Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. júlí 2025 10:57 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag, og brugðust fulltrúar annarra flokka við ávarpinu að því loknu. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39 í gærkvöldi, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Forseti þingsins hafi ekki stjórn á þinginu Bryndís Haraldsdóttir sagði í ræðu sinni að Alþingi Íslendinga væri sannarlega ekki á góðum stað í dag. „Hér höfum við rætt mál, mál sem hæstvirtur atvinnuvegaráðherra kom með inn í þingið. Mál sem að braut í rauninni allar reglur og leiðbeiningar stjórnarráðsins um hvernig vanda eigi til lagasetningar.“ „Mál sem kom hingað inn í þingið 30. apríl, þrátt fyrir að þingskaparlög segi að mál sem eigi að fá hér afgreiðslu þurfi að berast fyrir 1. apríl.“ Segir hún svo að stjórnarandstaðan hafi farið yfir fjölda umsagna þar sem fram koma alvarlega ábendingar um verulega galla við lögin. Stjórnarmeirihlutinn hafi haft varnarorðin að engu og ekki tekið þátt í samtali með neinum hætti. „Virðulegur forseti, þetta eru ekki einu sinni lög sem ættu að taka gildi strax. Það er ekkert sem liggur á þessari lagasetningu. Hæstvirtur ráðherra gæti svo vel farið heim í ráðuneyti og unnið þessi lög betur.“ „Okkur er fyllilega ljóst að ríkisstjórnin vill hækka skatta á útgerðina í landinu, og að sjálfsögðu hefur stjórnarmeirihlutinn heimild til þess. En við hér sem kjörnir þingmenn erum að standa vörð um gæði lagasetningar, gæði lagasetningar. Það er eitthvað sem allir þingmenn ættu að taka til sín.“ Ástandið í þinginu með eindæmum Bryndís sagði að ástandið í þinginu væri að mörgu leyti með eindæmum, og það væri ótrúlega sorglegt að samtal virðist ekki hafa getað þróast á nýju þingi. „Það er miður að forseta Alþingis hafi ekki tekist að ná betri stjórn á þingfundum og þinginu sjálfu, og að forsætisráðherra hafi ekki getað beitt sér fyrir lausnum í málinu.“ „Þegar hér er vísað í það að varaforseti Alþingis hafi í gær slitið þingfundi, þegar hann var að nálgast miðnætti, í samræmi við vinnureglur og handbók forseta,“ sagði Bryndís svo og allt ætlaði um koll að keyra á þingi. Hróp og sköll heyrðust úr þingi, þar sem kallað var „hvaða kjaftæði“ og „Jesús,“ þangað til Bryndís sneri sér við og spurði forseta hvort hún væri með orðið. Hélt hún ræðu sinni svo áfram. „Ef það er vilji hér til að keyra næturfundi út allan júlí, þá getum við svo sannarlega orðið við því. Það er kannski bara full ástæða til þess að boða forsætisnefnd saman, sem hefur ekki verið boðið saman í langan tíma, og ræða það hvernig tilhögun á að vera hér.“ „Ég segi enn og aftur, það er sorglegt á hvaða stað við erum komin. En við erum tilbúin að taka þátt í samtali um það hvernig við getum gert Alþingi Íslendinga betra,“ sagði Bryndís og lauk þar með máli sínu. „Forseti stýrir þinginu,“ kölluðu þá margir úr sal, þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. 10. júlí 2025 09:57 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag, og brugðust fulltrúar annarra flokka við ávarpinu að því loknu. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39 í gærkvöldi, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Forseti þingsins hafi ekki stjórn á þinginu Bryndís Haraldsdóttir sagði í ræðu sinni að Alþingi Íslendinga væri sannarlega ekki á góðum stað í dag. „Hér höfum við rætt mál, mál sem hæstvirtur atvinnuvegaráðherra kom með inn í þingið. Mál sem að braut í rauninni allar reglur og leiðbeiningar stjórnarráðsins um hvernig vanda eigi til lagasetningar.“ „Mál sem kom hingað inn í þingið 30. apríl, þrátt fyrir að þingskaparlög segi að mál sem eigi að fá hér afgreiðslu þurfi að berast fyrir 1. apríl.“ Segir hún svo að stjórnarandstaðan hafi farið yfir fjölda umsagna þar sem fram koma alvarlega ábendingar um verulega galla við lögin. Stjórnarmeirihlutinn hafi haft varnarorðin að engu og ekki tekið þátt í samtali með neinum hætti. „Virðulegur forseti, þetta eru ekki einu sinni lög sem ættu að taka gildi strax. Það er ekkert sem liggur á þessari lagasetningu. Hæstvirtur ráðherra gæti svo vel farið heim í ráðuneyti og unnið þessi lög betur.“ „Okkur er fyllilega ljóst að ríkisstjórnin vill hækka skatta á útgerðina í landinu, og að sjálfsögðu hefur stjórnarmeirihlutinn heimild til þess. En við hér sem kjörnir þingmenn erum að standa vörð um gæði lagasetningar, gæði lagasetningar. Það er eitthvað sem allir þingmenn ættu að taka til sín.“ Ástandið í þinginu með eindæmum Bryndís sagði að ástandið í þinginu væri að mörgu leyti með eindæmum, og það væri ótrúlega sorglegt að samtal virðist ekki hafa getað þróast á nýju þingi. „Það er miður að forseta Alþingis hafi ekki tekist að ná betri stjórn á þingfundum og þinginu sjálfu, og að forsætisráðherra hafi ekki getað beitt sér fyrir lausnum í málinu.“ „Þegar hér er vísað í það að varaforseti Alþingis hafi í gær slitið þingfundi, þegar hann var að nálgast miðnætti, í samræmi við vinnureglur og handbók forseta,“ sagði Bryndís svo og allt ætlaði um koll að keyra á þingi. Hróp og sköll heyrðust úr þingi, þar sem kallað var „hvaða kjaftæði“ og „Jesús,“ þangað til Bryndís sneri sér við og spurði forseta hvort hún væri með orðið. Hélt hún ræðu sinni svo áfram. „Ef það er vilji hér til að keyra næturfundi út allan júlí, þá getum við svo sannarlega orðið við því. Það er kannski bara full ástæða til þess að boða forsætisnefnd saman, sem hefur ekki verið boðið saman í langan tíma, og ræða það hvernig tilhögun á að vera hér.“ „Ég segi enn og aftur, það er sorglegt á hvaða stað við erum komin. En við erum tilbúin að taka þátt í samtali um það hvernig við getum gert Alþingi Íslendinga betra,“ sagði Bryndís og lauk þar með máli sínu. „Forseti stýrir þinginu,“ kölluðu þá margir úr sal, þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Kristrún ávarpar þingið óvænt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. 10. júlí 2025 09:57 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Kristrún ávarpar þingið óvænt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. 10. júlí 2025 09:57
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent