Veðurstofan nýtir ofurtölvu til að herma eftir hraunflæði Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2025 12:58 Veðurstofan hýsir ofurtölvu í eigu Háskóla Íslands sem meðal annars er nýtt í hraunflæðihermi. Vísir/Vilhelm/Arnar Ofurtölva í eigu Háskóla Íslands gerir Veðurstofu Íslands kleift að herma eftir hraunflæði og áhrifum jökulhlaupa á nákvæmari hátt. Forstjóri Veðurstofunnar segir samstarfið við Háskóla Íslands gríðarlega mikilvægt og að það hafi verið mikið gæfuspor að samnýta mikilvæga reikniinnviði. Á dögunum var ofurtölva í eigu Háskóla Íslands flutt í húsnæði Veðurstofunnar en samrekstur mikilvægra reikniinnviða er hluti af samstarfi í að efla innviði fyrir rannsóknir með áherslu meðal annars á loftslagsmál, náttúruvá og alþjóðlegt vísindasamstarf. Hildigunnur Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands segir ofurtölvuna nýtast stofnuninni á ýmsan hátt meðal annars í jarðhræringum á Reykjanesi. „Við erum að nýta þetta í jarðskjálftarannsóknir og til að herma eftir hraunflæði á öllu Reykjanesinu. Þetta skiptir máli í hraunflæðiherminum. Við erum líka að nýta þetta hvernig loftmengun, loftgæði og gös ferðast um loftið. Þetta nýtist í öll svona flókin reiknimódel sem taka mikla reiknigetu,“ sagði Hildigunnur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hægt að treysta gervigreindinni Hildigunnur segir ofurtölvuna og aðra öfluga reikniinnviði algjörlega nauðsynlega starfi Veðurstofunnar. „Til dæmis vorum við að skoða jökulhlaup undan Grímsvötnum og hvernig þau myndu flæða upp bæði í norður og suður ef þau kæmu upp í stórum skala. Þú ert að reikna bæði hvernig vatnið kæmi upp, hvernig það flæðir yfir landið, hvernig vatnsfarvegir taka við þessu. Þetta eru flóknar hermanir og þú ert að líkja eftir öllu þessu á sama tíma.“ Þá segir Hildigunnur að reikniinnviðirnir séu notaðir til að þróa gervigreindina í hvernig hægt er að gera betri veðurspár. Hún segir hægt að treysta gervigreindinni í að þróa tæknina áfram en að læra þurfi hvernig eigi að nýta hana rétt. „Það verður þróun því með gervigreind getur hún stytt þér suma ferla og auðvelda annað en þú þarft alltaf að passa að hún sé byggð á réttum gögnum og sé að læra rétta hluti og nýta hana rétt.“ Veður Eldgos og jarðhræringar Háskólar Gervigreind Tækni Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Á dögunum var ofurtölva í eigu Háskóla Íslands flutt í húsnæði Veðurstofunnar en samrekstur mikilvægra reikniinnviða er hluti af samstarfi í að efla innviði fyrir rannsóknir með áherslu meðal annars á loftslagsmál, náttúruvá og alþjóðlegt vísindasamstarf. Hildigunnur Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands segir ofurtölvuna nýtast stofnuninni á ýmsan hátt meðal annars í jarðhræringum á Reykjanesi. „Við erum að nýta þetta í jarðskjálftarannsóknir og til að herma eftir hraunflæði á öllu Reykjanesinu. Þetta skiptir máli í hraunflæðiherminum. Við erum líka að nýta þetta hvernig loftmengun, loftgæði og gös ferðast um loftið. Þetta nýtist í öll svona flókin reiknimódel sem taka mikla reiknigetu,“ sagði Hildigunnur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hægt að treysta gervigreindinni Hildigunnur segir ofurtölvuna og aðra öfluga reikniinnviði algjörlega nauðsynlega starfi Veðurstofunnar. „Til dæmis vorum við að skoða jökulhlaup undan Grímsvötnum og hvernig þau myndu flæða upp bæði í norður og suður ef þau kæmu upp í stórum skala. Þú ert að reikna bæði hvernig vatnið kæmi upp, hvernig það flæðir yfir landið, hvernig vatnsfarvegir taka við þessu. Þetta eru flóknar hermanir og þú ert að líkja eftir öllu þessu á sama tíma.“ Þá segir Hildigunnur að reikniinnviðirnir séu notaðir til að þróa gervigreindina í hvernig hægt er að gera betri veðurspár. Hún segir hægt að treysta gervigreindinni í að þróa tæknina áfram en að læra þurfi hvernig eigi að nýta hana rétt. „Það verður þróun því með gervigreind getur hún stytt þér suma ferla og auðvelda annað en þú þarft alltaf að passa að hún sé byggð á réttum gögnum og sé að læra rétta hluti og nýta hana rétt.“
Veður Eldgos og jarðhræringar Háskólar Gervigreind Tækni Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira