Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 10. júlí 2025 07:37 Þú þarft ekki að hagræða í þínu heimilisbókhaldi ef ég býð þér 5000 kr. og þú afþakkar aurinn. Tekjurnar þínar eru enn þær sömu. Þær hafa hvorki hækkað né lækkað. Hið gagnstæða virðist Samfylkingin þó halda. Skattahækkun, skattalækkun eða sömu gjöld? Fasteignamat íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hefur hækkað töluvert undanfarin ár og samkvæmt nýju fasteignamati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti í maí mun fasteignamat hækka að meðaltali um 10% á næsta ári. Fasteignaskattur er beintengdur við fasteignamat og þar af leiðandi hækka fasteignaskattar samhliða hækkun fasteignamats nema að sveitarfélögin lækki álagningarhlutfallið á móti. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að fasteignaskattar hækki ár eftir ár á sjálfsstýringu án þess að fólk fái eitthvað í staðinn. Við í Framsókn höfum bent á að þessi „sjálfvirka skattheimta“ vegna hækkaðs fasteignamats er ekki alltaf réttmæt. Hún leggur auknar álögur á fólk sem hvorki hefur fengið hærri laun né aukna greiðslugetu. Það er þungt fyrir heimilin í borginni og kemur ofan á háa vexti og þráláta verðbólgu. Skattar eiga ekki að hækka ótakmarkað vegna langvarandi húsnæðisskorts sem er afleiðing af þeirri húsnæðisstefnu sem Samfylkingin aðhyllist. Það er óumdeilt að Framsókn telur rétt að fólk borgi til samfélagsins og taki þátt í samneyslunni en það er ótrúlegt að fylgjast með málflutningi meirihluta borgarstjórnar sem virðist halda að eigendur heimila í borginni séu breiðu bökin sem þola endalausa hækkun fasteignagjalda. Eigendur íbúða í Reykjavík eru ekki einhver auðmannastétt sem getur borið ótakmarkaðar álögur. Þetta er líka ungt fólk, eldra fólk, barnafjölskyldur og tekjulágir einstaklingar. Og í lang flestum tilvikum er það bankinn sem á stærstan hluta eignarinnar ekki eigandinn sjálfur. Hlutfall ráðstöfunartekna sem fer í húsnæðiskostnað er þá meðal þess hæsta sem þekkist í Evrópu. Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar virðist þó telja að það sé bæði sjálfsagt og eðlilegt að sækja ótakmarkað fé í vasa þeirra. Ranghugmyndir og ótti við gagnrýni Nýlega lögðum við í Framsókn til að fasteignagjöld myndu ekki hækka á milli ára þrátt fyrir hækkun á fasteignamati. Þannig væru tekjur borgarinnar þær sömu og borgarbúar myndu greiða það sama í fasteignagjöld árið 2025 og 2026. Það þýðir ekkert tap fyrir borgina. Samfylkingin taldi þetta hins vegar vera skattalækkun og spurði hvernig við ætluðum að hagræða fyrir þessari lækkun. Þau skilja það ekki að það þarf ekki að hagræða fyrir áætluðum umfram tekjum. Varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar spyr eftirfarandi spurningar í grein á vísi: ,,Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári.” Framsetning borgarstjóra á málinu ber þá vott um lýðskrum þar sem hún sakar okkur um að leggja fram tillöguna á kostnað velferðarþjónustu. Staðreyndin er þó sú, eins og ítrekað hefur verið reynt að útskýra fyrir meirihlutanum, að samkvæmt tillögu Framsóknar er ekki verið að lækka tekjur borgarinnar. Þær standa í stað. Reyndar er það svo að þessi tekjustofn hefur hækkað verulega síðustu ár og það er hið gagnstæða við rýrnun. Tillagan er því ekki heldur lögð fram á kostnað velferðarþjónustu, nema síður sé. Við í Framsókn munum hér eftir sem hingað til standa þétt á bakvið grunnþjónstu borgarinnar. Um það þarf ekki að efast. Það má þó efast um forgangsröðun meirihlutans sem telur nýja selalaug í Húsdýragarðinum vera mesta forgangsmál Reykjavíkurborgar. Meirihlutinn er á svo miklum villigötum að hann virðist ekki einu sinni þola málefnalega umræðu. Þegar bent hefur verið á rangfærslur hafa þær ekki verið leiðréttar og athugasemdum verið eytt út af samfélagsmiðlum nánustu stuðningsmanna borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar. Auðvitað er öllum frjálst að ritskoða eigin samfélagsmiðla en þetta ber fyrst og fremst vott um hvað Samfylkingin óttast málefnalega gagnrýni. Dæmi hver fyrir sig. Það sem allir ættu í það minnsta að geta sammælst um er að ekki er hægt að líta á skattgreiðendur sem endalausa fjáröflunarvél fyrir gæluverkefni meirihlutans. Skattbyrði þarf að byggjast á réttlæti, skynsemi og ábyrgð en það virðist ekki vera leiðarljós núverandi meirihluta. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Þú þarft ekki að hagræða í þínu heimilisbókhaldi ef ég býð þér 5000 kr. og þú afþakkar aurinn. Tekjurnar þínar eru enn þær sömu. Þær hafa hvorki hækkað né lækkað. Hið gagnstæða virðist Samfylkingin þó halda. Skattahækkun, skattalækkun eða sömu gjöld? Fasteignamat íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hefur hækkað töluvert undanfarin ár og samkvæmt nýju fasteignamati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti í maí mun fasteignamat hækka að meðaltali um 10% á næsta ári. Fasteignaskattur er beintengdur við fasteignamat og þar af leiðandi hækka fasteignaskattar samhliða hækkun fasteignamats nema að sveitarfélögin lækki álagningarhlutfallið á móti. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að fasteignaskattar hækki ár eftir ár á sjálfsstýringu án þess að fólk fái eitthvað í staðinn. Við í Framsókn höfum bent á að þessi „sjálfvirka skattheimta“ vegna hækkaðs fasteignamats er ekki alltaf réttmæt. Hún leggur auknar álögur á fólk sem hvorki hefur fengið hærri laun né aukna greiðslugetu. Það er þungt fyrir heimilin í borginni og kemur ofan á háa vexti og þráláta verðbólgu. Skattar eiga ekki að hækka ótakmarkað vegna langvarandi húsnæðisskorts sem er afleiðing af þeirri húsnæðisstefnu sem Samfylkingin aðhyllist. Það er óumdeilt að Framsókn telur rétt að fólk borgi til samfélagsins og taki þátt í samneyslunni en það er ótrúlegt að fylgjast með málflutningi meirihluta borgarstjórnar sem virðist halda að eigendur heimila í borginni séu breiðu bökin sem þola endalausa hækkun fasteignagjalda. Eigendur íbúða í Reykjavík eru ekki einhver auðmannastétt sem getur borið ótakmarkaðar álögur. Þetta er líka ungt fólk, eldra fólk, barnafjölskyldur og tekjulágir einstaklingar. Og í lang flestum tilvikum er það bankinn sem á stærstan hluta eignarinnar ekki eigandinn sjálfur. Hlutfall ráðstöfunartekna sem fer í húsnæðiskostnað er þá meðal þess hæsta sem þekkist í Evrópu. Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar virðist þó telja að það sé bæði sjálfsagt og eðlilegt að sækja ótakmarkað fé í vasa þeirra. Ranghugmyndir og ótti við gagnrýni Nýlega lögðum við í Framsókn til að fasteignagjöld myndu ekki hækka á milli ára þrátt fyrir hækkun á fasteignamati. Þannig væru tekjur borgarinnar þær sömu og borgarbúar myndu greiða það sama í fasteignagjöld árið 2025 og 2026. Það þýðir ekkert tap fyrir borgina. Samfylkingin taldi þetta hins vegar vera skattalækkun og spurði hvernig við ætluðum að hagræða fyrir þessari lækkun. Þau skilja það ekki að það þarf ekki að hagræða fyrir áætluðum umfram tekjum. Varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar spyr eftirfarandi spurningar í grein á vísi: ,,Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári.” Framsetning borgarstjóra á málinu ber þá vott um lýðskrum þar sem hún sakar okkur um að leggja fram tillöguna á kostnað velferðarþjónustu. Staðreyndin er þó sú, eins og ítrekað hefur verið reynt að útskýra fyrir meirihlutanum, að samkvæmt tillögu Framsóknar er ekki verið að lækka tekjur borgarinnar. Þær standa í stað. Reyndar er það svo að þessi tekjustofn hefur hækkað verulega síðustu ár og það er hið gagnstæða við rýrnun. Tillagan er því ekki heldur lögð fram á kostnað velferðarþjónustu, nema síður sé. Við í Framsókn munum hér eftir sem hingað til standa þétt á bakvið grunnþjónstu borgarinnar. Um það þarf ekki að efast. Það má þó efast um forgangsröðun meirihlutans sem telur nýja selalaug í Húsdýragarðinum vera mesta forgangsmál Reykjavíkurborgar. Meirihlutinn er á svo miklum villigötum að hann virðist ekki einu sinni þola málefnalega umræðu. Þegar bent hefur verið á rangfærslur hafa þær ekki verið leiðréttar og athugasemdum verið eytt út af samfélagsmiðlum nánustu stuðningsmanna borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar. Auðvitað er öllum frjálst að ritskoða eigin samfélagsmiðla en þetta ber fyrst og fremst vott um hvað Samfylkingin óttast málefnalega gagnrýni. Dæmi hver fyrir sig. Það sem allir ættu í það minnsta að geta sammælst um er að ekki er hægt að líta á skattgreiðendur sem endalausa fjáröflunarvél fyrir gæluverkefni meirihlutans. Skattbyrði þarf að byggjast á réttlæti, skynsemi og ábyrgð en það virðist ekki vera leiðarljós núverandi meirihluta. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun