Lífið

Sumarsalat sem lætur bragð­laukana dansa

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
erglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og gersemar útbjó nýverið litríkt og ljúffengt sumarsalat.
erglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og gersemar útbjó nýverið litríkt og ljúffengt sumarsalat.

Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og gersemar útbjó nýverið litríkt og ljúffengt sumarsalat sem er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Rétturinn er einfaldur í undirbúningi og tilvalinn á heitum dögum þegar maður langar í eitthvað létt, ferskt og bragðgott.

Berglind deildi uppskriftinni á vefsíðu sinni.

Sumarsalat með sesamdressingu -fyrir um fjóra

Hráefni:

700 g kjúklingabringur

1 haus romaine salat eða blaðsalat

½ haus rauðkál (um 400 g)

200 g gulrætur

3 stk vorlaukur

1 lúka kóríander

100 g kasjúhnetur

100 g sólblómafræ

Balsamic Fig Dressing

Spírur til skrauts

Sesame ginger Dressing

Aðferð:

Grillið kjúklingabringur og kryddið eftir smekk.

Ristið kasjúhnetur og sólblómafræ, geymið.

Skerið niður: kjúkling, salat, gulrætur, rauðkál, vorlauk og kóríander.

Setjið allt saman í skál ásamt hnetum,fræjum, hellið Sesame ginger Dressing yfir og blandið saman.

Setjið á diska, hellið Balsamic Fig Dressingu yfir og toppið með spírum.

Grillið naan brauð og njótið með Aioli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.