Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2025 18:21 Kristján Haukur Magnússonn lenti í því miður skemmtilega atvki að vera stunginn í rassinn á laugardag. Sem betur náði hann að koma sér undan árásarmönnunum þremur sem er enn leitað að. Aðsend/Vísir/Vilhelm Íbúi í miðborginni segist ekki skilja hvers vegna þrír menn réðust á hann við Fógetatorg og stungu hann í rassinn. Hann heilsaði þeim á leið sinni heim eftir verslunarferð og þeir réðust á hann í kjölfarið. Hann á erfitt með svefn og lestur eftir árásina. Greint var frá því í dag að lögreglan leiti enn þriggja manna af erlendum uppruna sem réðust á mann í miðborginni í eftirmiðdag laugardags og stungu hann í rassinn. Kristján Haukur Magnússon, 43 ára íbúi í miðborginni, er sá sem ráðist var á en hann var að ganga inn um dyrnar að Aðalstræti 9 við Fógetagarðinn þegar atvikið átti sér stað. Vísir ræddi við Kristján um atvikið og eftirmála þess. Fann fyrir pinna þrýsta á rassinn „Ég er vanur að ganga mikið og hafði rétt áður farið í langan göngutúr út á Gróttu og í Krónuna á Granda og til baka,“ segir Kristján Haukur um aðdragandann að árásinni. „Það er alltaf fólk hangandi þarna í sundinu að reykja,“ segir Kristján sem sá mennina í sundinu við Fógetagarðinn áður en atvikið átti sér stað. Hann hafi heyrt þá tala saman á arabísku og ákvað að heilsa þeim á málinu. Í kjölfarið hafi hann heyrt þá ræða saman sín á milli um hann. Kristján Haukur er enn að jafna sig eftir árásina þó áverkarnir hafi ekki verið miklir. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað þeir vildu en ég skil smá arabísku og heyrði að þeir sögðust ætla að ráðast á mig,“ segir Kristján. Hann ákvað þá að drífa sig inn á stigaganginn en mennirnir hafi farið á eftir honum. „Ég ýtti á hurðina til að komast inn og fann þá pinna þrýsta á rassinn á mér. Ég hélt að þeir væru bara að þrýsta einhverju að mér, ég fann ekki fyrir sársaukanum.“ Um leið og hann fann fyrir potinu þá flýtti hann sér inn og lokaði á eftir sér. Mennirnir hafi reynt að þröngva sér inn en ekki haft erindi sem erfiði. „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann,“ segir Kristján Haukur. Gerði sér ekki strax grein fyrir hvað hefði gerst Eftir atvikið segir Kristján að það hafi tekið sig smá stund að fatta hvað hefði gerst. Hann hafi ætlað að halda áfram með hversdaginn eins og ekkert hefði í skorist. „Ég fattaði ekkert strax. Ég fór bara upp með vörurnar, settist niður og hélt að það væri allt í lagi með mig,“ segir Kristján Hann hafi ætlað að halda áfram að horfa á sjónvarpið, fantasíuþættina The Sandman, þegar hann uppgötvaði að hann væri með áverka. „Adrenalínið fór á fullt og ég skynjaði ekki alveg strax hvað væri um að vera. Síðan hringdi ég á sjúkrabíl en gat ekki talað,“ segir Kristján. Vegna adrenalínsins hafi hann verið alveg óðamála. „Ég fór að tala rosahratt, svo hratt að þeir hjá 112 skildu mig ekki. Þannig að ég fór aftur út og mætti þar annarri manneskju og þurfti að biðja hana um að hringja í Neyðarlínuna,“ Viðkomandi hringdi á sjúkrabíl sem kom skömmu síðar og fór með Kristján upp á bráðamóttökuna. Þar hafi þurft að sauma nokkra sauma í hann eftir skurðinn. Geti ekki lesið og eigi erfitt með svefn Árásin hefur haft töluverð áhrif á daglegt líf Kristjáns. „Ég á erfitt með að sofa, sitja og lesa,“ segir hann. „Ég er rosavanur því að slaka á að með því að lesa og ég get ekki gert það.“ Kristján segist ekki reiður en hann skilji hins vegar ekki hvers vegna þeir réðust á hann. „Ég er ekki reiður, ég er ekki fúll. Hvernig á ég að vera reiður út í manneskju sem ég veit ekki hver er,“ segir hann. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira
Greint var frá því í dag að lögreglan leiti enn þriggja manna af erlendum uppruna sem réðust á mann í miðborginni í eftirmiðdag laugardags og stungu hann í rassinn. Kristján Haukur Magnússon, 43 ára íbúi í miðborginni, er sá sem ráðist var á en hann var að ganga inn um dyrnar að Aðalstræti 9 við Fógetagarðinn þegar atvikið átti sér stað. Vísir ræddi við Kristján um atvikið og eftirmála þess. Fann fyrir pinna þrýsta á rassinn „Ég er vanur að ganga mikið og hafði rétt áður farið í langan göngutúr út á Gróttu og í Krónuna á Granda og til baka,“ segir Kristján Haukur um aðdragandann að árásinni. „Það er alltaf fólk hangandi þarna í sundinu að reykja,“ segir Kristján sem sá mennina í sundinu við Fógetagarðinn áður en atvikið átti sér stað. Hann hafi heyrt þá tala saman á arabísku og ákvað að heilsa þeim á málinu. Í kjölfarið hafi hann heyrt þá ræða saman sín á milli um hann. Kristján Haukur er enn að jafna sig eftir árásina þó áverkarnir hafi ekki verið miklir. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað þeir vildu en ég skil smá arabísku og heyrði að þeir sögðust ætla að ráðast á mig,“ segir Kristján. Hann ákvað þá að drífa sig inn á stigaganginn en mennirnir hafi farið á eftir honum. „Ég ýtti á hurðina til að komast inn og fann þá pinna þrýsta á rassinn á mér. Ég hélt að þeir væru bara að þrýsta einhverju að mér, ég fann ekki fyrir sársaukanum.“ Um leið og hann fann fyrir potinu þá flýtti hann sér inn og lokaði á eftir sér. Mennirnir hafi reynt að þröngva sér inn en ekki haft erindi sem erfiði. „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann,“ segir Kristján Haukur. Gerði sér ekki strax grein fyrir hvað hefði gerst Eftir atvikið segir Kristján að það hafi tekið sig smá stund að fatta hvað hefði gerst. Hann hafi ætlað að halda áfram með hversdaginn eins og ekkert hefði í skorist. „Ég fattaði ekkert strax. Ég fór bara upp með vörurnar, settist niður og hélt að það væri allt í lagi með mig,“ segir Kristján Hann hafi ætlað að halda áfram að horfa á sjónvarpið, fantasíuþættina The Sandman, þegar hann uppgötvaði að hann væri með áverka. „Adrenalínið fór á fullt og ég skynjaði ekki alveg strax hvað væri um að vera. Síðan hringdi ég á sjúkrabíl en gat ekki talað,“ segir Kristján. Vegna adrenalínsins hafi hann verið alveg óðamála. „Ég fór að tala rosahratt, svo hratt að þeir hjá 112 skildu mig ekki. Þannig að ég fór aftur út og mætti þar annarri manneskju og þurfti að biðja hana um að hringja í Neyðarlínuna,“ Viðkomandi hringdi á sjúkrabíl sem kom skömmu síðar og fór með Kristján upp á bráðamóttökuna. Þar hafi þurft að sauma nokkra sauma í hann eftir skurðinn. Geti ekki lesið og eigi erfitt með svefn Árásin hefur haft töluverð áhrif á daglegt líf Kristjáns. „Ég á erfitt með að sofa, sitja og lesa,“ segir hann. „Ég er rosavanur því að slaka á að með því að lesa og ég get ekki gert það.“ Kristján segist ekki reiður en hann skilji hins vegar ekki hvers vegna þeir réðust á hann. „Ég er ekki reiður, ég er ekki fúll. Hvernig á ég að vera reiður út í manneskju sem ég veit ekki hver er,“ segir hann.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira