Um forvitna yfirmanninn Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. júlí 2025 07:03 Það getur nýst mjög vel fyrir stjórnendur að vera temmilega forvitnir. Á réttan hátt. Að vera forvitinn yfirmaður er sagt skila sér í betri ákvarðanatöku, sterkari samböndum við starfsfólk og meiri uppbyggingu á frumkvæði og nýsköpun liðsheilda. Vísir/Getty Ef það eru einhverjir sem halda að nú séu þeir að detta inn í djúsí neikvæða grein um yfirmenn er best fyrir þá að hætta að lesa. Því nei, þetta er ekki neikvæð grein um forvitna yfirmenn; Þvert á móti! Að vera forvitinn yfirmaður er í raun hrós í sjálfu sér. Því það eitt og sér að vera forvitinn þýðir að viðkomandi þykist ekki vera með öll svörin sjálfur. Enda enginn yfirmaður alvitur. Í dag ætlum við hins vegar að benda á nokkur mjög fagleg og góð atriði sem yfirmenn ættu mögulega að tileinka sér. Með góðu „dashi“ af forvitni. Því þessi rétta blanda er sögð auka líkurnar á að stjórnendur taki betri ákvarðanir, byggi upp sterkari sambönd við starfsfólk sitt og hlúir betur að frumkvæðni og nýsköpun innan teyma sinna. Hér eru nokkrar leiðir til að æfa réttu uppskriftina að forvitni. Spurningarnar þrjár Það eru þrjár spurningar sem er gott að læra utan af eins og páfagaukur. Og hafa alltaf á bakvið eyrað þegar málin eru rædd. Þessar spurningar eru: Er okkur að yfirsjást eitthvað? Hvaða áskoranir gætu komið upp? Hvernig get ég haft áhrif á þessar áskoranir/hindranir? Að temja sér hugarfarið „ég veit ekki öll svörin,“ hjálpar líka. Og til að æfa okkur í þessu hugarfari er gott að skrifa niður tíu atriði sem við vitum EKKI um einhvern eða eitthvað sem telst svolítið erfitt eða flókið viðureignar í vinnunni. Galdurinn hér er að reyna EKKI að finna út svörin við þessum spurningum, heldur frekar að átta okkur betur á þeim upplýsingum sem okkur vantar. Að skilja frekar en að dæma Samkennd og allt sem snýr að tilfinningagreindinni okkar hefur sjaldan ef nokkurn tíma verið jafn mikilvægt og nú þegar gervigreindin er við það að fara að tröllríða öllu. Því er um að gera að æfa sig vel í því að efla samkenndina okkar sem við getum æft okkur í með hugarfarinu: Að skilja frekar en að dæma. Þannig að í staðinn fyrir að segja að eitthvað hafi gerst og það sé alveg ómögulegt. Væri hugarfarið; Hvers vegna ætli þetta hafi gerst sem gerðist? Ein sígild æfing til að efla samkenndina okkar er að setja okkur í spor annarra; Jafnvel þeirra sem okkur finnst hafa gert eitthvað á okkar hlut eða fara í taugarnar á okkur. Hvað ætli þau séu með í sínum bakpoka? Hvernig líður þeim? Hvað ætli felist á bakvið orð þeirra eða hegðun? Næst þegar þú hefur rétt fyrir þér… Flestir stjórnendur eru meðvitaðir um mikilvægi þess að teymi geti átt í hreinskiptum og hispurslausum samskiptum. Þannig að sem flest atriði komi fram og séu rædd. Enginn hafi neitt að óttast. Góð leið til að þjálfa okkur í forvitni er að nýta hópumræður eða fundi, þar sem þú segir eitthvað, vitandi að þú hefur rétt fyrir þér en bætir við spurningunum: Hvað finnst ykkur um…? Hver er ykkar reynsla af…? Hvers vegna hefur þú/þið gert þetta svona…? Skuggablettirnir Ekki einu sinni gervigreindin getur svarað öllu rétt. Spurningarnar okkar geta verið þess eðlis að allar upplýsingar koma ekki fram. Án þess að nokkur geri sér grein fyrir því. Þess vegna er svo mikilvægt að taka umræður í fjölbreyttum hópum. Þar sem líkur eru á skiptum skoðunum. Forvitni yfirmaðurinn reynir því frekar að taka umræður í fjölbreyttum teymum, frekar en aðeins með Já-fólkið í kringum sig. Að kalla til fundar er þó alls ekki nauðsynlegt í hvert sinn. Því ein æfing til að komast í gegnum skuggablettina svokölluðu (e. blind spots) er til dæmis að senda skilaboð til þriggja ólíkra einstaklinga sem þú treystir og biðja um endurgjöf frá þeim: Hvort þeim detti eitthvað í hug sem þér er að yfirsjást. Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Við erum oft svolítið upptekin af því að klára allt sem þarf að klára fyrir sumarfrí. Og fáum síðan jafnvel samviskubit yfir því ef okkur tekst ekki að klára allt á verkefnalistanum áður en við förum. 3. júlí 2025 07:03 Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Það er alltaf jafn eftirsótt að komast á lista VR yfir Fyrirtæki ársins, enda er það mat byggt á viðhorfi starfsfólks, sem síðan reiknast upp í eina heildareinkunn. 1. júlí 2025 07:03 Að sleikja narsisstann upp í vinnunni Í vikunni birti Donald Trump Bandaríkjaforseti afrit af skilaboðum sem hann fékk frá Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 27. júní 2025 07:00 Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Ef hlutverk Háskóla Íslands er að mæta þörfum atvinnulífsins skýtur það skökku við að ef maður les í gegnum námsvalið mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf,“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi. 25. júní 2025 07:01 Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Það skiptir engu máli hvað vinnan okkar er frábær, viðskiptavinir dásamlegir, samstarfsfélagar geggjaðir og vinnustaðurinn sá allra besti; Við eigum öll okkar móment þar sem við getum stuðast yfir minnstu málum. 19. júní 2025 07:02 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Því nei, þetta er ekki neikvæð grein um forvitna yfirmenn; Þvert á móti! Að vera forvitinn yfirmaður er í raun hrós í sjálfu sér. Því það eitt og sér að vera forvitinn þýðir að viðkomandi þykist ekki vera með öll svörin sjálfur. Enda enginn yfirmaður alvitur. Í dag ætlum við hins vegar að benda á nokkur mjög fagleg og góð atriði sem yfirmenn ættu mögulega að tileinka sér. Með góðu „dashi“ af forvitni. Því þessi rétta blanda er sögð auka líkurnar á að stjórnendur taki betri ákvarðanir, byggi upp sterkari sambönd við starfsfólk sitt og hlúir betur að frumkvæðni og nýsköpun innan teyma sinna. Hér eru nokkrar leiðir til að æfa réttu uppskriftina að forvitni. Spurningarnar þrjár Það eru þrjár spurningar sem er gott að læra utan af eins og páfagaukur. Og hafa alltaf á bakvið eyrað þegar málin eru rædd. Þessar spurningar eru: Er okkur að yfirsjást eitthvað? Hvaða áskoranir gætu komið upp? Hvernig get ég haft áhrif á þessar áskoranir/hindranir? Að temja sér hugarfarið „ég veit ekki öll svörin,“ hjálpar líka. Og til að æfa okkur í þessu hugarfari er gott að skrifa niður tíu atriði sem við vitum EKKI um einhvern eða eitthvað sem telst svolítið erfitt eða flókið viðureignar í vinnunni. Galdurinn hér er að reyna EKKI að finna út svörin við þessum spurningum, heldur frekar að átta okkur betur á þeim upplýsingum sem okkur vantar. Að skilja frekar en að dæma Samkennd og allt sem snýr að tilfinningagreindinni okkar hefur sjaldan ef nokkurn tíma verið jafn mikilvægt og nú þegar gervigreindin er við það að fara að tröllríða öllu. Því er um að gera að æfa sig vel í því að efla samkenndina okkar sem við getum æft okkur í með hugarfarinu: Að skilja frekar en að dæma. Þannig að í staðinn fyrir að segja að eitthvað hafi gerst og það sé alveg ómögulegt. Væri hugarfarið; Hvers vegna ætli þetta hafi gerst sem gerðist? Ein sígild æfing til að efla samkenndina okkar er að setja okkur í spor annarra; Jafnvel þeirra sem okkur finnst hafa gert eitthvað á okkar hlut eða fara í taugarnar á okkur. Hvað ætli þau séu með í sínum bakpoka? Hvernig líður þeim? Hvað ætli felist á bakvið orð þeirra eða hegðun? Næst þegar þú hefur rétt fyrir þér… Flestir stjórnendur eru meðvitaðir um mikilvægi þess að teymi geti átt í hreinskiptum og hispurslausum samskiptum. Þannig að sem flest atriði komi fram og séu rædd. Enginn hafi neitt að óttast. Góð leið til að þjálfa okkur í forvitni er að nýta hópumræður eða fundi, þar sem þú segir eitthvað, vitandi að þú hefur rétt fyrir þér en bætir við spurningunum: Hvað finnst ykkur um…? Hver er ykkar reynsla af…? Hvers vegna hefur þú/þið gert þetta svona…? Skuggablettirnir Ekki einu sinni gervigreindin getur svarað öllu rétt. Spurningarnar okkar geta verið þess eðlis að allar upplýsingar koma ekki fram. Án þess að nokkur geri sér grein fyrir því. Þess vegna er svo mikilvægt að taka umræður í fjölbreyttum hópum. Þar sem líkur eru á skiptum skoðunum. Forvitni yfirmaðurinn reynir því frekar að taka umræður í fjölbreyttum teymum, frekar en aðeins með Já-fólkið í kringum sig. Að kalla til fundar er þó alls ekki nauðsynlegt í hvert sinn. Því ein æfing til að komast í gegnum skuggablettina svokölluðu (e. blind spots) er til dæmis að senda skilaboð til þriggja ólíkra einstaklinga sem þú treystir og biðja um endurgjöf frá þeim: Hvort þeim detti eitthvað í hug sem þér er að yfirsjást.
Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Við erum oft svolítið upptekin af því að klára allt sem þarf að klára fyrir sumarfrí. Og fáum síðan jafnvel samviskubit yfir því ef okkur tekst ekki að klára allt á verkefnalistanum áður en við förum. 3. júlí 2025 07:03 Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Það er alltaf jafn eftirsótt að komast á lista VR yfir Fyrirtæki ársins, enda er það mat byggt á viðhorfi starfsfólks, sem síðan reiknast upp í eina heildareinkunn. 1. júlí 2025 07:03 Að sleikja narsisstann upp í vinnunni Í vikunni birti Donald Trump Bandaríkjaforseti afrit af skilaboðum sem hann fékk frá Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 27. júní 2025 07:00 Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Ef hlutverk Háskóla Íslands er að mæta þörfum atvinnulífsins skýtur það skökku við að ef maður les í gegnum námsvalið mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf,“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi. 25. júní 2025 07:01 Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Það skiptir engu máli hvað vinnan okkar er frábær, viðskiptavinir dásamlegir, samstarfsfélagar geggjaðir og vinnustaðurinn sá allra besti; Við eigum öll okkar móment þar sem við getum stuðast yfir minnstu málum. 19. júní 2025 07:02 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Bissnessinn í tónlist: „Þetta er ekki lengur eins og þetta var í gamla daga“ Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Að takast á við sjokkerandi breytingar í vinnunni Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Fjórar týpur af yfirmönnum sem eru sjálfir að drukkna í vinnu Segir mun á launum stjórnarmanna sláandi Íslenskir kvenstjórnendur: Bjartsýnar en með áhyggjur af stríði Lausnamiðuð ferilskrá og að þora Sjá meira
Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Við erum oft svolítið upptekin af því að klára allt sem þarf að klára fyrir sumarfrí. Og fáum síðan jafnvel samviskubit yfir því ef okkur tekst ekki að klára allt á verkefnalistanum áður en við förum. 3. júlí 2025 07:03
Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Það er alltaf jafn eftirsótt að komast á lista VR yfir Fyrirtæki ársins, enda er það mat byggt á viðhorfi starfsfólks, sem síðan reiknast upp í eina heildareinkunn. 1. júlí 2025 07:03
Að sleikja narsisstann upp í vinnunni Í vikunni birti Donald Trump Bandaríkjaforseti afrit af skilaboðum sem hann fékk frá Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. 27. júní 2025 07:00
Fordómar: „Mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf til“ „Ef hlutverk Háskóla Íslands er að mæta þörfum atvinnulífsins skýtur það skökku við að ef maður les í gegnum námsvalið mætti halda að á Íslandi væri ekkert sölustarf,“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi. 25. júní 2025 07:01
Að leysa hratt og vel úr málum í stað þess að pirrast Það skiptir engu máli hvað vinnan okkar er frábær, viðskiptavinir dásamlegir, samstarfsfélagar geggjaðir og vinnustaðurinn sá allra besti; Við eigum öll okkar móment þar sem við getum stuðast yfir minnstu málum. 19. júní 2025 07:02