Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 15:00 Sirkuslistamann taka áhættu sem ekki er mælt með að taka heima hjá sér. Aðsendar Sirkus Íslands hefur sýningar á ný í Vatnsmýri á morgun, föstudag. Tvær sýningar verða í boði, fjölskyldusýning og Skinnsemissýning sem er fullorðinssýning sem er bönnuð yngri en tuttugu ára. „Fjölskyldusýningin er fyrir alla. Þar ættu allir að finna eitthvað við hæfi,“ segir Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir sirkuslistamaður. Sýning er ein klukkustund og 45 mínútur og hentar breiðum aldurshópi að sögn Sirrýjar. Hlé er í miðri sýningu og þannig tækifæri til að standa upp. „Ég held þetta henti ungum sem öldnum, það er frítt fyrir tveggja ára og yngri.“ Unnið var að því í vikunni að koma sirkustjaldinu. Áhorfendapallar komu upp í gær og sviðið verður sett upp í dag. Sirkusinn safnaði fyrir tjaldinu fyrir ellefu árum. Sirrý Fjóla segir það hafa verið algjöran leikbreyti að fá tjaldið. Sirrý segir töfrandi að sitja á sýningunni inni í tjaldinu. Sirkus Íslands „Það var mikill leikbreytir fyrir sirkus á Íslandi að fá tjaldið. Þetta verður svo ekta fyrir áhorfandann að vera inni í sirkustjaldi, og gerir þetta meira grand. Tjaldið hefur nýst mjög vel og það er svo töfrandi og ævintýralegt að sýna inni því.“ Sumir hafi sirkusinn að atvinnu Alls eru fjórtán að sýna í Sirkusnum og dagskráin afar fjölbreytt. Til dæmis verði línudans, jöggl, húlla, loftfimleikar og trúðar. „Þetta er mjög fjölbreytt. Það er alltaf eitthvað spennandi og allavega eitt atriði sem er mjög hættulegt. Öll atriðin eru með einhverja áhættu, annars væri þetta ekki spennandi, en ég mæli ekki með að fólk geri það heima sem við gerum þarna.“ Hún segir misjafnt hvort fólk vinni við sirkuslistir allt árið eða hvort þau komi aðeins inn á sýningunum. „Sumir eru að sýna á útihátíðum, í leikskólum og víðar allan ársins hring. Svona stór sýning er aðeins á sumrin,“ segir hún og að sýningin fari ekkert á flakk á þessu ári, heldur verði aðeins í Vatnsmýrinni. Sirrý á línunni. Aðsend Fyrsta sýning er á föstudag og verður svo á laugardag og sunnudag. Tekin er svo pása til fimmtudags og sýnt til sunnudags. Alls eru ellefu fjölskyldusýningar og þrjár skinnsemissýningar. Spennandi að sýna með kennaranum sínum Sirrý Fjóla byrjaði að æfa sirkus átta ára gömul og hefur ekki hætt síðan. Í dag er hún 21 árs og er línudansari í sirkusnum. Samhliða sirkus æfði hún fimleika sem hún segir hafa verið góðan grunn og farið á dansnámskeið. „Ég er aðallega að gera trikk á línunni. Labba og gera trikk, það er mitt sérsvið. Fimleikarnir koma sterkir þarna inn. Ég hef alltaf haft gaman af því sem er smá öðruvísi og skrítið. Þetta er eins og ævintýri að fá að sýna í sirkus.“ Hún segir einn annan hafa verið á námskeiði í sirkus og í hópnum sem sýni í ár sé fólk sem var að kenna á námskeiðunum. Það sé því afar spennandi að fá að sýna með kennurunum sínum. „Svo er líka fólk sem hefur lært í útlöndum. Fólkið sem stofnaði sirkusinn er með þannig þetta er gott samansafn að sirkuslistafólki.“ Menning Reykjavík Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira
„Fjölskyldusýningin er fyrir alla. Þar ættu allir að finna eitthvað við hæfi,“ segir Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir sirkuslistamaður. Sýning er ein klukkustund og 45 mínútur og hentar breiðum aldurshópi að sögn Sirrýjar. Hlé er í miðri sýningu og þannig tækifæri til að standa upp. „Ég held þetta henti ungum sem öldnum, það er frítt fyrir tveggja ára og yngri.“ Unnið var að því í vikunni að koma sirkustjaldinu. Áhorfendapallar komu upp í gær og sviðið verður sett upp í dag. Sirkusinn safnaði fyrir tjaldinu fyrir ellefu árum. Sirrý Fjóla segir það hafa verið algjöran leikbreyti að fá tjaldið. Sirrý segir töfrandi að sitja á sýningunni inni í tjaldinu. Sirkus Íslands „Það var mikill leikbreytir fyrir sirkus á Íslandi að fá tjaldið. Þetta verður svo ekta fyrir áhorfandann að vera inni í sirkustjaldi, og gerir þetta meira grand. Tjaldið hefur nýst mjög vel og það er svo töfrandi og ævintýralegt að sýna inni því.“ Sumir hafi sirkusinn að atvinnu Alls eru fjórtán að sýna í Sirkusnum og dagskráin afar fjölbreytt. Til dæmis verði línudans, jöggl, húlla, loftfimleikar og trúðar. „Þetta er mjög fjölbreytt. Það er alltaf eitthvað spennandi og allavega eitt atriði sem er mjög hættulegt. Öll atriðin eru með einhverja áhættu, annars væri þetta ekki spennandi, en ég mæli ekki með að fólk geri það heima sem við gerum þarna.“ Hún segir misjafnt hvort fólk vinni við sirkuslistir allt árið eða hvort þau komi aðeins inn á sýningunum. „Sumir eru að sýna á útihátíðum, í leikskólum og víðar allan ársins hring. Svona stór sýning er aðeins á sumrin,“ segir hún og að sýningin fari ekkert á flakk á þessu ári, heldur verði aðeins í Vatnsmýrinni. Sirrý á línunni. Aðsend Fyrsta sýning er á föstudag og verður svo á laugardag og sunnudag. Tekin er svo pása til fimmtudags og sýnt til sunnudags. Alls eru ellefu fjölskyldusýningar og þrjár skinnsemissýningar. Spennandi að sýna með kennaranum sínum Sirrý Fjóla byrjaði að æfa sirkus átta ára gömul og hefur ekki hætt síðan. Í dag er hún 21 árs og er línudansari í sirkusnum. Samhliða sirkus æfði hún fimleika sem hún segir hafa verið góðan grunn og farið á dansnámskeið. „Ég er aðallega að gera trikk á línunni. Labba og gera trikk, það er mitt sérsvið. Fimleikarnir koma sterkir þarna inn. Ég hef alltaf haft gaman af því sem er smá öðruvísi og skrítið. Þetta er eins og ævintýri að fá að sýna í sirkus.“ Hún segir einn annan hafa verið á námskeiði í sirkus og í hópnum sem sýni í ár sé fólk sem var að kenna á námskeiðunum. Það sé því afar spennandi að fá að sýna með kennurunum sínum. „Svo er líka fólk sem hefur lært í útlöndum. Fólkið sem stofnaði sirkusinn er með þannig þetta er gott samansafn að sirkuslistafólki.“
Menning Reykjavík Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira