Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2025 06:32 Sigríður segir ekki hafa verið efni til að ákæra aðra tengda málinu en Sigurjón. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun Héraðssaksóknara um að ákæra ekki fjóra menn sem Sigurjón Ólafsson, verslunarmaður sem dæmdur var fyrir gróf kynferðisbrot gegn fatlaðri konu, fékk til að hafa samræði við konuna. Sigurjón var í janúar síðastliðnum dæmdur til átta ára fangelsisvistar og til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur var ákærður í málinu. „Stórkostlega undarlegt“ Ákvörðun Héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákærur á hendur mönnunum fjórum var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, sagði til að mynda í samtali við fréttastofu á sínum tíma að hún væri fegin að Sigurjón hefði verið dæmdur fyrir brot sín, enda væru ákærur allt of sjaldan gefnar út þegar fatlað fólk er þolendur ofbeldis. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ sagði hún þó. Ríkisútvarpið hafði á sínum tíma eftir Ólafi Þór Haukssyni héraðssaksóknara að ákvörðun um að ákæra mennina ekki hefði ekki verið léttvæg. Hún hefði verið tekin að vel ígrunduðu mál og niðurstaða embættis hans hefði verið að málin þættu ekki líkleg til sakfellingar. Tóku málið til skoðunar Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis vegna málsins segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að málið hefði verið tekið til skoðunar hjá embætti hennar. Niðurstaðan hefði verið sú að ekki hafi verið efni til að gefa út ákæru á hendur öðrum en ákærða Sigurjóni. Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Sigurjón var í janúar síðastliðnum dæmdur til átta ára fangelsisvistar og til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur var ákærður í málinu. „Stórkostlega undarlegt“ Ákvörðun Héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákærur á hendur mönnunum fjórum var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, sagði til að mynda í samtali við fréttastofu á sínum tíma að hún væri fegin að Sigurjón hefði verið dæmdur fyrir brot sín, enda væru ákærur allt of sjaldan gefnar út þegar fatlað fólk er þolendur ofbeldis. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ sagði hún þó. Ríkisútvarpið hafði á sínum tíma eftir Ólafi Þór Haukssyni héraðssaksóknara að ákvörðun um að ákæra mennina ekki hefði ekki verið léttvæg. Hún hefði verið tekin að vel ígrunduðu mál og niðurstaða embættis hans hefði verið að málin þættu ekki líkleg til sakfellingar. Tóku málið til skoðunar Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis vegna málsins segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að málið hefði verið tekið til skoðunar hjá embætti hennar. Niðurstaðan hefði verið sú að ekki hafi verið efni til að gefa út ákæru á hendur öðrum en ákærða Sigurjóni.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira