Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2025 16:00 Gunnar Nelson verður frá næstu mánuði vegna meiðslanna en vonast til að snúa aftur í hringinn fyrir árslok. Vísir/Einar Gunnar Nelson hefur þurft að draga sig út úr fyrirhugðum bardaga við Neil Magny síðar í þessum mánuði vegna meiðsla. Gunnar greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni í dag og segir það mikil vonbrigði. Gunnar átti að mæta Magny þann 19. júlí á UFC 318 í New Orleans en ekkert verður af því vegna lærameiðsla hans. Gunnar greindi frá á Instagram í dag: „Ég hef þurft að draga mig út úr fyrirhuguðum bardaga við – þann 19. Júlí vegna meiðsla aftan í læri. Ég ætla ekki að fara í mikil smáatriði varðandi meiðslin en þau eru tvískipt. Það er rifa í lærinu, sem var ekki of alvarleg og mögulega eitthvað sem við hefðum getað unnið í,“ segir Gunnar en hinn hluti meiðslanna er verri: „Hins vegar eru hin meiðslin í sininni í vöðvanum sem eru töluvert alvarlegri. Ég er í rauninni algjörlega vonlaus þegar kemur að grappling scenarios, ég get ekki glímt eða sparkað. Það er útlit fyrir að það séu átta vikur þangað til ég get farið í slíkar æfingar.“ View this post on Instagram A post shared by Gunnar Nelson (@gunninelson) Annað skipti sem hann meiðist fyrir bardaga við Magny Gunnar segist lukkulega ekki þurfa að fara undir hnífinn en gríðarleg vonbrigði séu að þurfa að draga sig úr bardaganum, sér í lagi sökum þess að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrirhugaður bardagi hans við Magny fellur upp fyrir. Öðru sinni er það vegna meiðsla Gunnars. „Góðu fréttirnar eru að ég þarf ekki að fara í aðgerð. Svo ég verð vonandi klár í lok árs. Það er markmiðið. Ég er bjartsýnn að ég jafni mig eftir nokkra mánuði. Veru frustrating one, dagsdaglega get ég gert flest en það er þetta grappling og spörk sem ég get ekki sinnt.“ „Þetta eru mikil vonbrigði, og sérstaklega pirrandi því þetta er í annað skipti sem ég þarf að draga mig út úr bardaga við Neil Magny vegna meiðsla. Svo ég mun senda á hann skilaboð. Þetta er bara það sem þetta er. Ég kann að meta stuðninginn, eins og alltaf. Vonandi mæti ég aftur undir lok árs,“ Gunnar tapaði fyrir Kevin Holland í mars, í fyrsta bardaga hans í tvö ár. Aðeins fjögurra mánaða bið átti því að vera fyrir næsta bardaga en ljóst er að sú bið lengist um sinn vegna meiðslanna. Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Gunnar átti að mæta Magny þann 19. júlí á UFC 318 í New Orleans en ekkert verður af því vegna lærameiðsla hans. Gunnar greindi frá á Instagram í dag: „Ég hef þurft að draga mig út úr fyrirhuguðum bardaga við – þann 19. Júlí vegna meiðsla aftan í læri. Ég ætla ekki að fara í mikil smáatriði varðandi meiðslin en þau eru tvískipt. Það er rifa í lærinu, sem var ekki of alvarleg og mögulega eitthvað sem við hefðum getað unnið í,“ segir Gunnar en hinn hluti meiðslanna er verri: „Hins vegar eru hin meiðslin í sininni í vöðvanum sem eru töluvert alvarlegri. Ég er í rauninni algjörlega vonlaus þegar kemur að grappling scenarios, ég get ekki glímt eða sparkað. Það er útlit fyrir að það séu átta vikur þangað til ég get farið í slíkar æfingar.“ View this post on Instagram A post shared by Gunnar Nelson (@gunninelson) Annað skipti sem hann meiðist fyrir bardaga við Magny Gunnar segist lukkulega ekki þurfa að fara undir hnífinn en gríðarleg vonbrigði séu að þurfa að draga sig úr bardaganum, sér í lagi sökum þess að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrirhugaður bardagi hans við Magny fellur upp fyrir. Öðru sinni er það vegna meiðsla Gunnars. „Góðu fréttirnar eru að ég þarf ekki að fara í aðgerð. Svo ég verð vonandi klár í lok árs. Það er markmiðið. Ég er bjartsýnn að ég jafni mig eftir nokkra mánuði. Veru frustrating one, dagsdaglega get ég gert flest en það er þetta grappling og spörk sem ég get ekki sinnt.“ „Þetta eru mikil vonbrigði, og sérstaklega pirrandi því þetta er í annað skipti sem ég þarf að draga mig út úr bardaga við Neil Magny vegna meiðsla. Svo ég mun senda á hann skilaboð. Þetta er bara það sem þetta er. Ég kann að meta stuðninginn, eins og alltaf. Vonandi mæti ég aftur undir lok árs,“ Gunnar tapaði fyrir Kevin Holland í mars, í fyrsta bardaga hans í tvö ár. Aðeins fjögurra mánaða bið átti því að vera fyrir næsta bardaga en ljóst er að sú bið lengist um sinn vegna meiðslanna.
Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira