Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. júlí 2025 10:57 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag, og brugðust fulltrúar annarra flokka við ávarpinu að því loknu. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39 í gærkvöldi, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Forseti þingsins hafi ekki stjórn á þinginu Bryndís Haraldsdóttir sagði í ræðu sinni að Alþingi Íslendinga væri sannarlega ekki á góðum stað í dag. „Hér höfum við rætt mál, mál sem hæstvirtur atvinnuvegaráðherra kom með inn í þingið. Mál sem að braut í rauninni allar reglur og leiðbeiningar stjórnarráðsins um hvernig vanda eigi til lagasetningar.“ „Mál sem kom hingað inn í þingið 30. apríl, þrátt fyrir að þingskaparlög segi að mál sem eigi að fá hér afgreiðslu þurfi að berast fyrir 1. apríl.“ Segir hún svo að stjórnarandstaðan hafi farið yfir fjölda umsagna þar sem fram koma alvarlega ábendingar um verulega galla við lögin. Stjórnarmeirihlutinn hafi haft varnarorðin að engu og ekki tekið þátt í samtali með neinum hætti. „Virðulegur forseti, þetta eru ekki einu sinni lög sem ættu að taka gildi strax. Það er ekkert sem liggur á þessari lagasetningu. Hæstvirtur ráðherra gæti svo vel farið heim í ráðuneyti og unnið þessi lög betur.“ „Okkur er fyllilega ljóst að ríkisstjórnin vill hækka skatta á útgerðina í landinu, og að sjálfsögðu hefur stjórnarmeirihlutinn heimild til þess. En við hér sem kjörnir þingmenn erum að standa vörð um gæði lagasetningar, gæði lagasetningar. Það er eitthvað sem allir þingmenn ættu að taka til sín.“ Ástandið í þinginu með eindæmum Bryndís sagði að ástandið í þinginu væri að mörgu leyti með eindæmum, og það væri ótrúlega sorglegt að samtal virðist ekki hafa getað þróast á nýju þingi. „Það er miður að forseta Alþingis hafi ekki tekist að ná betri stjórn á þingfundum og þinginu sjálfu, og að forsætisráðherra hafi ekki getað beitt sér fyrir lausnum í málinu.“ „Þegar hér er vísað í það að varaforseti Alþingis hafi í gær slitið þingfundi, þegar hann var að nálgast miðnætti, í samræmi við vinnureglur og handbók forseta,“ sagði Bryndís svo og allt ætlaði um koll að keyra á þingi. Hróp og sköll heyrðust úr þingi, þar sem kallað var „hvaða kjaftæði“ og „Jesús,“ þangað til Bryndís sneri sér við og spurði forseta hvort hún væri með orðið. Hélt hún ræðu sinni svo áfram. „Ef það er vilji hér til að keyra næturfundi út allan júlí, þá getum við svo sannarlega orðið við því. Það er kannski bara full ástæða til þess að boða forsætisnefnd saman, sem hefur ekki verið boðið saman í langan tíma, og ræða það hvernig tilhögun á að vera hér.“ „Ég segi enn og aftur, það er sorglegt á hvaða stað við erum komin. En við erum tilbúin að taka þátt í samtali um það hvernig við getum gert Alþingi Íslendinga betra,“ sagði Bryndís og lauk þar með máli sínu. „Forseti stýrir þinginu,“ kölluðu þá margir úr sal, þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. 10. júlí 2025 09:57 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag, og brugðust fulltrúar annarra flokka við ávarpinu að því loknu. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39 í gærkvöldi, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Forseti þingsins hafi ekki stjórn á þinginu Bryndís Haraldsdóttir sagði í ræðu sinni að Alþingi Íslendinga væri sannarlega ekki á góðum stað í dag. „Hér höfum við rætt mál, mál sem hæstvirtur atvinnuvegaráðherra kom með inn í þingið. Mál sem að braut í rauninni allar reglur og leiðbeiningar stjórnarráðsins um hvernig vanda eigi til lagasetningar.“ „Mál sem kom hingað inn í þingið 30. apríl, þrátt fyrir að þingskaparlög segi að mál sem eigi að fá hér afgreiðslu þurfi að berast fyrir 1. apríl.“ Segir hún svo að stjórnarandstaðan hafi farið yfir fjölda umsagna þar sem fram koma alvarlega ábendingar um verulega galla við lögin. Stjórnarmeirihlutinn hafi haft varnarorðin að engu og ekki tekið þátt í samtali með neinum hætti. „Virðulegur forseti, þetta eru ekki einu sinni lög sem ættu að taka gildi strax. Það er ekkert sem liggur á þessari lagasetningu. Hæstvirtur ráðherra gæti svo vel farið heim í ráðuneyti og unnið þessi lög betur.“ „Okkur er fyllilega ljóst að ríkisstjórnin vill hækka skatta á útgerðina í landinu, og að sjálfsögðu hefur stjórnarmeirihlutinn heimild til þess. En við hér sem kjörnir þingmenn erum að standa vörð um gæði lagasetningar, gæði lagasetningar. Það er eitthvað sem allir þingmenn ættu að taka til sín.“ Ástandið í þinginu með eindæmum Bryndís sagði að ástandið í þinginu væri að mörgu leyti með eindæmum, og það væri ótrúlega sorglegt að samtal virðist ekki hafa getað þróast á nýju þingi. „Það er miður að forseta Alþingis hafi ekki tekist að ná betri stjórn á þingfundum og þinginu sjálfu, og að forsætisráðherra hafi ekki getað beitt sér fyrir lausnum í málinu.“ „Þegar hér er vísað í það að varaforseti Alþingis hafi í gær slitið þingfundi, þegar hann var að nálgast miðnætti, í samræmi við vinnureglur og handbók forseta,“ sagði Bryndís svo og allt ætlaði um koll að keyra á þingi. Hróp og sköll heyrðust úr þingi, þar sem kallað var „hvaða kjaftæði“ og „Jesús,“ þangað til Bryndís sneri sér við og spurði forseta hvort hún væri með orðið. Hélt hún ræðu sinni svo áfram. „Ef það er vilji hér til að keyra næturfundi út allan júlí, þá getum við svo sannarlega orðið við því. Það er kannski bara full ástæða til þess að boða forsætisnefnd saman, sem hefur ekki verið boðið saman í langan tíma, og ræða það hvernig tilhögun á að vera hér.“ „Ég segi enn og aftur, það er sorglegt á hvaða stað við erum komin. En við erum tilbúin að taka þátt í samtali um það hvernig við getum gert Alþingi Íslendinga betra,“ sagði Bryndís og lauk þar með máli sínu. „Forseti stýrir þinginu,“ kölluðu þá margir úr sal, þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. 10. júlí 2025 09:57 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Kristrún ávarpar þingið óvænt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. 10. júlí 2025 09:57