Veðurstofan nýtir ofurtölvu til að herma eftir hraunflæði Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2025 12:58 Veðurstofan hýsir ofurtölvu í eigu Háskóla Íslands sem meðal annars er nýtt í hraunflæðihermi. Vísir/Vilhelm/Arnar Ofurtölva í eigu Háskóla Íslands gerir Veðurstofu Íslands kleift að herma eftir hraunflæði og áhrifum jökulhlaupa á nákvæmari hátt. Forstjóri Veðurstofunnar segir samstarfið við Háskóla Íslands gríðarlega mikilvægt og að það hafi verið mikið gæfuspor að samnýta mikilvæga reikniinnviði. Á dögunum var ofurtölva í eigu Háskóla Íslands flutt í húsnæði Veðurstofunnar en samrekstur mikilvægra reikniinnviða er hluti af samstarfi í að efla innviði fyrir rannsóknir með áherslu meðal annars á loftslagsmál, náttúruvá og alþjóðlegt vísindasamstarf. Hildigunnur Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands segir ofurtölvuna nýtast stofnuninni á ýmsan hátt meðal annars í jarðhræringum á Reykjanesi. „Við erum að nýta þetta í jarðskjálftarannsóknir og til að herma eftir hraunflæði á öllu Reykjanesinu. Þetta skiptir máli í hraunflæðiherminum. Við erum líka að nýta þetta hvernig loftmengun, loftgæði og gös ferðast um loftið. Þetta nýtist í öll svona flókin reiknimódel sem taka mikla reiknigetu,“ sagði Hildigunnur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hægt að treysta gervigreindinni Hildigunnur segir ofurtölvuna og aðra öfluga reikniinnviði algjörlega nauðsynlega starfi Veðurstofunnar. „Til dæmis vorum við að skoða jökulhlaup undan Grímsvötnum og hvernig þau myndu flæða upp bæði í norður og suður ef þau kæmu upp í stórum skala. Þú ert að reikna bæði hvernig vatnið kæmi upp, hvernig það flæðir yfir landið, hvernig vatnsfarvegir taka við þessu. Þetta eru flóknar hermanir og þú ert að líkja eftir öllu þessu á sama tíma.“ Þá segir Hildigunnur að reikniinnviðirnir séu notaðir til að þróa gervigreindina í hvernig hægt er að gera betri veðurspár. Hún segir hægt að treysta gervigreindinni í að þróa tæknina áfram en að læra þurfi hvernig eigi að nýta hana rétt. „Það verður þróun því með gervigreind getur hún stytt þér suma ferla og auðvelda annað en þú þarft alltaf að passa að hún sé byggð á réttum gögnum og sé að læra rétta hluti og nýta hana rétt.“ Veður Eldgos og jarðhræringar Háskólar Gervigreind Tækni Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Á dögunum var ofurtölva í eigu Háskóla Íslands flutt í húsnæði Veðurstofunnar en samrekstur mikilvægra reikniinnviða er hluti af samstarfi í að efla innviði fyrir rannsóknir með áherslu meðal annars á loftslagsmál, náttúruvá og alþjóðlegt vísindasamstarf. Hildigunnur Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands segir ofurtölvuna nýtast stofnuninni á ýmsan hátt meðal annars í jarðhræringum á Reykjanesi. „Við erum að nýta þetta í jarðskjálftarannsóknir og til að herma eftir hraunflæði á öllu Reykjanesinu. Þetta skiptir máli í hraunflæðiherminum. Við erum líka að nýta þetta hvernig loftmengun, loftgæði og gös ferðast um loftið. Þetta nýtist í öll svona flókin reiknimódel sem taka mikla reiknigetu,“ sagði Hildigunnur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hægt að treysta gervigreindinni Hildigunnur segir ofurtölvuna og aðra öfluga reikniinnviði algjörlega nauðsynlega starfi Veðurstofunnar. „Til dæmis vorum við að skoða jökulhlaup undan Grímsvötnum og hvernig þau myndu flæða upp bæði í norður og suður ef þau kæmu upp í stórum skala. Þú ert að reikna bæði hvernig vatnið kæmi upp, hvernig það flæðir yfir landið, hvernig vatnsfarvegir taka við þessu. Þetta eru flóknar hermanir og þú ert að líkja eftir öllu þessu á sama tíma.“ Þá segir Hildigunnur að reikniinnviðirnir séu notaðir til að þróa gervigreindina í hvernig hægt er að gera betri veðurspár. Hún segir hægt að treysta gervigreindinni í að þróa tæknina áfram en að læra þurfi hvernig eigi að nýta hana rétt. „Það verður þróun því með gervigreind getur hún stytt þér suma ferla og auðvelda annað en þú þarft alltaf að passa að hún sé byggð á réttum gögnum og sé að læra rétta hluti og nýta hana rétt.“
Veður Eldgos og jarðhræringar Háskólar Gervigreind Tækni Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira