Fótbolti

Sviss­lendingarnir stálu hand­klæði Sveindísar

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sveindís þurrkar boltann í leik kvöldsins.
Sveindís þurrkar boltann í leik kvöldsins. Mynd/UEFA

Svisslendingar skipuðu boltasæki á Wankdorf-vellinum í Bern að fjarlægja handklæði sem Sveindís Jane Jónsdóttir hafði notað til að þurrka boltann fyrir löng innköst sín.

Mesta hættan við mark Sviss í leik kvöldsins hefur skapast eftir löng innköst íslenska kantmannsins en Ingibjörg Sigurðardóttir skaut í slá snemma leiks eftir eitt slíkt.

Hér má nálgast beina textalýsingu frá leik Íslands og Sviss.

Boltasækir kastar handklæðinu til Svisslendings á bekknum.Visir/Aron

Fréttamenn Vísis á vellinum í Bern náðu myndskeiði af því þegar boltasækir á vellinum var sendur á vettvang til að hirða handklæði sem Sveindís hafði notað til að þurrka boltann fyrir innkast undir lok fyrri hálfleiks. Handklæðinu var komið á bekk Svisslendinga sem óttast innköst íslenska liðsins mjög.

Staðan í hálfleik er markalaus.

Sjáðu myndskeiði að neðan.

Klippa: Svisslendingar stela handklæði Sveindísar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×