Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 13:50 Úkraínskur stórskotaliðsmaður á vígvellinum. Rússar nota nú ólögleg efnavopn gegn úkraínskum hermönnum í auknum mæli, að sögn evrópska leyniþjónustustofnana. Vísir/Getty Evrópskar leyniþjónustustofnanir segja að Rússar noti nú ólögleg efnavopn oftar í hernaði sínum í Úkraínu en áður og hiki ekki við að nota hættulegri efni. Þær telja að herða þurfi á refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna þess. Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925 eftir að þeim var óspart beitt í skotgrafarhernaði fyrri heimstyrjaldarinnar. Samningur um bann við framleiðslu efnavopna árið 1992 bannaði þróun og geymslu slíkra vopna. Engu að síður hafa Rússar meðal annars notað dróna sem dreifa eitrinu klórópíkrín til þess að svæla úkraínska hermenn út úr skotgröfum sínum og gera þá að auðveldari skotmörkum. Klórópíkrín veldur andþrengslum en það getur verið banvænt ef því er beitt í miklu magni. Rússar hafa einnig notað hefðbundið táragas í miklum mæli. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi gert meira en níu þúsund efnavopnaárásir frá upphafi innrásarinnar árið 2022. Þrír hermenn hafi látist vegna eitursins sjálfs en mun fleiri hafi verið drepnir með hefðbundnum vopnum þegar þeir þurftu að fara úr skjóli. Leggja meiri áherslu á þróun efnavopna Hollenska og þýska leyniþjónustan gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem stofnanirnar sögðu Rússa nú grípa oftar til efnavopna og þeir noti sterkari efni en áður, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. „Við höfum orðið vör við vaxandi vilja til þess að nota slík vopn. Ógnin sem stafar af efnavopnaáætlun Rússlands fer fyrir vikið vaxandi,“ sagði Peter Reesink, yfirmaður hollensku leyniþjónustunnar. Stjórnvöld í Kreml hafi fjárfest mikið í efnavopnaáætlun sinni að undanförnu. Hún leggi nú aukna áherslu á þróun efnavopna og hafi ráðið nýja vísindamenn til þess að starfa við hana. Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Notkun efnavopna var bönnuð með Genfarsáttmálanum árið 1925 eftir að þeim var óspart beitt í skotgrafarhernaði fyrri heimstyrjaldarinnar. Samningur um bann við framleiðslu efnavopna árið 1992 bannaði þróun og geymslu slíkra vopna. Engu að síður hafa Rússar meðal annars notað dróna sem dreifa eitrinu klórópíkrín til þess að svæla úkraínska hermenn út úr skotgröfum sínum og gera þá að auðveldari skotmörkum. Klórópíkrín veldur andþrengslum en það getur verið banvænt ef því er beitt í miklu magni. Rússar hafa einnig notað hefðbundið táragas í miklum mæli. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi gert meira en níu þúsund efnavopnaárásir frá upphafi innrásarinnar árið 2022. Þrír hermenn hafi látist vegna eitursins sjálfs en mun fleiri hafi verið drepnir með hefðbundnum vopnum þegar þeir þurftu að fara úr skjóli. Leggja meiri áherslu á þróun efnavopna Hollenska og þýska leyniþjónustan gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem stofnanirnar sögðu Rússa nú grípa oftar til efnavopna og þeir noti sterkari efni en áður, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. „Við höfum orðið vör við vaxandi vilja til þess að nota slík vopn. Ógnin sem stafar af efnavopnaáætlun Rússlands fer fyrir vikið vaxandi,“ sagði Peter Reesink, yfirmaður hollensku leyniþjónustunnar. Stjórnvöld í Kreml hafi fjárfest mikið í efnavopnaáætlun sinni að undanförnu. Hún leggi nú aukna áherslu á þróun efnavopna og hafi ráðið nýja vísindamenn til þess að starfa við hana.
Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira