Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 2. júlí 2025 15:01 Dalabyggð hefur ítrekað undanfarin misseri og ár kallað eftir viðbragði og aðgerðum dómsmálaráðherra varðandi algjört aðstöðuleysi starfsemi lögreglunnar í Búðardal og sem og þörf fyrir aukna mönnun lögreglunnar á svæðinu. Í dag hefur Lögreglustjóraembættið á Vesturlandi afnot af 9,8 fermetra skrifstofurými í Búðardal þó að þarfagreining sýni að meira þurfi til svo aðstaðan geti kallast ásættanleg og í Búðardal er einungis einn lögreglumaður búsettur og starfandi að jafnaði í 50% starfi lögreglumanns. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra um Löggæslu í Dalabyggð sem kom út í desember 2023, segir að staðsetning lögreglustöðva þurfi m.a. að taka hliðsjón af því hvar fólk býr og verkefni eiga sér stað en einnig útkallsvegalengdum, slysatíðni, viðbragðstíma, stærðar landsvæða, veðurfarsaðstæðna, færðar o.s.frv. Þá er lágmarks mönnunarþörf grenndarlögreglustöðvar í héraðinu talin vera fjórir til níu lögreglumenn. Ekki liggur fyrir skilgreining um hvaða aðstaða skuli vera til staðar en að lágmarki verði að gera kröfu til þess að þar sé aðstaða fyrir varðstofu, skýrslugerð, yfirheyrslur, starfsmannaaðstaða og bílageymsla fyrir lögreglubifreiðar ásamt fangaklefa til skammtímavistunar fanga. Það gefur því augaleið að 9,8 fermetra skrifstofa er ekki að uppfylla það lágmark sem lögreglan talar um að þurfi til. Ekki heldur dugar til að hér sé einungis 50% stöðuhlutfall lögreglumanns þó svo sá einstaklingur sem um ræðir sé öflugur á ýmsum sviðum og Dalamenn upp til hópa lög hlýðnir. Ljóst er að ef ekki er lögreglustöð í Búðardal er það eini byggðarkjarninn í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi þar sem ekki er innan við 45 mínútna akstursfjarlægð til lögreglustöðvar. Sveitarfélagið er vel staðsett landfræðilega til að þjónusta út frá þéttbýlinu Búðardal, þar sem segja má að um 80km séu í næsta þéttbýli hvert sem litið er (Reykhólar, Hólmavík, Hvammstangi, Borgarnes, Stykkishólmur), þó það svæði nái út fyrir skilgreint lögregluumdæmi Vesturlands. Niðurstaða fyrrnefndrar skýrslu Ríkislögreglustjóra er sú að verkefnafjöldi sé slíkur að mikilvægt sé að til staðar sé mönnuð lögregluvakt í Dalabyggð, þörf sé á auknum afbrotavörnum og að lögreglustöð í Búðardal verði að lágmarki mönnuð fjórum lögreglumönnum. Í dag starfar eins og fyrr sagði einn lögreglumaður í 50% starfi í Dalabyggð auk þess sem til staðar hafa verið héraðslögreglumenn. Aðrar vaktir hafa verið mannaðar með lögreglumönnum frá m.a. Akranesi og Borgarnesi en engin föst viðvera til staðar. Uppi eru áform um uppbyggingu sameiginlegs húsnæðis viðbragðsaðila í Dalabyggð og hefur lögreglustjóraembættið á Vesturlandi tekið þátt í því samtali auk annarra sem um ræðir í þeim efnum. Má þarf m.a. nefna Heilbrigðisstofnun Vesturlands vegna aðstöðu fyrir bílakost þeirrar stofnunar, slökkvilið Dalabyggðar, Björgunarsveitina Ósk og fl. Einnig hefur FSRE (Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir) verið upplýst um stöðu mála. Hjá FSRE fást þau svör að það sé skilningur á stöðunni en til þess að sú stofnun geti aðhafst sé nauðsynlegt að viðkomandi ráðuneyti gefi heimild sem og að þess sé getið með skýrum hætti í Fjármálaáætlun að gert sé ráð fyrir verkefninu. Er hér með þessu greinarkorni enn og aftur skorað á þá sem með ákvörðunarvaldið fara að stíga fast til jarðar og láta verkin tala hvað varðar aðstöðumál löggæslu, mönnun löggæslu og aðstöðu viðbragðsaðila í Búðardal. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Lögreglan Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Dalabyggð hefur ítrekað undanfarin misseri og ár kallað eftir viðbragði og aðgerðum dómsmálaráðherra varðandi algjört aðstöðuleysi starfsemi lögreglunnar í Búðardal og sem og þörf fyrir aukna mönnun lögreglunnar á svæðinu. Í dag hefur Lögreglustjóraembættið á Vesturlandi afnot af 9,8 fermetra skrifstofurými í Búðardal þó að þarfagreining sýni að meira þurfi til svo aðstaðan geti kallast ásættanleg og í Búðardal er einungis einn lögreglumaður búsettur og starfandi að jafnaði í 50% starfi lögreglumanns. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra um Löggæslu í Dalabyggð sem kom út í desember 2023, segir að staðsetning lögreglustöðva þurfi m.a. að taka hliðsjón af því hvar fólk býr og verkefni eiga sér stað en einnig útkallsvegalengdum, slysatíðni, viðbragðstíma, stærðar landsvæða, veðurfarsaðstæðna, færðar o.s.frv. Þá er lágmarks mönnunarþörf grenndarlögreglustöðvar í héraðinu talin vera fjórir til níu lögreglumenn. Ekki liggur fyrir skilgreining um hvaða aðstaða skuli vera til staðar en að lágmarki verði að gera kröfu til þess að þar sé aðstaða fyrir varðstofu, skýrslugerð, yfirheyrslur, starfsmannaaðstaða og bílageymsla fyrir lögreglubifreiðar ásamt fangaklefa til skammtímavistunar fanga. Það gefur því augaleið að 9,8 fermetra skrifstofa er ekki að uppfylla það lágmark sem lögreglan talar um að þurfi til. Ekki heldur dugar til að hér sé einungis 50% stöðuhlutfall lögreglumanns þó svo sá einstaklingur sem um ræðir sé öflugur á ýmsum sviðum og Dalamenn upp til hópa lög hlýðnir. Ljóst er að ef ekki er lögreglustöð í Búðardal er það eini byggðarkjarninn í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi þar sem ekki er innan við 45 mínútna akstursfjarlægð til lögreglustöðvar. Sveitarfélagið er vel staðsett landfræðilega til að þjónusta út frá þéttbýlinu Búðardal, þar sem segja má að um 80km séu í næsta þéttbýli hvert sem litið er (Reykhólar, Hólmavík, Hvammstangi, Borgarnes, Stykkishólmur), þó það svæði nái út fyrir skilgreint lögregluumdæmi Vesturlands. Niðurstaða fyrrnefndrar skýrslu Ríkislögreglustjóra er sú að verkefnafjöldi sé slíkur að mikilvægt sé að til staðar sé mönnuð lögregluvakt í Dalabyggð, þörf sé á auknum afbrotavörnum og að lögreglustöð í Búðardal verði að lágmarki mönnuð fjórum lögreglumönnum. Í dag starfar eins og fyrr sagði einn lögreglumaður í 50% starfi í Dalabyggð auk þess sem til staðar hafa verið héraðslögreglumenn. Aðrar vaktir hafa verið mannaðar með lögreglumönnum frá m.a. Akranesi og Borgarnesi en engin föst viðvera til staðar. Uppi eru áform um uppbyggingu sameiginlegs húsnæðis viðbragðsaðila í Dalabyggð og hefur lögreglustjóraembættið á Vesturlandi tekið þátt í því samtali auk annarra sem um ræðir í þeim efnum. Má þarf m.a. nefna Heilbrigðisstofnun Vesturlands vegna aðstöðu fyrir bílakost þeirrar stofnunar, slökkvilið Dalabyggðar, Björgunarsveitina Ósk og fl. Einnig hefur FSRE (Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir) verið upplýst um stöðu mála. Hjá FSRE fást þau svör að það sé skilningur á stöðunni en til þess að sú stofnun geti aðhafst sé nauðsynlegt að viðkomandi ráðuneyti gefi heimild sem og að þess sé getið með skýrum hætti í Fjármálaáætlun að gert sé ráð fyrir verkefninu. Er hér með þessu greinarkorni enn og aftur skorað á þá sem með ákvörðunarvaldið fara að stíga fast til jarðar og láta verkin tala hvað varðar aðstöðumál löggæslu, mönnun löggæslu og aðstöðu viðbragðsaðila í Búðardal. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun