„Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júlí 2025 20:00 Ný aðalnámskrá verður tekin í notkun á næsta skólaári. Vísir/Vilhelm Skólastjóri í Kópavogi segir foreldra eiga erfitt með að skilja námsmat barna sinna. Íslenskir skólar standi öðrum þó framar hvað ýmsa þætti skólastarfsins varðar. Ný og endurskoðuð aðalnámsskrá grunnskóla verður tekin í notkun í skólum landsins næsta skólaár. Skólum ber þá að skipuleggja nám og kennslu út frá nýrri námsskrá og útskrifa nemendur úr 10. bekk samkvæmt endurskoðuðum viðmiðum næsta vor. Í nýrri námsskrá eru sett fram matsviðmið fyrir allar námsgreinar í lok 4., 7. og 10. bekkjar þar sem hæfni nemenda er skilgreind í löngu máli. Viðmiðin eru á skalanum A-D og er tekið fram að gera megi ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni sem skilgreind er í B. Jafnframt er skólum skylt að nota þessa kvarða við brautskráningu nemenda úr 10. bekk. Skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi segir það jákvætt skref að endurskoða námskrána en segir tilefni til að velta fyrir sér samfellu á milli skólastiga. „Okkar námsskrá er ekki eins og í framhaldsskóla. Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en fara svo í tölur í framhaldsskóla,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í viðtali við Fréttastofu Sýnar. „Foreldrar skilja þetta ekki“ Og hvað þýðir það að fá B í einkunn? Eða að vera „á réttri leið“ eða að „þarfnast þjálfunar“ eins og margir foreldrar kannast við þegar þeir skoða námsmat barna sinna í Mentor. Margir skólar skilgreina einkunnaskalann á heimasíðum sínum en á síðustu misserum hafa þau sjónarmið komið fram að námsmatið sé ekki nægilega nákvæmt. Sigrún segir það áskorun að útskýra námsskrána fyrir foreldrum. „Foreldrar skilja þetta ekki. Foreldrar skilja námskrána og skilja námið eins og þegar þau voru í skóla að fá tölur fyrir verkefnin sín. Það er alveg áskorun fyrir okkur líka að útskýra þessa námsskrá og við erum bara að vinna eftir henni.“ Sigrún segir nýja námsskrá þó hafa kosti. „Við erum mjög framarlega í mörgu öðru miðað við önnur lönd varðandi alls konar verkefni og vinnu, skapandi skil og fjölbreytileika í því. Hópavinnu og samþættingu sem ég veit að er ekkert mikið um í öðrum löndum. Námsskráin býður upp á það.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Kópavogur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Ný og endurskoðuð aðalnámsskrá grunnskóla verður tekin í notkun í skólum landsins næsta skólaár. Skólum ber þá að skipuleggja nám og kennslu út frá nýrri námsskrá og útskrifa nemendur úr 10. bekk samkvæmt endurskoðuðum viðmiðum næsta vor. Í nýrri námsskrá eru sett fram matsviðmið fyrir allar námsgreinar í lok 4., 7. og 10. bekkjar þar sem hæfni nemenda er skilgreind í löngu máli. Viðmiðin eru á skalanum A-D og er tekið fram að gera megi ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni sem skilgreind er í B. Jafnframt er skólum skylt að nota þessa kvarða við brautskráningu nemenda úr 10. bekk. Skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi segir það jákvætt skref að endurskoða námskrána en segir tilefni til að velta fyrir sér samfellu á milli skólastiga. „Okkar námsskrá er ekki eins og í framhaldsskóla. Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en fara svo í tölur í framhaldsskóla,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í viðtali við Fréttastofu Sýnar. „Foreldrar skilja þetta ekki“ Og hvað þýðir það að fá B í einkunn? Eða að vera „á réttri leið“ eða að „þarfnast þjálfunar“ eins og margir foreldrar kannast við þegar þeir skoða námsmat barna sinna í Mentor. Margir skólar skilgreina einkunnaskalann á heimasíðum sínum en á síðustu misserum hafa þau sjónarmið komið fram að námsmatið sé ekki nægilega nákvæmt. Sigrún segir það áskorun að útskýra námsskrána fyrir foreldrum. „Foreldrar skilja þetta ekki. Foreldrar skilja námskrána og skilja námið eins og þegar þau voru í skóla að fá tölur fyrir verkefnin sín. Það er alveg áskorun fyrir okkur líka að útskýra þessa námsskrá og við erum bara að vinna eftir henni.“ Sigrún segir nýja námsskrá þó hafa kosti. „Við erum mjög framarlega í mörgu öðru miðað við önnur lönd varðandi alls konar verkefni og vinnu, skapandi skil og fjölbreytileika í því. Hópavinnu og samþættingu sem ég veit að er ekkert mikið um í öðrum löndum. Námsskráin býður upp á það.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Kópavogur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira