Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2025 13:54 Allt var með kyrrum kjörum á bílastæði N1 við Hringbraut þegar blaðamaður leit við í hádeginu í dag. Vísir/KTD Karlmaður sem réðst á rútubílstjóra á sjötugsaldri í Reykjavík á laugardagskvöld var nýbúinn að kasta upp í rútunni. Fimm unga menn þurfti til að halda aftur af árásarmanninum sem er Íslendingur um tvítugt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á sunnudaginn að farþegi í rútu hefði ráðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur. Aðrir farþegar hefðu haldið árásarmanninum niðri á bílastæði N1 við Hringbraut þar til lögregla kom á vettvang. Fékk að fljóta með í bæinn Samkvæmt heimildum fréttastofu var rútan að ferja gesti úr veislu í úthverfi Reykjavíkur um miðnætti í áframhaldandi stuð á næturlífinu í miðborginni. Um var að ræða minni gerð af rútu sem gestirnir pöntuðu sem ódýrari kost en að fara í nokkrum leigubílum niður í bæ. Samkvæmt heimildum fréttastofu er árásarmaðurinn íslenskur og um tvítugt. Hann var meðal gesta í veislunni en þó ekki hluti af þeim vinahóp sem pantaði rútuna. Hann fékk þó að fljóta með niður í bæ en ekki vildi betur til en svo að hann kastaði upp á leiðinni. Árásarmaðurinn sagði rútubílstjóranum við það tilefni að stöðva för rútunnar og hleypa sér út en rútubílstjórinn vildi ekki verða við því á miðri umferðargötu. Skipti þá engum togum heldur lét gesturinn höggin dynja á bílstjóranum sem mun vera á sjötugsaldri. Sá töluvert á andliti bílstjórans Bílstjórinn ók þá inn á bílastæði N1 við Hringbraut og hörfaði út úr rútunni. Árásarmaðurinn reyndi að ráðast aftur á bílstjórann og þurfti fjóra til fimm unga karlmenn úr rútunni til að halda aftur af honum. Í millitíðinni hafði verið hringt í lögreglu sem mætti á svæðið skömmu síðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu gafst árásarmaðurinn ekki upp fyrr en hann heyrði í sírenum lögreglubílsins sem var ekið með hraði inn á bílastæðið. Sjúkrabíll mætti í kjölfarið og var rútubílstjórinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar. Töluvert sá á andliti hans eftir árásina. Árásarmaðurinn gisti nóttina í fangageymslu og var tekin skýrsla af honum á sunnudagsmorgun. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 29. júní 2025 11:12 Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. 29. júní 2025 07:36 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á sunnudaginn að farþegi í rútu hefði ráðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur. Aðrir farþegar hefðu haldið árásarmanninum niðri á bílastæði N1 við Hringbraut þar til lögregla kom á vettvang. Fékk að fljóta með í bæinn Samkvæmt heimildum fréttastofu var rútan að ferja gesti úr veislu í úthverfi Reykjavíkur um miðnætti í áframhaldandi stuð á næturlífinu í miðborginni. Um var að ræða minni gerð af rútu sem gestirnir pöntuðu sem ódýrari kost en að fara í nokkrum leigubílum niður í bæ. Samkvæmt heimildum fréttastofu er árásarmaðurinn íslenskur og um tvítugt. Hann var meðal gesta í veislunni en þó ekki hluti af þeim vinahóp sem pantaði rútuna. Hann fékk þó að fljóta með niður í bæ en ekki vildi betur til en svo að hann kastaði upp á leiðinni. Árásarmaðurinn sagði rútubílstjóranum við það tilefni að stöðva för rútunnar og hleypa sér út en rútubílstjórinn vildi ekki verða við því á miðri umferðargötu. Skipti þá engum togum heldur lét gesturinn höggin dynja á bílstjóranum sem mun vera á sjötugsaldri. Sá töluvert á andliti bílstjórans Bílstjórinn ók þá inn á bílastæði N1 við Hringbraut og hörfaði út úr rútunni. Árásarmaðurinn reyndi að ráðast aftur á bílstjórann og þurfti fjóra til fimm unga karlmenn úr rútunni til að halda aftur af honum. Í millitíðinni hafði verið hringt í lögreglu sem mætti á svæðið skömmu síðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu gafst árásarmaðurinn ekki upp fyrr en hann heyrði í sírenum lögreglubílsins sem var ekið með hraði inn á bílastæðið. Sjúkrabíll mætti í kjölfarið og var rútubílstjórinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar. Töluvert sá á andliti hans eftir árásina. Árásarmaðurinn gisti nóttina í fangageymslu og var tekin skýrsla af honum á sunnudagsmorgun. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 29. júní 2025 11:12 Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. 29. júní 2025 07:36 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 29. júní 2025 11:12
Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. 29. júní 2025 07:36