Erlent

Ísraels­menn hafi gengist við skil­yrðum vopna­hlés

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Benjamín Netanjahú og Yoev Gallant.
Benjamín Netanjahú og Yoev Gallant. AP/Abir Sultan

Ísraelsmenn hafa gengist við „nauðsynlegum skilyrðum“ til að ganga frá sextíu daga vopnahléi. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þetta í færslu á samfélagsmiðlum seint í kvöld.

Hann birti færslu á samfélagsmiðil sinn þar sem hann sagði fulltrúa á hans vegum hafa átt árangursríkan fund með Ísraelsmönnum í dag. Ísrael hafi samþykkt skilyrði til vopnahlés.

„Á þeim tíma [dögunum sextíu] munum við vinna með öllum málsaðilum til að binda enda á stríðið. Katarar og Egyptar, sem hafa lagt sitt mörkum til að koma á friði, munu kynna þessa lokatillögu,“ segir hann í færslunni.

Hann segist vona að Hamasliðar taki samningnum.

„Því hann verður ekki betri - HANN VERÐUR BARA VERRI,“ segir Bandaríkjaforseti.

Í næstu viku mun Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sækja Bandaríkjaforseta heim í Hvíta húsið. Trump hefur sagst trúa því að Netanjahú vilji binda enda á átökin á Gasasvæðinu. Ísraelar hafa þó aukið árásir sínar á svæðinu umtalsvert undanfarna daga og fyrirskipuðu meðal annars rýmingu Norður-Gasa á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×