Tíska og hönnun

„Best að vera alls­ber úti í náttúrunni“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Helgi Jean Claessen ræddi við blaðamann um tískuna.
Helgi Jean Claessen ræddi við blaðamann um tískuna. Aðsend

„Ég keypti kanínuhúfu í Eistlandi sem hjálpaði mér að sigrast á óttanum við álit annarra,“ segir hlaðvarpsstjórnandinn, lífskúnstnerinn og kakókastalaprinsinn Helgi Jean Claessen. Hann fer svo sannarlega eigin leiðir í lífinu og klæðaburði sömuleiðis og ræddi við blaðamann um sinn persónulega stíl.

Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna?

Það besta við tískuna er að sama hvað hver segir þá má maður ráða sjálfur hvað manni finnst vera töff.

Maður má sjálfur ráða hvað er töff segir Helgi Jean!Aðsend

Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju?

Ég keypti skrambi fínan Shaman-galla úti í Marrakesh. Svört skikkja með gylltum tígri, mjög flott.

Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni?

Ég tek mjög stuttan tíma í það en hef gaman að því að reyna að velja besta mögulega outfittið fyrir daginn.

Helgi er ekki lengi að klæða sig en hefur gaman að því.Aðsend

Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?

Ég er tvískiptur, stundum í svona skógarhöggsmanna eða lumberjack klæðnaði og svo elska ég glansandi flottheita bling.

Lumberjack í bland við bling!Aðsend

Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá?

Ég hef auðvitað alltaf reynt að vera töff frá því ég var í svörtu útvíðum buxunum með hvítu röndunum sem voru vinsælar þegar ég var í tíunda bekk. 

Breytingin er kannski að nú á ég efni á vönduðum klæðnaði.

Helgi hefur alltaf reynt að klæða sig töff. Hér eru hann og Halldóra Geirharðs glæsileg.Aðsend

Nýturðu þess að klæða þig upp?

Ég elska alla daga að reyna að klæða mig upp í bestu mögulegu múnderingu sem er í boði.

Helgi elskar alla daga að finna bestu mögulegu múnderinguna.Aðsend

Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði?

Að það sé swag og hugrekki í fötunum.

Helgi Jean, Þráinn Michelin kokkur og Hjálmar eru með swag.Aðsend

Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði?

Bannað að vera boring.
Bannað að vera boring segir Helgi Jean.Aðsend

Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju?

Ég keypti Kanínuhúfu í Eistlandi sem hjálpaði mér mikið að sigrast á óttanum við álit annarra. Síðan þá hef ég keypt alls konar flíkur sem hafa skarað fram úr.

Hvað finnst þér heitast fyrir sumarið?

Best að vera allsber úti í náttúrunni.

Speglaselfie. Aðsend

Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku?

Veldu hugrekki yfir öryggi.

Hér má fylgjast með Helga Jean á samfélagsmiðlinum Instagram. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.