Körfubolti

Sengun í fanta­formi í sumar­fríinu

Siggeir Ævarsson skrifar
Alperen Sengun og Jabari Smith á góðri stundu í úrslitakeppninni í vor
Alperen Sengun og Jabari Smith á góðri stundu í úrslitakeppninni í vor Vísir/Getty

Enn er dágóð stund í að NBA deildin hefji aftur göngu sína og leikmenn eru flestir í sumarfríi. Það er allur gangur á því í hversu góðu formi menn snúa til æfinga að hausti en Alperen Sengun, leikmaður Houston Rockets, hefur greinilega ekki slegið slöku við í sumar.

Eins og sést á myndbandinu hér að neðan er Sengun hreinlega komin í keppnisform og það er bara júlí. Hann ver þetta skot með tilþrifum og af mikilli innlifun.

Þegar betur er að gáð virðist skotið mögulega vera á niðurleið og blokkið því ólöglegt. Karfa góð!

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×