Hætta við yfirtökuna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. júlí 2025 18:17 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/vilhelm BBL 212 ehf. hefur fallið frá áformum um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Fly Play hf. Félagið hefur tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Play til kauphallar. Þann 10. júní tilkynnti Fly Play hf. að félaginu hafi borist tilkynning frá félaginu BBL 212 ehf., þess efnis BBL 212 ehf. og yfirtökuhópur, sem leiddur er af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni, að yfirtökuhópurinn hygðist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. „Play hefur borist tilkynning frá BBL 212 ehf. og yfirtökuhópnum um að fallið sé frá áformum um valfrjálst tilboð,“ segir í tilkynningunni. Eftirfarandi hafi komið fram í tilkynningu frá BBL 212 og yfirtökuhópnum: „Áform og framtíðarsýn yfirtökuhópsins hafa fengið góðar viðtökur hluthafa félagsins, en eftir samtöl við hluthafa hefur komið fram að vilji margra er að Play hafi hlutabréf sín áfram skráð á aðalmarkað. Í ljósi framangreinds hefur yfirtökuhópurinn tekið ákvörðun um að falla frá áformum um að gera valfrjálst yfirtökutilboð í hlutabréf félagsins, en mun áfram styðja við félagið í komandi vegferð, sem einhugur er um meðal hluthafa félagsins.“ Í fréttatilkynningu frá Play segir að félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 20 milljónum Bandaríkjadala, eða andvirði um 2,425 milljónum króna. Fjármögnunin verði í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. Stærstu eigendur félagsins og aðrir íslenskir fjárfestar verði meðal þeirra sem taka þátt í fjármögnuninni. „Er það skýr stuðningsyfirlýsing við áframhaldandi uppbyggingu Play og breytingar sem boðaðar hafa verið á viðskiptalíkani félagsins,“ segir í tilkynningu. Breytingarnar sem boðaðar hafa verið eru eftirfarandi: Gott framboð verði til sólarlandastaða og vinsælla borga meðal Íslendinga. Fjórar flugvélar sinni flugi frá Íslandi. Vélarnar fjórar verði áfram rauðar, áhafnir frá Íslandi og á íslenskum kjarasamningum. Hinar sex vélarnar verði leigðar í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025 og borgaráfangastöðum í Norður-Evrópu fækkað. Flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi og íslenska flugrekstrarleyfinu skilað. Á sama tíma verði líkt og fyrr segir fallið frá boðuðu yfirtökutilboði í allt hlutafé. „Við áttum mörg góð samtöl við hluthafa þar sem þeir lýstu yfir miklum vilja til að hafa félagið áfram skráð á aðalmarkaði Kauphallar. Þess vegna var þessi leið farin við útfærslu á fjármögnun félagsins. Félagið hefur þess í stað safnað áskriftarloforðum að breytanlegu skuldabréfi að upphæð 2.425 m.kr. Þessi niðurstaða er skýr stuðningsyfirlýsing við áætlanir félagsins og áframhaldandi uppbyggingu. Viðbrögðin við nýju viðskiptamódeli eru góð og það er ánægjulegt að sjá aukið vægi stofnanafjárfesta í þessari fjármögnunarlotu. Við höfum nú þegar séð jákvæð áhrif breytts viðskiptalíkans á rekstur félagsins þar sem við einblínum á flugleiðir sem skila góðri afkomu og leigjum út þotur í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Við ætlum að byggja upp öflugt og gott flugfélag sem Íslendingar velja og höldum ótrauð áfram á þeirri braut,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play. Fréttin hefur verið uppfærð. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Play til kauphallar. Þann 10. júní tilkynnti Fly Play hf. að félaginu hafi borist tilkynning frá félaginu BBL 212 ehf., þess efnis BBL 212 ehf. og yfirtökuhópur, sem leiddur er af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni, að yfirtökuhópurinn hygðist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. „Play hefur borist tilkynning frá BBL 212 ehf. og yfirtökuhópnum um að fallið sé frá áformum um valfrjálst tilboð,“ segir í tilkynningunni. Eftirfarandi hafi komið fram í tilkynningu frá BBL 212 og yfirtökuhópnum: „Áform og framtíðarsýn yfirtökuhópsins hafa fengið góðar viðtökur hluthafa félagsins, en eftir samtöl við hluthafa hefur komið fram að vilji margra er að Play hafi hlutabréf sín áfram skráð á aðalmarkað. Í ljósi framangreinds hefur yfirtökuhópurinn tekið ákvörðun um að falla frá áformum um að gera valfrjálst yfirtökutilboð í hlutabréf félagsins, en mun áfram styðja við félagið í komandi vegferð, sem einhugur er um meðal hluthafa félagsins.“ Í fréttatilkynningu frá Play segir að félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 20 milljónum Bandaríkjadala, eða andvirði um 2,425 milljónum króna. Fjármögnunin verði í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. Stærstu eigendur félagsins og aðrir íslenskir fjárfestar verði meðal þeirra sem taka þátt í fjármögnuninni. „Er það skýr stuðningsyfirlýsing við áframhaldandi uppbyggingu Play og breytingar sem boðaðar hafa verið á viðskiptalíkani félagsins,“ segir í tilkynningu. Breytingarnar sem boðaðar hafa verið eru eftirfarandi: Gott framboð verði til sólarlandastaða og vinsælla borga meðal Íslendinga. Fjórar flugvélar sinni flugi frá Íslandi. Vélarnar fjórar verði áfram rauðar, áhafnir frá Íslandi og á íslenskum kjarasamningum. Hinar sex vélarnar verði leigðar í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025 og borgaráfangastöðum í Norður-Evrópu fækkað. Flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi og íslenska flugrekstrarleyfinu skilað. Á sama tíma verði líkt og fyrr segir fallið frá boðuðu yfirtökutilboði í allt hlutafé. „Við áttum mörg góð samtöl við hluthafa þar sem þeir lýstu yfir miklum vilja til að hafa félagið áfram skráð á aðalmarkaði Kauphallar. Þess vegna var þessi leið farin við útfærslu á fjármögnun félagsins. Félagið hefur þess í stað safnað áskriftarloforðum að breytanlegu skuldabréfi að upphæð 2.425 m.kr. Þessi niðurstaða er skýr stuðningsyfirlýsing við áætlanir félagsins og áframhaldandi uppbyggingu. Viðbrögðin við nýju viðskiptamódeli eru góð og það er ánægjulegt að sjá aukið vægi stofnanafjárfesta í þessari fjármögnunarlotu. Við höfum nú þegar séð jákvæð áhrif breytts viðskiptalíkans á rekstur félagsins þar sem við einblínum á flugleiðir sem skila góðri afkomu og leigjum út þotur í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Við ætlum að byggja upp öflugt og gott flugfélag sem Íslendingar velja og höldum ótrauð áfram á þeirri braut,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play. Fréttin hefur verið uppfærð.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira