Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2025 12:28 Blævængurinn kom í góðar þarfir í Retiro-garðinum í miðborg Madridar á Spáni í hitanum þar í gær. AP/Paul White Útlit er fyrir að hitabylgjan sem hefur steikt stóran hluta Evrópu síðustu daga nái til fleiri landa þegar líður á vikuna. Rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út sums staðar vegna ofsahitans og gróðureldar loga í Tyrklandi. Hitinn hefur farið vel yfir fjörutíu gráður á sumum stöðum og yfir þrjátíu víða á sunnan- og austanverðu meginlandi Evrópu undanfarna daga. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út í Portúgal og Ítalíu vegna hita sem sé hættulegur heilsu fólks. Í Frakklandi segir AP-fréttastofan að yfirvöld reyni sérstaklega að huga að heimilislausum, eldra fólki og fólki sem vinnur utandyra. Aldrei hafa verið gefnar út jafnmargar hitaviðvaranir í Frakklandi og nú en appelsínugular viðvaranir eru í gildi í 84 héruðum af 96 á meginlandinu. Agnes Pannier-Runacher, loftslagsmálaráðherra, lýsir ástandinu sem fordæmalausu. Hátt í tvö hundruð skólum hefur verið lokað að hluta eða alfarið vegna hitans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Þá eru hitaviðvaranir í gildi í Þýskalandi, á Bretlandi og á Balkanskaga. Á Bretlandi gæti hitinn orðið sá mesti í júní frá upphafi mælinga á sumum stöðum og í Þýskalandi búa menn sig undir allt að 38 stiga hita á morgun og miðvikudag. Áfram er spáð yfir fjörutíu hita á Spáni og í Portúgal í dag. Hitinn náði 46 gráðum í báðum löndum um helgina. Í Tyrklandi voru fjögur þorp rýmd og flugvellinum í Izmir var lokað vegna gróðurelda sem eru knúnir áfram af hitanum og sterkum vindi. Þá skemmdust nokkur sumarhús í Doganbey-héraði af völdum eldanna. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er staddur í Sevilla á Suður-Spáni vegna ráðstefnu um fátækt í heiminum. Þar sagði hann að öfgahiti væri ekki lengur sjaldgæfur atburður heldur nær daglegt brauð. „Plánetan er að hitna og verða hættulegri, ekkert land er stikkfrítt þar,“ skrifaði Guterres á samfélagsmiðla og vísaði til hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Rannsóknir sýna að hitabylgjur eru nú tíðari og skæðari vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Spánn Bretland Portúgal Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Hitinn hefur farið vel yfir fjörutíu gráður á sumum stöðum og yfir þrjátíu víða á sunnan- og austanverðu meginlandi Evrópu undanfarna daga. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út í Portúgal og Ítalíu vegna hita sem sé hættulegur heilsu fólks. Í Frakklandi segir AP-fréttastofan að yfirvöld reyni sérstaklega að huga að heimilislausum, eldra fólki og fólki sem vinnur utandyra. Aldrei hafa verið gefnar út jafnmargar hitaviðvaranir í Frakklandi og nú en appelsínugular viðvaranir eru í gildi í 84 héruðum af 96 á meginlandinu. Agnes Pannier-Runacher, loftslagsmálaráðherra, lýsir ástandinu sem fordæmalausu. Hátt í tvö hundruð skólum hefur verið lokað að hluta eða alfarið vegna hitans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Þá eru hitaviðvaranir í gildi í Þýskalandi, á Bretlandi og á Balkanskaga. Á Bretlandi gæti hitinn orðið sá mesti í júní frá upphafi mælinga á sumum stöðum og í Þýskalandi búa menn sig undir allt að 38 stiga hita á morgun og miðvikudag. Áfram er spáð yfir fjörutíu hita á Spáni og í Portúgal í dag. Hitinn náði 46 gráðum í báðum löndum um helgina. Í Tyrklandi voru fjögur þorp rýmd og flugvellinum í Izmir var lokað vegna gróðurelda sem eru knúnir áfram af hitanum og sterkum vindi. Þá skemmdust nokkur sumarhús í Doganbey-héraði af völdum eldanna. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er staddur í Sevilla á Suður-Spáni vegna ráðstefnu um fátækt í heiminum. Þar sagði hann að öfgahiti væri ekki lengur sjaldgæfur atburður heldur nær daglegt brauð. „Plánetan er að hitna og verða hættulegri, ekkert land er stikkfrítt þar,“ skrifaði Guterres á samfélagsmiðla og vísaði til hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Rannsóknir sýna að hitabylgjur eru nú tíðari og skæðari vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Spánn Bretland Portúgal Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira