Fannst látinn í hótelherbergi sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 06:33 Pedro Antonio Rodriguez sést hér til vinstri á myndinni eftir að hafa tapað bardaganum á móti Phillip Vela. Nokkrum klukkutímum seinna var hann látinn. @delsolboxing Eiginkonan talaði við hann eftir bardagann en heyrði svo ekkert meira fyrr en lögreglan hafði samband og lét hana vita af því að eiginmaðurinn væri allur. Mexíkóski hnefaleikakappinn Pedro Antonio Rodriguez var staddur í Bandaríkjunum þar sem hann steig inn í hnefaleikahringinn á móti Phillip Vela. Daginn eftir var þessi 37 ára gamli bardagamaður látinn. Bardaginn, sem fékk nafnið „Brawl in the Barrio“ eða „Barrio bardaginn“, fór fram í Phoenix í Ariziona fylki og Phillip Vela hafði betur. Samkvæmt frétt hjá spænska blaðinu Marca þá fór Rodriguez upp á hótelherbergið sitt eftir bardagann. Rodriguez ætlaði að fara út til að fá sér að borða en fannst svo látinn af hótelstarfsmanni á sunnudagsmorgninum. Leigubíllinn beið fyrir utan Starfsmaðurinn braust inn í hótelherbergið þegar hann fékk engin viðbrögð en þá var leigubíll að bíða eftir hnefaleikakappanum til að flytja hann út á flugvöll. Engin dánarorsök var gefin upp en lögreglurannsókn stendur yfir. Það er því ekki ljóst hvort bardaginn hafi eitthvað með það að segja hvernig fór fyrir Rodriguez. Eiginkona Rodriguez hefur komið fram og tjáð sig um fráfall eiginmannsins. Veit ekki hvað kom fyrir hann „Ég veit ekki hvað gerðist, einhvers konar áfall. Ég veit ekki hvað kom fyrir hann. Ég er mjög ringluð. Við verðum að bíða eftir niðurstöðum úr rannsókninni,“ hafði Marca eftir eiginkonu Rodriguez, Karla Valenzuela. „Hann hringdi í mig eftir bardagann og ég sá hann þá í mynd. Hann sagðist ætla að fara út að ná sér í mat en hann kæmi fljótt til baka því hann væri að fara út á flugvöll klukkan 3.30. Við ræddum ekki saman um annað,“ sagði Valenzuela. Andstæðingur Rodriguez, Phillip Vela, sagðist vera algjörlega niðurbrotinn eftir að hafa fengið fréttirnar af örlögum mótherja síns. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport) Box Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira
Mexíkóski hnefaleikakappinn Pedro Antonio Rodriguez var staddur í Bandaríkjunum þar sem hann steig inn í hnefaleikahringinn á móti Phillip Vela. Daginn eftir var þessi 37 ára gamli bardagamaður látinn. Bardaginn, sem fékk nafnið „Brawl in the Barrio“ eða „Barrio bardaginn“, fór fram í Phoenix í Ariziona fylki og Phillip Vela hafði betur. Samkvæmt frétt hjá spænska blaðinu Marca þá fór Rodriguez upp á hótelherbergið sitt eftir bardagann. Rodriguez ætlaði að fara út til að fá sér að borða en fannst svo látinn af hótelstarfsmanni á sunnudagsmorgninum. Leigubíllinn beið fyrir utan Starfsmaðurinn braust inn í hótelherbergið þegar hann fékk engin viðbrögð en þá var leigubíll að bíða eftir hnefaleikakappanum til að flytja hann út á flugvöll. Engin dánarorsök var gefin upp en lögreglurannsókn stendur yfir. Það er því ekki ljóst hvort bardaginn hafi eitthvað með það að segja hvernig fór fyrir Rodriguez. Eiginkona Rodriguez hefur komið fram og tjáð sig um fráfall eiginmannsins. Veit ekki hvað kom fyrir hann „Ég veit ekki hvað gerðist, einhvers konar áfall. Ég veit ekki hvað kom fyrir hann. Ég er mjög ringluð. Við verðum að bíða eftir niðurstöðum úr rannsókninni,“ hafði Marca eftir eiginkonu Rodriguez, Karla Valenzuela. „Hann hringdi í mig eftir bardagann og ég sá hann þá í mynd. Hann sagðist ætla að fara út að ná sér í mat en hann kæmi fljótt til baka því hann væri að fara út á flugvöll klukkan 3.30. Við ræddum ekki saman um annað,“ sagði Valenzuela. Andstæðingur Rodriguez, Phillip Vela, sagðist vera algjörlega niðurbrotinn eftir að hafa fengið fréttirnar af örlögum mótherja síns. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport)
Box Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska Sjá meira