Erlent

Að­eins eitt mál enn ó­leyst í vopnahlésviðræðum

Agnar Már Másson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, snæddu kvöldverð saman í hvítahúsinu í gær meðan vopnahlésviðræður stóðu yfir í Katar.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, snæddu kvöldverð saman í hvítahúsinu í gær meðan vopnahlésviðræður stóðu yfir í Katar. Getty

Þreyfingar hafa orðið í samingaviðræðum Hamas og Ísraelshers um 60 daga vopnahlé á Gasaströndinni. Aðeins eitt mál er enn óleyst og fjallar það um viðveru Ísraelshers á Gasa.

Aðeins eitt mál er enn óleyst í vopnahlésviðræðum á Gasa, samkvæmt heimildum Sky News

Samningaviðræður fara nú fram í Katar samhliða viðræðum í Washington milli Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Benjamíns Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sem er í heimsókn í Hvíta húsinu um þessar mundir.

Tveir heimildarmenn með beina þekkingu á samningaviðræðunum hafa sagt Sky News að ágreiningur sé enn milli Ísraels og Hamas varðandi stöðu og viðveru Ísraelshers á Gasa.

Fylkingunum hefur tekist að brúa bilið á í öllum öðrum deilumálum, þar á meðal hvað varðar veitingu mannúðaraðstoðar og kröfur Hamas um að Bandaríkin tryggi að Ísrael hefji ekki einhliða stríðið á ný þegar vopnahlé rennur út eftir 60 daga.

Hvað mannúðaraðstoð varðar herma heimildir Sky News að þriðji aðili sem hvorki Hamas né Ísrael stýrir verði notaður á svæðum þar sem Ísraelsher dregur sig til baka.

Þetta þýðir að umdeilda Gaza Humanitarian Foundation (GHF), sem er rekin sameiginlega af bandarískri stofnun og Ísrael, mun ekki geta starfað á stöðum þar sem ísraelski herinn er ekki til staðar. Talið er að Sameinuðu þjóðirnar eða aðrar viðurkenndar mannúðarstofnanir muni taka að sér stærra hlutverk á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×