Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Agnar Már Másson skrifar 3. júlí 2025 17:13 Til hægri er langafabarn Trampe greifa, Adam Christopher Trampe, en hann mætti með syni sínum Peter Adam Frederik Trampe. Trampe og Jón Sigurðsson eru í forgrunni á Þjóðfundarmálverkinu í forsal Alþingishússins Alþingi Afkomendur hins alræmda stiftamtmanns Jørgen Ditlev Trampe greifa eru í heimsókn á Íslandi og kíktu þeir meðal annars inn í Alþingishúsið þar sem þeir skoðuðu málverk af forföður sínum, sem mætti sem fulltrúi Danakonungs á þjóðfundinum 1851 og var mótmælt rækilega eins og frægt er. Alþingi greinir frá því á Facebook að Peter Adam Frederik Trampe hafi komið í heimsókn í Alþingishúsið í morgun en langalangafi hans var Trampe greifi sem var stiftamtmaður á Íslandi á árunum 1850-1860. Peter mætti með syni sínum Adam Christopher Trampe. „Þetta er í fyrsta sinn sem Peter kemur til Íslands og langaði hann mikið til að sjá málverk Gunnlaugs Blöndals af þjóðfundinum 1851,“ segir í færslu Alþingis. Íslendingar bera stiftamtmanninum ekki vel söguna. Það var einmitt við Trampe sem Jón Sigurðsson forseti mælti þau frægu orð: „Vér mótmælum allir.“ Fyrir fundinn hafði Trampe gefið sér að leiðtogar sjálfstæðisbaráttunnar yrðu erfiðir og farið fram á að danskir hermenn yrðu sendir til Reykjavíkur. Því var danskt herskip sent til landsins. Sú framkoma féll ekki vel í kramið á Íslendingum en auk þess lagði Trampe fram frumvarp um að Ísland yrði innlimað í Danmörku. Fundarmenn höfnuðu frumvarpi Trampe en þegar ljóst varð að meirihluti studdu frekar frumvarp Jóns og samherja hans sleit Trampe þjóðfundinum í rækilegri óþökk flestra íslensku fundarmanna. „Ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til, að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi,“ mun Jón hafa sagt. „Vér mótmælum allir.“ Skrifstofa Alþingis mótmælti aftur á móti ekki Trampe-feðgunum heldur þvert á móti þakkaði þeim fyrir heimsóknina enda er þessi stríðsöxi sennilega löngu grafin. Eða hvað? Við spyrjum að leikslokum. Alþingi Danmörk Íslandsvinir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Alþingi greinir frá því á Facebook að Peter Adam Frederik Trampe hafi komið í heimsókn í Alþingishúsið í morgun en langalangafi hans var Trampe greifi sem var stiftamtmaður á Íslandi á árunum 1850-1860. Peter mætti með syni sínum Adam Christopher Trampe. „Þetta er í fyrsta sinn sem Peter kemur til Íslands og langaði hann mikið til að sjá málverk Gunnlaugs Blöndals af þjóðfundinum 1851,“ segir í færslu Alþingis. Íslendingar bera stiftamtmanninum ekki vel söguna. Það var einmitt við Trampe sem Jón Sigurðsson forseti mælti þau frægu orð: „Vér mótmælum allir.“ Fyrir fundinn hafði Trampe gefið sér að leiðtogar sjálfstæðisbaráttunnar yrðu erfiðir og farið fram á að danskir hermenn yrðu sendir til Reykjavíkur. Því var danskt herskip sent til landsins. Sú framkoma féll ekki vel í kramið á Íslendingum en auk þess lagði Trampe fram frumvarp um að Ísland yrði innlimað í Danmörku. Fundarmenn höfnuðu frumvarpi Trampe en þegar ljóst varð að meirihluti studdu frekar frumvarp Jóns og samherja hans sleit Trampe þjóðfundinum í rækilegri óþökk flestra íslensku fundarmanna. „Ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til, að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi,“ mun Jón hafa sagt. „Vér mótmælum allir.“ Skrifstofa Alþingis mótmælti aftur á móti ekki Trampe-feðgunum heldur þvert á móti þakkaði þeim fyrir heimsóknina enda er þessi stríðsöxi sennilega löngu grafin. Eða hvað? Við spyrjum að leikslokum.
Alþingi Danmörk Íslandsvinir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent