali. Það sé leitt hve fáar tilkynningar berist til lögreglu. „Kannski bara bein skilaboð til þeirra sem kaup vændi að það er hreinlega ólöglegt og mjög líklegt að þeir séu þá að kaupa kynmök af fólki sem er í mjög viðkvæmri stöðu og í raun neytt til þess.“ Lögreglumál Mansal Vændi Airbnb Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Greint var frá því í dag að lögreglan hafi fundið 36 hugsanlega þolendur mansals í umfangsmikilli og alþjóðlegri lögregluaðgerð sem fór fram fyrstu vikuna í júní. Lögreglan fór á þriðja tug staða og var einn karlmaður handtekinn vegna vændiskaupa. Nær allir þolendur eru konur og mikill meirihluti seldur í vændi, flestar frá Rúmeníu. Fæstar þáðu aðstoð yfirvalda. Langmest vændi fer fram miðsvæðis í Reykjavík og samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að götuvændi fari fram á Bankastræti. Airbnb-íbúðir nýttar í auknum mæli Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir mansal og vændi færast í aukana á milli ára. Algengast sé að það fari fram í Airbnb-íbúðum. „Það eru nýjar síður, auglýsingasíður sem eru að poppa upp alltaf. Þetta er meira á bak við luktar dyr í Airbnb-íbúðum þar sem er verið að leigja íbúðir undir fölsku flaggi en líka kannski á stöðum þar sem einhverjir sem eru fjársterkir eru eigendur húsnæðanna.“ Vændi sé einnig stundað um allt land. Þolendur séu gjarnan í viðkvæmri stöðu og beittir hótunum og ofbeldi. Það hafi færst mjög í aukanna að transkonur verði fórnarlömb mansals. „Við erum með mörg þjóðerni. Þetta er mikið suður-Ameríka en líka innan Evrópu en oftast frá fátækari stöðum þar sem reglurnar eru kannski aðrar.“ Þolendur fluttir á milli landa Starfsemin sé oft hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta höfum við verið að sjá að þau eru að fara á milli Evrópuríkja og Norðurlandanna líka. Þau eru að selja vændi í Reykjavík í tvær vikur og í Kaupmannahöfn í tvær og svo framvegis og látin fara víða.“ Það sé gert svo þolendur hafi ekki samband við lögreglu og dragi ekki athygli að sér. „Þetta er umfangsmeira og betur skipulagt en við áður héldum. Það er að segja að stundum erum við að sjá sömu númerin frá mörgum þjóðernum og í raun og veru svona símaver sem eru staðsett í Evrópu jafnvel sem eru þá að selja út fólk sem er hér á Íslandi.“ Hún hvetur fólk til að hafa opin augu fyrir mansali. Það sé leitt hve fáar tilkynningar berist til lögreglu. „Kannski bara bein skilaboð til þeirra sem kaup vændi að það er hreinlega ólöglegt og mjög líklegt að þeir séu þá að kaupa kynmök af fólki sem er í mjög viðkvæmri stöðu og í raun neytt til þess.“
Lögreglumál Mansal Vændi Airbnb Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira