Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. júní 2025 07:02 Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist í kringum 38% nánast allt kjörtímabilið sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna var við völd á árunum 2009-2013. Allt þar til í febrúar 2013 eftir að EFTA-dómstóllinn hafði endanlega staðfest að Ísland væri ekki ábyrgt fyrir Icesave-skuldbindingum Landsbanka Íslands. Þá hrundi fylgið og hefur ekki náð sér á strik síðan. Ástæðan var sú að forysta flokksins og flestir þingmenn hans höfðu ákveðið að styðja þriðju Icesave-samningana sem ríkisstjórnin gerði við brezk og hollenzk stjórnvöld. Málið fór í þjóðaratkvæði og var einkum hafnað af sjálfstæðismönnum. Fylgið fór yfir á Framsóknarflokkinn sem barizt hafði gegn öllum Icesave-samningnum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns Miðflokksins. Við stöndum mögulega frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum vegna stóra valdaframsalsmálsins, frumvarps Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríksráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn sem hafa mun í för með sér, verði það samþykkt, að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn muni ganga framar íslenzkum lögum eingöngu vegna þess að það kemur frá sambandinu. Forysta og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að styðja frumvarp Þorgerðar Katrínar í andstöðu við flesta kjósendur flokksins. Til að mynda vann Prósent skoðanakönnun fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, síðasta haust um afstöðu landsmanna til frumvarps um bókun 35 eins og þess sem nú liggur fyrir en samkvæmt niðurstöðum hennar reyndist mikill meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti, vera andvígur slíku frumvarpi eða 72%. Sama átti við um stuðningsmenn Miðflokksins, Framsóknarflokksins sem og Flokks fólksins. Miklu stærra en Icesave-málið Miðað við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu á fylgi stjórnmálaflokkanna eykst fylgi Miðflokksins um tæpan þriðjung frá mælingu fyrirtækisins í síðasta mánuði og fer út 9,7% í 13% á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisflokksins fer úr 18,9% í 17,3%. Munurinn er því einungis 4,3% en var rúm 9% í síðasta mánuði. Hvað gerðist í millitíðinni? Tvö mál hafa einkum verið í kastljósinu. Frumvörp ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda og bókun 35. Báðir flokkar hafa beitt sér gegn frumvarpi stjórnarinnar um veiðigjöldin en nær einvörðungu Miðflokkurinn gegn frumvarpi Þorgerðar Katrínar. Fylgisaukning Miðflokksins vegna stóra valdaframsalsmálsins (bókun 35) á kostnað Sjálfstæðisflokksins kemur því miður ekki á óvart eins og áður er komið inn á með vísan í skoðanakönnunina síðasta haust. Þingmenn okkar sjálfstæðismanna hafa komið inn í umræðuna á þingi um málið annað slagið til þess að ræða fundarstjórn forseta vegna annarra mála, sem vitanlega hefur hjálpað, en nær undantekningalaust ekki vikið gagnrýnisorði á frumvarp utanríkisráðherra sem ljóslega hefur ekki farið framhjá fólki. Viðbúið er að fylgistap flokksins haldi áfram verði ekki grundvallarbreyting í þeim efnum. Vert er að hafa í huga í þessum efnum að stóra valdaframsalsmálið er miklu stærra mál en bæði Icesave-málið og þriðji orkupakki Evrópusambandsins. Þó Icesave-málið hafi varðað mikla fjárhagslega hagsmuni snerist það engu að síður aðeins um eina tilskipun frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Þriðji orkupakkinn varðar að sama skapi einungis afmarkað regluverk þess. Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar samþykkt mun það hins vegar varða allt innleitt regluverk frá sambandinu, í nútíð og framtíð, og gera það æðra innlendri löggjöf. Þar á meðal um innistæðutryggingar og orkumál. Tímabært að taka aftur upp varnir Haldið var uppi vörnum í stóra valdaframsalmálinu árum saman á vakt Sjálfstæðisflokksins í utanríkisráðuneytinu þar til skipt var um ráðherra eftir þingkosningarnar 2021 og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við. Varð þá alger viðsnúningur og allt í einu tekið undir kröfur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gegn Íslandi sem hafði krafizt forgangs innleidds regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Fyrirliggjandi frumvarp uppfyllir algerlega kröfu ESA og felur þannig einfaldlega í sér fyrirfram uppgjöf í stað þess að látið sé í það minnsta reyna á málið fyrst fyrir EFTA-dómstólnum. Vald yfir íslenzkum málum hefur áður verið framselt til stofnana Evrópusambandsins, bæði óbeint og í auknum mæli beint, í gegnum EES-samninginn. Nokkuð sem stóð aldrei til af hálfu íslenzkra stjórnvalda þegar hann var undirritaður. Hefur þróun samningsins verið sífellt meira í þá átt þó enn sé langur vegur frá því að það jafnist á við valdaframsalið sem fælist í inngöngu í sambandið. Munurinn þar á milli hefur hins vegar farið minnkandi. Til þessa hefur einkum verið um að ræða framkvæmdavald á afmörkuðum en þó mikilvægum sviðum í gegnum stakar lagagerðir sem fyrr segir. Ekki allt regluverkið. Tímabært er að Sjálfstæðisflokkurinn taki aftur upp varnir í stóra valdaframsalsmálinu. Þó ekki nema í ljósi þeirrar staðreyndar að virtir lögspekingar eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor hafa varað við árekstri við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Í bezta falli fyrir þá sem styðja frumvarpið eru lögspekingar engan veginn á einu máli í þeim efnum. Við þær aðstæður hlýtur hið rétta að vera að leyfa stjórnarskránni allavega að njóta vafans og standa með henni og fullveldi landsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn EES-samningurinn Bókun 35 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist í kringum 38% nánast allt kjörtímabilið sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna var við völd á árunum 2009-2013. Allt þar til í febrúar 2013 eftir að EFTA-dómstóllinn hafði endanlega staðfest að Ísland væri ekki ábyrgt fyrir Icesave-skuldbindingum Landsbanka Íslands. Þá hrundi fylgið og hefur ekki náð sér á strik síðan. Ástæðan var sú að forysta flokksins og flestir þingmenn hans höfðu ákveðið að styðja þriðju Icesave-samningana sem ríkisstjórnin gerði við brezk og hollenzk stjórnvöld. Málið fór í þjóðaratkvæði og var einkum hafnað af sjálfstæðismönnum. Fylgið fór yfir á Framsóknarflokkinn sem barizt hafði gegn öllum Icesave-samningnum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns Miðflokksins. Við stöndum mögulega frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum vegna stóra valdaframsalsmálsins, frumvarps Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríksráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn sem hafa mun í för með sér, verði það samþykkt, að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn muni ganga framar íslenzkum lögum eingöngu vegna þess að það kemur frá sambandinu. Forysta og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að styðja frumvarp Þorgerðar Katrínar í andstöðu við flesta kjósendur flokksins. Til að mynda vann Prósent skoðanakönnun fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, síðasta haust um afstöðu landsmanna til frumvarps um bókun 35 eins og þess sem nú liggur fyrir en samkvæmt niðurstöðum hennar reyndist mikill meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti, vera andvígur slíku frumvarpi eða 72%. Sama átti við um stuðningsmenn Miðflokksins, Framsóknarflokksins sem og Flokks fólksins. Miklu stærra en Icesave-málið Miðað við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu á fylgi stjórnmálaflokkanna eykst fylgi Miðflokksins um tæpan þriðjung frá mælingu fyrirtækisins í síðasta mánuði og fer út 9,7% í 13% á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisflokksins fer úr 18,9% í 17,3%. Munurinn er því einungis 4,3% en var rúm 9% í síðasta mánuði. Hvað gerðist í millitíðinni? Tvö mál hafa einkum verið í kastljósinu. Frumvörp ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda og bókun 35. Báðir flokkar hafa beitt sér gegn frumvarpi stjórnarinnar um veiðigjöldin en nær einvörðungu Miðflokkurinn gegn frumvarpi Þorgerðar Katrínar. Fylgisaukning Miðflokksins vegna stóra valdaframsalsmálsins (bókun 35) á kostnað Sjálfstæðisflokksins kemur því miður ekki á óvart eins og áður er komið inn á með vísan í skoðanakönnunina síðasta haust. Þingmenn okkar sjálfstæðismanna hafa komið inn í umræðuna á þingi um málið annað slagið til þess að ræða fundarstjórn forseta vegna annarra mála, sem vitanlega hefur hjálpað, en nær undantekningalaust ekki vikið gagnrýnisorði á frumvarp utanríkisráðherra sem ljóslega hefur ekki farið framhjá fólki. Viðbúið er að fylgistap flokksins haldi áfram verði ekki grundvallarbreyting í þeim efnum. Vert er að hafa í huga í þessum efnum að stóra valdaframsalsmálið er miklu stærra mál en bæði Icesave-málið og þriðji orkupakki Evrópusambandsins. Þó Icesave-málið hafi varðað mikla fjárhagslega hagsmuni snerist það engu að síður aðeins um eina tilskipun frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Þriðji orkupakkinn varðar að sama skapi einungis afmarkað regluverk þess. Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar samþykkt mun það hins vegar varða allt innleitt regluverk frá sambandinu, í nútíð og framtíð, og gera það æðra innlendri löggjöf. Þar á meðal um innistæðutryggingar og orkumál. Tímabært að taka aftur upp varnir Haldið var uppi vörnum í stóra valdaframsalmálinu árum saman á vakt Sjálfstæðisflokksins í utanríkisráðuneytinu þar til skipt var um ráðherra eftir þingkosningarnar 2021 og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við. Varð þá alger viðsnúningur og allt í einu tekið undir kröfur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gegn Íslandi sem hafði krafizt forgangs innleidds regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Fyrirliggjandi frumvarp uppfyllir algerlega kröfu ESA og felur þannig einfaldlega í sér fyrirfram uppgjöf í stað þess að látið sé í það minnsta reyna á málið fyrst fyrir EFTA-dómstólnum. Vald yfir íslenzkum málum hefur áður verið framselt til stofnana Evrópusambandsins, bæði óbeint og í auknum mæli beint, í gegnum EES-samninginn. Nokkuð sem stóð aldrei til af hálfu íslenzkra stjórnvalda þegar hann var undirritaður. Hefur þróun samningsins verið sífellt meira í þá átt þó enn sé langur vegur frá því að það jafnist á við valdaframsalið sem fælist í inngöngu í sambandið. Munurinn þar á milli hefur hins vegar farið minnkandi. Til þessa hefur einkum verið um að ræða framkvæmdavald á afmörkuðum en þó mikilvægum sviðum í gegnum stakar lagagerðir sem fyrr segir. Ekki allt regluverkið. Tímabært er að Sjálfstæðisflokkurinn taki aftur upp varnir í stóra valdaframsalsmálinu. Þó ekki nema í ljósi þeirrar staðreyndar að virtir lögspekingar eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor hafa varað við árekstri við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Í bezta falli fyrir þá sem styðja frumvarpið eru lögspekingar engan veginn á einu máli í þeim efnum. Við þær aðstæður hlýtur hið rétta að vera að leyfa stjórnarskránni allavega að njóta vafans og standa með henni og fullveldi landsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar