Körfubolti

Tyrese Hali­burton missir af öllu næsta tíma­bili

Siggeir Ævarsson skrifar
Tyrese Haliburton sleit hásin í fyrsta leikhluta oddaleiks úrslitaeinvígis NBA deildarinnar í vor
Tyrese Haliburton sleit hásin í fyrsta leikhluta oddaleiks úrslitaeinvígis NBA deildarinnar í vor Vísir/Getty

Tyrese Hali­burton, leikmaður Indiana Pacers og ein skærasta stjarna liðsins, mun missa af öllu næsta tímabili í NBA eftir að hafa slitið hásin í oddaleik Pacers og OKC í vor.

Þessi tíðindi þurfa ekki að koma á óvart enda er bataferlið eftir hásinaslit langt og strangt en það er ljóst að stjórnendur liðsins ætla ekki að taka neina áhættu með endurkomu Hailburton, sem er launahæsti leikmaður liðsins og samningsbundinn út tímabilið 2029.

Kevin Pritchard, forseti liðsins, tilkynnti þetta formlega nú rétt í þessu.

„Ég er sannfærður um að hann komi til baka betri en nokkru sinni fyrr. Hann mun samt ekki spila næsta vetur. Við tökum enga áhættu með það.“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×