Fyrstu peningaverðlaunin á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2025 10:31 Bergrós Björnsdóttir fagnar góðum árangri í einni af greinunum í Finnlandi. @bergrosbjornsdottir Íslenska CrossFit konan Bergrós Björnsdóttir náði flottum árangri á CrossFit móti í Finnlandi um helgina. Bergrós endaði í þriðja sæti á Turku Tuomiopäiva mótinu og vann sér inn þúsund evrur í verðlaunafé. Íslenski hópurinn á mótinu í Finnlandi. Haraldur Holgersson, Steinunn Anna Svansdóttir og Bergrós Björnsdóttir.@eggertolafs Þetta eru fyrstu peningaverðlaunin hjá hinni átján ára Bergrós sem er á fyrsta ári í fullorðinsflokki. Þúsund evrur eru um 142 þúsund íslenskar krónur. Bergrós endaði mótið með 650 stig. Hún var 55 stigum á eftir sigurvegaranum, sem var Belginn Van Arnhem Jasmien. Það munaði síðan aðeins tíu stigum á Bergrós og Eistanum Andra Moistus sem varð önnur. Bergrós varð í fjórða sætinu fyrir lokagreinina en vann sig inn á verðlaunapallinn með því að ná í 85 stig. Hún endaði með 25 stigum meira en heimakonan Ida Kontkanen sem varð fjórða. Bergrós náði ekki að vinna grein en varð önnur í tveimur greinum og meðal fimm efstu í sex af átta greinum. Reynsluleysið sást því ekki í keppninni sjálfri en kom aðeins í ljós á verðlaunapallinum þegar átti að opna og fagna með kampavínflösku. Vonandi bara fyrsta verðlaunaflaskan af mörgum. Ísland átti fleiri keppendur á móti því Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir varð í fimmta sæti með 610 stig eða fjörutíu stigum minna en Bergrós. Steinunn Anna sýndi mikinn andlegan og styrk og þrautseigju með því að klára mótið svona vel því hún meiddist illa á ökkla fjórum vikum fyrir keppni. Haraldur Holgersson varð síðan í fimmta sæti hjá körlunum. Hann fékk 595 stig og var 110 stigum á eftir sigurvegaranum og hundrað stigum frá verðlaunasæti. View this post on Instagram A post shared by Turku Tuomiopäivä (@turkutuomiopaiva) CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Bergrós endaði í þriðja sæti á Turku Tuomiopäiva mótinu og vann sér inn þúsund evrur í verðlaunafé. Íslenski hópurinn á mótinu í Finnlandi. Haraldur Holgersson, Steinunn Anna Svansdóttir og Bergrós Björnsdóttir.@eggertolafs Þetta eru fyrstu peningaverðlaunin hjá hinni átján ára Bergrós sem er á fyrsta ári í fullorðinsflokki. Þúsund evrur eru um 142 þúsund íslenskar krónur. Bergrós endaði mótið með 650 stig. Hún var 55 stigum á eftir sigurvegaranum, sem var Belginn Van Arnhem Jasmien. Það munaði síðan aðeins tíu stigum á Bergrós og Eistanum Andra Moistus sem varð önnur. Bergrós varð í fjórða sætinu fyrir lokagreinina en vann sig inn á verðlaunapallinn með því að ná í 85 stig. Hún endaði með 25 stigum meira en heimakonan Ida Kontkanen sem varð fjórða. Bergrós náði ekki að vinna grein en varð önnur í tveimur greinum og meðal fimm efstu í sex af átta greinum. Reynsluleysið sást því ekki í keppninni sjálfri en kom aðeins í ljós á verðlaunapallinum þegar átti að opna og fagna með kampavínflösku. Vonandi bara fyrsta verðlaunaflaskan af mörgum. Ísland átti fleiri keppendur á móti því Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir varð í fimmta sæti með 610 stig eða fjörutíu stigum minna en Bergrós. Steinunn Anna sýndi mikinn andlegan og styrk og þrautseigju með því að klára mótið svona vel því hún meiddist illa á ökkla fjórum vikum fyrir keppni. Haraldur Holgersson varð síðan í fimmta sæti hjá körlunum. Hann fékk 595 stig og var 110 stigum á eftir sigurvegaranum og hundrað stigum frá verðlaunasæti. View this post on Instagram A post shared by Turku Tuomiopäivä (@turkutuomiopaiva)
CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira