Körfubolti

Mikil blóð­taka fyrir Vals­menn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristinn Pálsson skilur eftir sig stórt skarð í Valsliðinu.
Kristinn Pálsson skilur eftir sig stórt skarð í Valsliðinu. Vísir/Anton Brink

Landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson mun ekki spila með Valsmönnum í Bónus-deildinni næsta vetur þar sem hann er á leið í atvinnumennsku.

Kristinn hefur samið við ítalska félagið Basket Jesi sem leikur í B-deildinni þar í landi.

Kristinn hefur leikið með Valsmönnum síðustu tvö ár og verið algjör lykilmaður í þeirra liði. Hann mun skilja eftir sig skarð sem erfitt verður að fylla.

Landsliðsmaðurinn knái er orðinn 27 ára gamall. Hann er uppalinn hjá Njarðvík en hefur einnig leikið með Grindavík hér heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×