Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2025 11:22 Teikning af innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga vill að við gerð svæðisskipulags Suðurnesja fyrir tímabilið 2024 til 2040 verði tekið jákvætt í tillögu starfshóps innviðaráðuneytis um að svæði í Hvassahrauni verði tekið frá undir framtíðarflugvallarstæði. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs síðastliðinn miðvikudag. Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, kynntu niðurstöðu starfshópsins þann 1. október síðastliðinn. Þar kom fram að starfshópurinn teldi að svæðið hentaði veðurfarslega undir flugvöll og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. Hölluðust Svandís og Einar bæði að því að haldið yrði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni. Frá kynningu á niðurstöðu starfshóps um Hvassahraunsflugvöll síðastliðið haust. Frá vinstri eru Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og til hægri er Daði Baldur Ottósson, verkefnisstjóri starfshóps um almenningssamgöngur.Vilhelm Gunnarsson Eftir að þessi niðurstaða var kynnt gerðist það í síðustu eldsumbrotum á Sundhnúksgígaröðinni í byrjun aprílmánaðar að kvikugangur var að mati sérfræðinga Veðurstofunnar talinn hafa náð langleiðina að Kúagerði og fyrirhuguðu flugvallarstæði í Hvassahrauni. Kvikugangurinn braut sér á endanum leið til yfirborðs mun sunnar á gossprungunni með litlu eldgosi í útjaðri Grindavíkur en fjallað var um þessa ógn í þessari frétt: Í drögum að nýju svæðisskipulagi fyrir Suðurnes er ekki tekin afstaða til Hvassahraunsflugvallar en vísað til þeirrar tillögu starfshóps innviðaráðuneytisins frá því síðastliðið haust að svæðið verði tekið frá undir flugvöll. „Svæðisskipulagsnefnd hefur ekki mótað sér afstöðu til slíkrar landnotkunar. Í kynningu þessarar vinnslutillögu er sérstaklega óskað eftir athugasemdum við þá landnotkun eins og hún er kynnt og rökstudd í skýrslunni. Þær hugmyndir eru ekki reifaðar frekar hér heldur vísar nefndin í skýrslu starfshóps innviðaráðuneytisins,“ segir í greinargerð svæðisskipulagsnefndar. Kvikugangurinn sem myndaðist í byrjun aprílmánaðar náði langleiðina að fyrirhuguðu flugvallarstæði í Hvassahrauni, miðað við þá mynd sem teiknaðist upp af skjálftavirkninni.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Sveitarfélagið Vogar kom á framfæri ábendingu við svæðisskipulag Suðurnesja þar sem segir: „Er vert að benda á að niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. Það er lagt til að tekið verði jákvætt í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni sem myndi þjóna kennslu-, æfinga- og einkaflugi, innanlandsflugi og sem varaflugvöllur millilandaflugs. Það yrði mikill akkur fyrir svæðið ef starfsemin hér að framan yrði flutt frá Reykjavík.“ Ráðamenn Icelandair létu á sínum tíma skoða hvernig sameinaður innanlands- og millilandaflugvöllur gæti litið út í Hvassahrauni. Þeir hafa síðan fallið frá stuðningi við Hvassahraunsflugvöll og sagðist forstjóri Icelandair í fyrra afskrifa flugvöll þar.Mynd/Goldberg Partners International. Bæjarráð Voga fylgir svo ábendingunni eftir með svohljóðandi samþykkt í síðustu viku um tillögu að svæðisskipulagi Suðurnesja: „Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða en bendir á að í skipulagsáætlunum sveitarfélagsins er gert ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni og er það vilji sveitarfélagsins að tekið verði jákvætt í það.“ Vogar Skipulag Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Samgöngur Tengdar fréttir Landris heldur áfram í Svartsengi Landris og jarðskjálftavirkni halda áfram í Svartsengi og hefur virkni verið stöðug síðustu vikur. Kvikusöfnun í hólfinu undir Svartsengi hefur haldið áfram, en ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati. 1. júlí 2025 13:00 Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. 2. apríl 2025 21:43 Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, kynntu niðurstöðu starfshópsins þann 1. október síðastliðinn. Þar kom fram að starfshópurinn teldi að svæðið hentaði veðurfarslega undir flugvöll og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. Hölluðust Svandís og Einar bæði að því að haldið yrði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni. Frá kynningu á niðurstöðu starfshóps um Hvassahraunsflugvöll síðastliðið haust. Frá vinstri eru Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og til hægri er Daði Baldur Ottósson, verkefnisstjóri starfshóps um almenningssamgöngur.Vilhelm Gunnarsson Eftir að þessi niðurstaða var kynnt gerðist það í síðustu eldsumbrotum á Sundhnúksgígaröðinni í byrjun aprílmánaðar að kvikugangur var að mati sérfræðinga Veðurstofunnar talinn hafa náð langleiðina að Kúagerði og fyrirhuguðu flugvallarstæði í Hvassahrauni. Kvikugangurinn braut sér á endanum leið til yfirborðs mun sunnar á gossprungunni með litlu eldgosi í útjaðri Grindavíkur en fjallað var um þessa ógn í þessari frétt: Í drögum að nýju svæðisskipulagi fyrir Suðurnes er ekki tekin afstaða til Hvassahraunsflugvallar en vísað til þeirrar tillögu starfshóps innviðaráðuneytisins frá því síðastliðið haust að svæðið verði tekið frá undir flugvöll. „Svæðisskipulagsnefnd hefur ekki mótað sér afstöðu til slíkrar landnotkunar. Í kynningu þessarar vinnslutillögu er sérstaklega óskað eftir athugasemdum við þá landnotkun eins og hún er kynnt og rökstudd í skýrslunni. Þær hugmyndir eru ekki reifaðar frekar hér heldur vísar nefndin í skýrslu starfshóps innviðaráðuneytisins,“ segir í greinargerð svæðisskipulagsnefndar. Kvikugangurinn sem myndaðist í byrjun aprílmánaðar náði langleiðina að fyrirhuguðu flugvallarstæði í Hvassahrauni, miðað við þá mynd sem teiknaðist upp af skjálftavirkninni.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Sveitarfélagið Vogar kom á framfæri ábendingu við svæðisskipulag Suðurnesja þar sem segir: „Er vert að benda á að niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. Það er lagt til að tekið verði jákvætt í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni sem myndi þjóna kennslu-, æfinga- og einkaflugi, innanlandsflugi og sem varaflugvöllur millilandaflugs. Það yrði mikill akkur fyrir svæðið ef starfsemin hér að framan yrði flutt frá Reykjavík.“ Ráðamenn Icelandair létu á sínum tíma skoða hvernig sameinaður innanlands- og millilandaflugvöllur gæti litið út í Hvassahrauni. Þeir hafa síðan fallið frá stuðningi við Hvassahraunsflugvöll og sagðist forstjóri Icelandair í fyrra afskrifa flugvöll þar.Mynd/Goldberg Partners International. Bæjarráð Voga fylgir svo ábendingunni eftir með svohljóðandi samþykkt í síðustu viku um tillögu að svæðisskipulagi Suðurnesja: „Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða en bendir á að í skipulagsáætlunum sveitarfélagsins er gert ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni og er það vilji sveitarfélagsins að tekið verði jákvætt í það.“
Vogar Skipulag Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Samgöngur Tengdar fréttir Landris heldur áfram í Svartsengi Landris og jarðskjálftavirkni halda áfram í Svartsengi og hefur virkni verið stöðug síðustu vikur. Kvikusöfnun í hólfinu undir Svartsengi hefur haldið áfram, en ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati. 1. júlí 2025 13:00 Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. 2. apríl 2025 21:43 Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Landris heldur áfram í Svartsengi Landris og jarðskjálftavirkni halda áfram í Svartsengi og hefur virkni verið stöðug síðustu vikur. Kvikusöfnun í hólfinu undir Svartsengi hefur haldið áfram, en ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati. 1. júlí 2025 13:00
Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. 2. apríl 2025 21:43
Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20