„Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. júlí 2025 07:01 Helgi Jean Claessen ræddi við blaðamann um tískuna. Aðsend „Ég keypti kanínuhúfu í Eistlandi sem hjálpaði mér að sigrast á óttanum við álit annarra,“ segir hlaðvarpsstjórnandinn, lífskúnstnerinn og kakókastalaprinsinn Helgi Jean Claessen. Hann fer svo sannarlega eigin leiðir í lífinu og klæðaburði sömuleiðis og ræddi við blaðamann um sinn persónulega stíl. Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það besta við tískuna er að sama hvað hver segir þá má maður ráða sjálfur hvað manni finnst vera töff. Maður má sjálfur ráða hvað er töff segir Helgi Jean!Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég keypti skrambi fínan Shaman-galla úti í Marrakesh. Svört skikkja með gylltum tígri, mjög flott. Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég tek mjög stuttan tíma í það en hef gaman að því að reyna að velja besta mögulega outfittið fyrir daginn. Helgi er ekki lengi að klæða sig en hefur gaman að því.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég er tvískiptur, stundum í svona skógarhöggsmanna eða lumberjack klæðnaði og svo elska ég glansandi flottheita bling. Lumberjack í bland við bling!Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Ég hef auðvitað alltaf reynt að vera töff frá því ég var í svörtu útvíðum buxunum með hvítu röndunum sem voru vinsælar þegar ég var í tíunda bekk. Breytingin er kannski að nú á ég efni á vönduðum klæðnaði. Helgi hefur alltaf reynt að klæða sig töff. Hér eru hann og Halldóra Geirharðs glæsileg.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Ég elska alla daga að reyna að klæða mig upp í bestu mögulegu múnderingu sem er í boði. Helgi elskar alla daga að finna bestu mögulegu múnderinguna.Aðsend Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Að það sé swag og hugrekki í fötunum. Helgi Jean, Þráinn Michelin kokkur og Hjálmar eru með swag.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Bannað að vera boring. Bannað að vera boring segir Helgi Jean.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég keypti Kanínuhúfu í Eistlandi sem hjálpaði mér mikið að sigrast á óttanum við álit annarra. Síðan þá hef ég keypt alls konar flíkur sem hafa skarað fram úr. View this post on Instagram A post shared by Helgi Jean Claessen (@helgijean) Hvað finnst þér heitast fyrir sumarið? Best að vera allsber úti í náttúrunni. Speglaselfie. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Veldu hugrekki yfir öryggi. Hér má fylgjast með Helga Jean á samfélagsmiðlinum Instagram. Tíska og hönnun Tískutal Ástin og lífið Mest lesið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það besta við tískuna er að sama hvað hver segir þá má maður ráða sjálfur hvað manni finnst vera töff. Maður má sjálfur ráða hvað er töff segir Helgi Jean!Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég keypti skrambi fínan Shaman-galla úti í Marrakesh. Svört skikkja með gylltum tígri, mjög flott. Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég tek mjög stuttan tíma í það en hef gaman að því að reyna að velja besta mögulega outfittið fyrir daginn. Helgi er ekki lengi að klæða sig en hefur gaman að því.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég er tvískiptur, stundum í svona skógarhöggsmanna eða lumberjack klæðnaði og svo elska ég glansandi flottheita bling. Lumberjack í bland við bling!Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Ég hef auðvitað alltaf reynt að vera töff frá því ég var í svörtu útvíðum buxunum með hvítu röndunum sem voru vinsælar þegar ég var í tíunda bekk. Breytingin er kannski að nú á ég efni á vönduðum klæðnaði. Helgi hefur alltaf reynt að klæða sig töff. Hér eru hann og Halldóra Geirharðs glæsileg.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Ég elska alla daga að reyna að klæða mig upp í bestu mögulegu múnderingu sem er í boði. Helgi elskar alla daga að finna bestu mögulegu múnderinguna.Aðsend Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Að það sé swag og hugrekki í fötunum. Helgi Jean, Þráinn Michelin kokkur og Hjálmar eru með swag.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Bannað að vera boring. Bannað að vera boring segir Helgi Jean.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég keypti Kanínuhúfu í Eistlandi sem hjálpaði mér mikið að sigrast á óttanum við álit annarra. Síðan þá hef ég keypt alls konar flíkur sem hafa skarað fram úr. View this post on Instagram A post shared by Helgi Jean Claessen (@helgijean) Hvað finnst þér heitast fyrir sumarið? Best að vera allsber úti í náttúrunni. Speglaselfie. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Veldu hugrekki yfir öryggi. Hér má fylgjast með Helga Jean á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tíska og hönnun Tískutal Ástin og lífið Mest lesið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira