Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2025 13:41 Efnin voru flutt með Norrænu til Seyðisfjarðar. Vísir/Jóhann K. Þrír karlmenn, á sextugs- og sjötugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að smygla rétt rúmum þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Spáni í apríl á þessu ári. Þeim er gefið að sök að smygla efnunum, hvers styrkleiki hafi verið á bilinu 78 til 80 prósent, í þremur pottum frá Spáni til Íslands. Sakborningarnir þrír eru 62 ára gamall maður búsettur á Íslandi, 56 ára gamall ríkisborgari Dómeníska lýðveldisins og 66 ára spænskur ríkisborgari. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að lögregla hafi fundið efnin við leit í bíl þann 13. apríl sem mennirnir voru að aka frá Reykjavík að gistihúsi á Akranesi. Fram kemur að mennirnir hafi ætlað að fjarlægja efnin úr pottunum og undirbúa söludreifinguna á þessu gistiheimili. Mennirnir eru sagðir hafa skipt með sér verkum. Spánverjinn er sagður hafa flutt efnin frá Spáni til Íslands með farþegaferjunni Norrrænu, en efnin munu hafa verið falin í pottunum sem voru ofan í ferðatösku. Hann hafi komið hingað til lands, til Seyðisfjarðar, þann 9. apríl og haldið ferð sinni áfram suður með langferðabílum. Hann hafi komið til Reykjavíkur 11. apríl, og dvalið á hóteli í Lágmúla þangað til hann var sóttur tveimur dögum síðar. Þann dag er hann sagður hafa fengið fimm þúsund evrur lagðar inn á bankareikning sinn. Mennirnir eru sagðir hafa ætlað að taka efnin úr pottunum á Akranesi.Vísir/Arnar Dóminíkinn hafi þar áður sett sig í samband við óþekktan mann á Spáni í því skyni að útvega fíkniefnin. Síðan hafi hann afhent Spánverjanum þau, þegar þeir voru á Spáni, þann 4. apríl, og gefið honum leiðbeiningar um ferðatilhögun, og lagt út fyrir ferðakostnaði. Þá hafi hann samið við óþekktan mann um greiðslur til þeirra fyrir að flytja efnin til Íslands. Dóminíkinn mun hafa komið hingað til lands með flugi frá Madríd aðfaranótt 13 apríl. Sá sem er búsettur á Íslandi mun hafa tekið á móti honum á Keflavíkurflugvelli og ekið honum að gistihúsinu á Akranesi. Síðar sama dag hafi Dóminíkinn og sá sem er búsettur á Íslandi sótt Spánverjann á hótelið í Reykjavík, og tekið með í leiðinni vog og smelluláspoka frá öðrum stað í Reykjavík. Samkvæmt ákæru hafði sá sem er búsettur hér á landi átt í samskiptum við óþekktan mann til að útvega þessi verkfæri. Jafnframt hafi hann tekið fimm þúsund evrur úr hraðbanka dagana á undan og afhent Dóminíkanum tvö þúsund evrur sem hluta af greiðslu hans fyrir innflutninginn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Héraðssaksóknari höfðar málið og krefst þess að ýmsir munir verði gerðir upptækir, líkt og fíkniefnin, vog, smelluláspokar, evrurnar sem mennirnir voru með, og símar þeirra þriggja. Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Norræna Akranes Reykjavík Múlaþing Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Sakborningarnir þrír eru 62 ára gamall maður búsettur á Íslandi, 56 ára gamall ríkisborgari Dómeníska lýðveldisins og 66 ára spænskur ríkisborgari. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að lögregla hafi fundið efnin við leit í bíl þann 13. apríl sem mennirnir voru að aka frá Reykjavík að gistihúsi á Akranesi. Fram kemur að mennirnir hafi ætlað að fjarlægja efnin úr pottunum og undirbúa söludreifinguna á þessu gistiheimili. Mennirnir eru sagðir hafa skipt með sér verkum. Spánverjinn er sagður hafa flutt efnin frá Spáni til Íslands með farþegaferjunni Norrrænu, en efnin munu hafa verið falin í pottunum sem voru ofan í ferðatösku. Hann hafi komið hingað til lands, til Seyðisfjarðar, þann 9. apríl og haldið ferð sinni áfram suður með langferðabílum. Hann hafi komið til Reykjavíkur 11. apríl, og dvalið á hóteli í Lágmúla þangað til hann var sóttur tveimur dögum síðar. Þann dag er hann sagður hafa fengið fimm þúsund evrur lagðar inn á bankareikning sinn. Mennirnir eru sagðir hafa ætlað að taka efnin úr pottunum á Akranesi.Vísir/Arnar Dóminíkinn hafi þar áður sett sig í samband við óþekktan mann á Spáni í því skyni að útvega fíkniefnin. Síðan hafi hann afhent Spánverjanum þau, þegar þeir voru á Spáni, þann 4. apríl, og gefið honum leiðbeiningar um ferðatilhögun, og lagt út fyrir ferðakostnaði. Þá hafi hann samið við óþekktan mann um greiðslur til þeirra fyrir að flytja efnin til Íslands. Dóminíkinn mun hafa komið hingað til lands með flugi frá Madríd aðfaranótt 13 apríl. Sá sem er búsettur á Íslandi mun hafa tekið á móti honum á Keflavíkurflugvelli og ekið honum að gistihúsinu á Akranesi. Síðar sama dag hafi Dóminíkinn og sá sem er búsettur á Íslandi sótt Spánverjann á hótelið í Reykjavík, og tekið með í leiðinni vog og smelluláspoka frá öðrum stað í Reykjavík. Samkvæmt ákæru hafði sá sem er búsettur hér á landi átt í samskiptum við óþekktan mann til að útvega þessi verkfæri. Jafnframt hafi hann tekið fimm þúsund evrur úr hraðbanka dagana á undan og afhent Dóminíkanum tvö þúsund evrur sem hluta af greiðslu hans fyrir innflutninginn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Héraðssaksóknari höfðar málið og krefst þess að ýmsir munir verði gerðir upptækir, líkt og fíkniefnin, vog, smelluláspokar, evrurnar sem mennirnir voru með, og símar þeirra þriggja.
Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Norræna Akranes Reykjavík Múlaþing Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira