Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar 11. júlí 2025 16:30 Það hefur verið hreinlega ömurlegt að fylgjast með framgöngu Kristrúnar Frostadóttur og skorti hennar á leiðtogahæfni undanfarna daga. Allir aðrir forsætisráðráðherrar hafa náð samkomulagi um þinglok, málamiðlun, frá árinu 1959. Ekki ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, og það vegna skattahækkunar. Sú geðshræring sem virðist hafa gripið um sig á stjórnarheimilinu vegna þinglokasamninga hefur leitt til vægast sagt vanstilltra ummæla ráðherra og annarra stjórnarliða, sem eru hver öðru skaðlegri. Stríðs(ráð)herrar ríkisstjórnarinnar Forsætisráðherra reið á vaðið í ræðustól Alþingis í gær, með þjóðernisstoltið að vopni, og hét því að „verja lýðveldið Ísland“. Fylgdi utanríkisráðherra ummælunum eftir í viðtali við Vísi og sagði „það er orrusta um Ísland“, hvorki meira né minna. Hinn almenni borgari hefur ef til vill haldið að þjóðaröryggi væri í húfi og innrásarher við það að sigla inn um Reykjavíkurhöfn, slík er orðræðan. Ekki léttist svo á mönnum brúnin þegar mennta- og barnamálaráðherra steig upp í pontu þingsins og fullyrti að kvöldið áður hefði verið framið valdarán! Félags- og húsnæðismálaráðherra virðist telja ráðlegt að stilla minnihlutanum upp við húsvegg losa sig við hann, enda sé hann fyrir. Óhefluð og ærumeiðandi ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar eru ekki til þess fallnar að leysa þann hnút sem komin er á störf Alþingis. Hvað var til umræðu? Hvaða hryllingur skeði? Umræða um veigamikla skattahækkun er allt sem var! Allt tal um valdarán gekk út á umræðu um skattahækkun á fólk og fyrirtæki í sjávarútvegi. Nú þarf almenningur að spyrja sig: Er eðlilegt að beita kjarnorkuákvæði þingskapalaga, 71. greininni, vegna skattahækkana? Ef svo er, hvað næst? Hvert erum við komin? Hversu lágur er þröskuldurinn sem þarf að fara yfir til að stoppa málfrelsi manna? Er skattahækkun á undirstöðuatvinnuveg það eina sem þarf til? Alþingi er málstofa þar sem málmamiðlanir hafa ráðið ríkjum, hingað til og á að gera áfram. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt reynt til hins ítrasta að leiða málin í jörðu eða þá þeim frestað til að ná eins mikilli sátt og mögulegt er. Nýlegt dæmi eru lögum um útlendinga sem var frestað fjórum sinnum til þess að unnt væri að ná sátt við minnihlutann á Alþingi. Undirliggjandi er skýr vilji forsætisráðherra; hennar leið og enginn önnur kemur til greina. Það er ekki þroskað lýðræði að 50,4% ráði 100%. Hollt er fyrir alla að muna að meirihlutinn heldur ekki að eilífu, eða eins og núverandi forseti Alþingis kost vel að orði árið 2006: “Vegna þess sem sagt var um málgleði stjórnarandstöðuþingmanna er, held ég, hollt fyrir alla hér að hafa í huga að stjórnarliðar verða ekki alltaf stjórnarliðar og stjórnarandstöðuþingmenn verða ekki alltaf stjórnarandstöðuþingmenn. Hv. þingmenn verða að hafa þá yfirsýn að geta hugsað málið án tillits bara til sín eða síns flokks, heldur til starfa þingsins í heild.” Forsætisráðherra segir að tilgangurinn helgi meðalið. Þetta er ekki lýðræði, þetta er gerræði. Ég bið fólk um að gefa orðræðunni gaum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jón Pétur Zimsen Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið hreinlega ömurlegt að fylgjast með framgöngu Kristrúnar Frostadóttur og skorti hennar á leiðtogahæfni undanfarna daga. Allir aðrir forsætisráðráðherrar hafa náð samkomulagi um þinglok, málamiðlun, frá árinu 1959. Ekki ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, og það vegna skattahækkunar. Sú geðshræring sem virðist hafa gripið um sig á stjórnarheimilinu vegna þinglokasamninga hefur leitt til vægast sagt vanstilltra ummæla ráðherra og annarra stjórnarliða, sem eru hver öðru skaðlegri. Stríðs(ráð)herrar ríkisstjórnarinnar Forsætisráðherra reið á vaðið í ræðustól Alþingis í gær, með þjóðernisstoltið að vopni, og hét því að „verja lýðveldið Ísland“. Fylgdi utanríkisráðherra ummælunum eftir í viðtali við Vísi og sagði „það er orrusta um Ísland“, hvorki meira né minna. Hinn almenni borgari hefur ef til vill haldið að þjóðaröryggi væri í húfi og innrásarher við það að sigla inn um Reykjavíkurhöfn, slík er orðræðan. Ekki léttist svo á mönnum brúnin þegar mennta- og barnamálaráðherra steig upp í pontu þingsins og fullyrti að kvöldið áður hefði verið framið valdarán! Félags- og húsnæðismálaráðherra virðist telja ráðlegt að stilla minnihlutanum upp við húsvegg losa sig við hann, enda sé hann fyrir. Óhefluð og ærumeiðandi ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar eru ekki til þess fallnar að leysa þann hnút sem komin er á störf Alþingis. Hvað var til umræðu? Hvaða hryllingur skeði? Umræða um veigamikla skattahækkun er allt sem var! Allt tal um valdarán gekk út á umræðu um skattahækkun á fólk og fyrirtæki í sjávarútvegi. Nú þarf almenningur að spyrja sig: Er eðlilegt að beita kjarnorkuákvæði þingskapalaga, 71. greininni, vegna skattahækkana? Ef svo er, hvað næst? Hvert erum við komin? Hversu lágur er þröskuldurinn sem þarf að fara yfir til að stoppa málfrelsi manna? Er skattahækkun á undirstöðuatvinnuveg það eina sem þarf til? Alþingi er málstofa þar sem málmamiðlanir hafa ráðið ríkjum, hingað til og á að gera áfram. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt reynt til hins ítrasta að leiða málin í jörðu eða þá þeim frestað til að ná eins mikilli sátt og mögulegt er. Nýlegt dæmi eru lögum um útlendinga sem var frestað fjórum sinnum til þess að unnt væri að ná sátt við minnihlutann á Alþingi. Undirliggjandi er skýr vilji forsætisráðherra; hennar leið og enginn önnur kemur til greina. Það er ekki þroskað lýðræði að 50,4% ráði 100%. Hollt er fyrir alla að muna að meirihlutinn heldur ekki að eilífu, eða eins og núverandi forseti Alþingis kost vel að orði árið 2006: “Vegna þess sem sagt var um málgleði stjórnarandstöðuþingmanna er, held ég, hollt fyrir alla hér að hafa í huga að stjórnarliðar verða ekki alltaf stjórnarliðar og stjórnarandstöðuþingmenn verða ekki alltaf stjórnarandstöðuþingmenn. Hv. þingmenn verða að hafa þá yfirsýn að geta hugsað málið án tillits bara til sín eða síns flokks, heldur til starfa þingsins í heild.” Forsætisráðherra segir að tilgangurinn helgi meðalið. Þetta er ekki lýðræði, þetta er gerræði. Ég bið fólk um að gefa orðræðunni gaum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun