Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Jón Þór Stefánsson skrifar 7. júlí 2025 13:38 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Margir keppendur sem tóku þátt í þríþraut við Laugarvatn á laugardag fengu í magann að keppninni lokinni. Einn keppandi setti inn færslu á Facebook-síðu sem sér um skipulag á þríþrautum á Íslandi. Þar sagðist hann hafa fengið talsverða magapest eftir viðburðinn. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um þrjátíu manns birt athugasemd við færsluna og sagst finna fyrir því sama, en rúmlega hundrað manns tóku þátt. Líklega vatnið en ekki borgararnir Páll Geir Bjarnason, sá sem setti færsluna inn, segir í samtali við fréttastofu að hann telji að veikindin séu til komin vegna vatnsins sem fólk synti í. „Þetta er líklega bara mengað vatn og það er náttúrulega ekkert frábært. Það er fínt að fjalla um það svo fólk sé ekki að skemma sumarfríið sitt á Laugarvatni,“ segir Páll. Í athugasemdakerfinu vaknaði einnig sú tilgáta að ástæða magakveisunnar fælist í raun í hamborgurum sem hefðu verið borðaðir eftir keppnina. Páll telur það ólíklegt, enda hefur hann heyrt frá fólki sem fékk sér ekki borgara en synti í vatninu og veiktist. „Það var greinilega ekki málið. Þetta er frekar augljóst. Það var greinilega eitthvað í vatninu,“ segir Páll. Þríþrautin fór fram við og í Laugarvatni.Vísir/Vilhelm Lætur kveisuna ekki stöðva sig Þrátt fyrir magapínuna segist Páll ekki ætla að láta það stoppa sig í að taka þátt aftur. „Þetta var leiðinlegur hálfur sólarhringur og svo gekk þetta yfir,“ segir hann, og bendir á að álíka mál hafi komið upp áður. Hann segir að mögulega megi endurskoða eitthvað varðandi skipulag þrautarinnar og mæla vatnið þegar styttra er í keppni. Allskyns hlutir geti haft áhrif á það, líkt og síbreytilegt hitastig. Páll segist þó vita að skipuleggjendur þríþrautarinnar hafi haft samband við sveitarfélagið fyrir keppni. Miðað við þau svör hafi ekkert bent til að ekki væri öruggt að synda í vatninu. Þríþraut Bláskógabyggð Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Einn keppandi setti inn færslu á Facebook-síðu sem sér um skipulag á þríþrautum á Íslandi. Þar sagðist hann hafa fengið talsverða magapest eftir viðburðinn. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um þrjátíu manns birt athugasemd við færsluna og sagst finna fyrir því sama, en rúmlega hundrað manns tóku þátt. Líklega vatnið en ekki borgararnir Páll Geir Bjarnason, sá sem setti færsluna inn, segir í samtali við fréttastofu að hann telji að veikindin séu til komin vegna vatnsins sem fólk synti í. „Þetta er líklega bara mengað vatn og það er náttúrulega ekkert frábært. Það er fínt að fjalla um það svo fólk sé ekki að skemma sumarfríið sitt á Laugarvatni,“ segir Páll. Í athugasemdakerfinu vaknaði einnig sú tilgáta að ástæða magakveisunnar fælist í raun í hamborgurum sem hefðu verið borðaðir eftir keppnina. Páll telur það ólíklegt, enda hefur hann heyrt frá fólki sem fékk sér ekki borgara en synti í vatninu og veiktist. „Það var greinilega ekki málið. Þetta er frekar augljóst. Það var greinilega eitthvað í vatninu,“ segir Páll. Þríþrautin fór fram við og í Laugarvatni.Vísir/Vilhelm Lætur kveisuna ekki stöðva sig Þrátt fyrir magapínuna segist Páll ekki ætla að láta það stoppa sig í að taka þátt aftur. „Þetta var leiðinlegur hálfur sólarhringur og svo gekk þetta yfir,“ segir hann, og bendir á að álíka mál hafi komið upp áður. Hann segir að mögulega megi endurskoða eitthvað varðandi skipulag þrautarinnar og mæla vatnið þegar styttra er í keppni. Allskyns hlutir geti haft áhrif á það, líkt og síbreytilegt hitastig. Páll segist þó vita að skipuleggjendur þríþrautarinnar hafi haft samband við sveitarfélagið fyrir keppni. Miðað við þau svör hafi ekkert bent til að ekki væri öruggt að synda í vatninu.
Þríþraut Bláskógabyggð Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira