Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júlí 2025 10:40 Tveir voru handteknir í Reykjavík í síðustu viku en öðrum svo sleppt úr haldi. Vísir/Viktor Freyr Lögreglan á Norðurlandi eystra fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald eins þeirra fimm sem voru handteknir í aðgerðum þeirra þann 18. júní vegna umfangsmikillar rannsóknar á fíkniefnaframleiðslu víða um land. Tveimur þessara fimm hefur verið sleppt úr haldi en einn handtekinn til viðbótar. Gæsluvarðhald hinna sem er í haldi rennur út í næstu viku og verður endurskoðað þá að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. „Þessir sem eru núna fjórir eru ekki allir búnir að vera frá upphafi,“ segir Skarphéðinn. Lögregluaðgerðunum hefur verið stýrt af Lögreglunni á Norðurlandi eystra og hafa farið fram húsleitir og handtökur víða um land, meðal annars í Reykjavík, Raufarhöfn, í Kópavogi og í Borgarfirði. Þeir handteknu eru bæði innlendir og erlendir einstaklingar en Skarphéðinn segist ekki geta sagt til um kyn þeirra eða hvort að þeir sem erlendir eru hafi verið búsettir á landinu lengi. Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu og þá helst kannabis. Skarphéðinn segir þó önnur brot einnig vera til rannsóknar. „Það er fíkniefnaframleiðsla og fleiri afbrot sem eru til skoðunar. Rannsóknin gengur í sjálfu sér vel. Þetta er umfangsmikil rannsókn, henni er ekki lokið, og ekki ljóst hvort það verði farið í frekari aðgerðir. Ég get heldur ekki sagt að við sjáum fyrir endann á henni. Þessu er ekki lokið.“ Vona að þau nái að loka þessum hring Hann segir lögregluna vonast til þess að við lok þessarar rannsóknar verði búið að ná þessum hópi sem standi í þessari framleiðslu. Skarphéðinn segir framleiðslu fíkniefna hafa aukist gífurlega á Íslandi síðustu ár. „Það er breyting frá fyrri tíð, að það er meira framleitt af fíkniefnum á Íslandi í dag heldur en var hér á árum áður. Það er þannig. Þetta var varla þekkt fyrir síðustu áramót. Þá var miklu meiri innflutningur og byggðist á þeim árum á því. Það er talsverð breyting frá því.“ Lögreglumál Fíkniefnabrot Akureyri Reykjavík Borgarbyggð Norðurþing Tengdar fréttir Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Lögreglan segist í síðustu viku hafa lagt hald á tuttugu kílógrömm af marijúana sem voru falin í vörusendingum. Ráðist var í húsleit í Hafnarfirði og nokkrir voru handteknir vegna málsins. 10. júlí 2025 17:27 Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 4. júlí 2025 11:38 Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. 4. júlí 2025 09:39 Fleiri handteknir í Borgarnesi Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar. 23. júní 2025 19:35 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Gæsluvarðhald hinna sem er í haldi rennur út í næstu viku og verður endurskoðað þá að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. „Þessir sem eru núna fjórir eru ekki allir búnir að vera frá upphafi,“ segir Skarphéðinn. Lögregluaðgerðunum hefur verið stýrt af Lögreglunni á Norðurlandi eystra og hafa farið fram húsleitir og handtökur víða um land, meðal annars í Reykjavík, Raufarhöfn, í Kópavogi og í Borgarfirði. Þeir handteknu eru bæði innlendir og erlendir einstaklingar en Skarphéðinn segist ekki geta sagt til um kyn þeirra eða hvort að þeir sem erlendir eru hafi verið búsettir á landinu lengi. Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu og þá helst kannabis. Skarphéðinn segir þó önnur brot einnig vera til rannsóknar. „Það er fíkniefnaframleiðsla og fleiri afbrot sem eru til skoðunar. Rannsóknin gengur í sjálfu sér vel. Þetta er umfangsmikil rannsókn, henni er ekki lokið, og ekki ljóst hvort það verði farið í frekari aðgerðir. Ég get heldur ekki sagt að við sjáum fyrir endann á henni. Þessu er ekki lokið.“ Vona að þau nái að loka þessum hring Hann segir lögregluna vonast til þess að við lok þessarar rannsóknar verði búið að ná þessum hópi sem standi í þessari framleiðslu. Skarphéðinn segir framleiðslu fíkniefna hafa aukist gífurlega á Íslandi síðustu ár. „Það er breyting frá fyrri tíð, að það er meira framleitt af fíkniefnum á Íslandi í dag heldur en var hér á árum áður. Það er þannig. Þetta var varla þekkt fyrir síðustu áramót. Þá var miklu meiri innflutningur og byggðist á þeim árum á því. Það er talsverð breyting frá því.“
Lögreglumál Fíkniefnabrot Akureyri Reykjavík Borgarbyggð Norðurþing Tengdar fréttir Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Lögreglan segist í síðustu viku hafa lagt hald á tuttugu kílógrömm af marijúana sem voru falin í vörusendingum. Ráðist var í húsleit í Hafnarfirði og nokkrir voru handteknir vegna málsins. 10. júlí 2025 17:27 Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 4. júlí 2025 11:38 Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. 4. júlí 2025 09:39 Fleiri handteknir í Borgarnesi Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar. 23. júní 2025 19:35 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Lögreglan segist í síðustu viku hafa lagt hald á tuttugu kílógrömm af marijúana sem voru falin í vörusendingum. Ráðist var í húsleit í Hafnarfirði og nokkrir voru handteknir vegna málsins. 10. júlí 2025 17:27
Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 4. júlí 2025 11:38
Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. 4. júlí 2025 09:39
Fleiri handteknir í Borgarnesi Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar. 23. júní 2025 19:35