Íslenski boltinn

Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Árni Snær Ólafsson,  markvörður Stjörnumanna, var í sviðsljósinu í rigningunni í Kaplakrika í gær.
Árni Snær Ólafsson,  markvörður Stjörnumanna, var í sviðsljósinu í rigningunni í Kaplakrika í gær.

Stjörnumarkvörðurinn Árni Snær Ólafsson var í sviðsljósinu í leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi en nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli og FH-ingar sluppu fyrir vikið upp úr fallsæti.

Andri Rúnar Bjarnason kom Stjörnunni yfir úr umdeildri vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks, víti sem hann fiskaði sjálfur.

FH fékk líka víti stuttu síðar þegar Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, braut klaufalega á Birni Daníel Sverrissyni, fyrirliða FH. Árni bætti fyrir það með því að verja vítið frá Kjartani Kára Halldórssyni.

Árni fékk hins vegar á sig jöfnunarmark í seinni hálfleiknum og það var af skrautlegu gerðinni.

FH-ingurinn Úlfur Ágúst Björnsson var þá fljótur að átta sig að Árni var staddur of langt út úr markinu og skaut yfir hann af mjög löngu færi.

Hér fyrir neðan má sjá vítin og mörkin úr leiknum.

Klippa: Mörkin og vítin úr leik FH og Stjörnunnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×