Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 13:51 Heilbrigðiseftirlitið bíður enn niðurstaðna úr saurgerlamælingu úr Laugarvatni. Vísir/Vilhelm Nóróveira hefur greinst í öllum fimm sýnum sem bárust frá einstaklingum sem veiktust af magakveisu eftir þríþraut á Laugarvatni 5. júlí síðastliðinn. Á fjórða tug hafa lýst því að hafa veikst á samfélagsmiðlum og 22 tilkynnt veikindin til sóttvarnalæknis. Í tilkynningu á vef landlæknis kemur fram að ekki sé hægt að fullyrða um uppruna smita, hvort hafi borist úr vatninu tengt sundinu eða annars staðar frá. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók sýni úr Laugarvatni með tilliti til saurgerlamengunar en niðurstöður úr þeim sýnatökum er að vænta á næstu dögum. Senda þyrfti vatnssýni á rannsóknarstofu erlendis ef á að mæla nóróveiru samkvæmt tilkynningu landlæknis. Eins og fram hefur komið fór hluti þríþrautarinnar fram í Laugarvatni en einnig var samvera í kringum viðburðinn og boðið upp á mat að keppni lokinni. Einhverjar getgátur voru um það í spjallþræði á Facebook eftir keppni hvort orsök sýkingar gæti verið í hamborgurum sem voru í boði. Flestir byrjuðu að finna til einkenna kvöldið og nóttina eftir viðburðinn. Vitað er um að minnsta kosti tvo einstaklinga sem ekki syntu í vatninu en voru á staðnum og veiktust. Ekki borðuðu allir sem tilkynntu veikindi sama matinn. Nóróveira smitast frá saur (eða uppköstum) í munn og smitleiðir eru margar. Veiran getur verið í vatni, smitast beint manna á milli við snertingu eða frá sameiginlegum snertiflötum og er hún einnig algeng ástæða matartengdra sýkinga. Nóróveirur er flokkur veira sem valda sýkingu í meltingarvegi. Nóróveira er algeng orsök iðrakveisu og veldur oft hópsýkingum. Algengustu einkennin eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum. Engin sértæk meðferð er til. Sóttvarnalæknir hefur gefið út rafrænan bækling um hvernig draga má úr útbreiðslu nóróveirusmits. Þríþraut Heilbrigðismál Bláskógabyggð Heilbrigðiseftirlit Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef landlæknis kemur fram að ekki sé hægt að fullyrða um uppruna smita, hvort hafi borist úr vatninu tengt sundinu eða annars staðar frá. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók sýni úr Laugarvatni með tilliti til saurgerlamengunar en niðurstöður úr þeim sýnatökum er að vænta á næstu dögum. Senda þyrfti vatnssýni á rannsóknarstofu erlendis ef á að mæla nóróveiru samkvæmt tilkynningu landlæknis. Eins og fram hefur komið fór hluti þríþrautarinnar fram í Laugarvatni en einnig var samvera í kringum viðburðinn og boðið upp á mat að keppni lokinni. Einhverjar getgátur voru um það í spjallþræði á Facebook eftir keppni hvort orsök sýkingar gæti verið í hamborgurum sem voru í boði. Flestir byrjuðu að finna til einkenna kvöldið og nóttina eftir viðburðinn. Vitað er um að minnsta kosti tvo einstaklinga sem ekki syntu í vatninu en voru á staðnum og veiktust. Ekki borðuðu allir sem tilkynntu veikindi sama matinn. Nóróveira smitast frá saur (eða uppköstum) í munn og smitleiðir eru margar. Veiran getur verið í vatni, smitast beint manna á milli við snertingu eða frá sameiginlegum snertiflötum og er hún einnig algeng ástæða matartengdra sýkinga. Nóróveirur er flokkur veira sem valda sýkingu í meltingarvegi. Nóróveira er algeng orsök iðrakveisu og veldur oft hópsýkingum. Algengustu einkennin eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum. Engin sértæk meðferð er til. Sóttvarnalæknir hefur gefið út rafrænan bækling um hvernig draga má úr útbreiðslu nóróveirusmits.
Þríþraut Heilbrigðismál Bláskógabyggð Heilbrigðiseftirlit Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira