Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. júní 2025 11:33 Sagan endurtekur sig, svo mikið er víst. Eftir eitt gott ár í sjávarútvegi og vinstri stjórnin rýkur til og vill tvöfalda veiðigjöld með þeim rökum að um „leiðréttingu“ sé að ræða. Réttlæti, sanngirni og sameiginlegar auðlindir eru frasar sem hljóma vel í ræðum, en þegar betur er að gáð virðist þetta vera nákvæmlega sama viðbragð og árið 2012: skyndileg skattahækkun í kjölfar góðrar afkomu, án tillits til þess hve sveiflukennd atvinnugreinin er. Sjávarútvegur er ekki ótakmörkuð eða stöðug tekjulind. Tekjur hans og afkoma sveiflast með heimsmarkaðsverði, ástandi fiskistofna, gengi krónunnar, olíuverði og verði á öðrum aðföngum, svo eitthvað sé nefnt. Að hækka álögur stórkostlega eftir eitt ár af góðum hagnaði er ekki skynsamleg efnahagsstefna – það er pólitísk skemmdarverkastarfsemi, knúin áfram af hugmyndafræðilegri tortryggni og öfund gagnvart þeim sem ná árangri í atvinnulífinu. Vinstri menn virðast aldrei geta fagnað velgengni annarra án þess að vilja skattleggja hana í drep. Þeir tala um „vannýtta skattstofna“, eins og það sé sjálfstætt markmið að kreista sem mest út úr hverri krónu sem atvinnulífið skapar. En það sem þeir kalla „vannýtta skattstofna“ er í raun ekkert annað en skattafíkn – þörf fyrir að auka ríkisútgjöld án þess að huga að afleiðingunum fyrir verðmætasköpun og framtíðargreiðslugetu. Hófsöm skattlagning sem tryggir vöxt og stöðugleika í sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum er það sem kalla má rétt nýting skattstofna. Hún byggir á jafnvægi – á því að ríkið taki sinn hlut en skilji eftir svigrúm til fjárfestinga, nýsköpunar og atvinnusköpunar. Þegar stjórnvöld fara fram með offorsi, í nafni réttlætis, hætta þau að vera ráðandi afl í efnahagsstjórn og verða í staðinn gerendur í popúlískum skammtímahagsmuna pólitískum leik þar sem árangri er refsað og stöðugleiki settur í uppnám. Það sem verra er: þegar afkoman í greininni versnar – eins og hún alltaf gerir á einhverjum tímapunkti og nær undantekningalaust þegar skattaálögur á hana draga úr möguleika til vaxtar – þá eru viðbrögðin til þess að tóna niður skattaálögurnar og veita henni súrefni til vaxtar, auðvitað ekki jafn skjót. Þá heyrist lítið um „leiðréttingu“ og “sanngirni”. Þá er það atvinnulífið sem á að bera byrðarnar, en ríkisvaldið heldur áfram að þenja útgjöldin áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við höfum séð þetta allt áður – og við sjáum það aftur núna. Þetta er ekki stefna byggð á ábyrgri efnahags eða skattastefnu, sem styður við aukna verðmætasköpun og velsæld í landinu. Þetta er hvorki skynsemi né réttlæti. Þetta er gömul saga endurunnin: tortryggni, öfund, skattafíkn og pólitísk vantrú á verðmætasköpun. Það er kominn tími til að við hættum að láta þær systur tortryggni og öfund stjórna efnahagsstefnu þjóðarinnar. Rétt skattlagning er sú sem tryggir vöxt, stöðugleika og sjálfbærni sem leiðir til efnahagslegs vaxtar, stöðugleika almennrar velsældar í landinu. En ekki sú margreynda og misheppnaða skattastefna vinstri manna sem eltir skuggann af einu góðu ári með refsivöndinn í hendi. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sagan endurtekur sig, svo mikið er víst. Eftir eitt gott ár í sjávarútvegi og vinstri stjórnin rýkur til og vill tvöfalda veiðigjöld með þeim rökum að um „leiðréttingu“ sé að ræða. Réttlæti, sanngirni og sameiginlegar auðlindir eru frasar sem hljóma vel í ræðum, en þegar betur er að gáð virðist þetta vera nákvæmlega sama viðbragð og árið 2012: skyndileg skattahækkun í kjölfar góðrar afkomu, án tillits til þess hve sveiflukennd atvinnugreinin er. Sjávarútvegur er ekki ótakmörkuð eða stöðug tekjulind. Tekjur hans og afkoma sveiflast með heimsmarkaðsverði, ástandi fiskistofna, gengi krónunnar, olíuverði og verði á öðrum aðföngum, svo eitthvað sé nefnt. Að hækka álögur stórkostlega eftir eitt ár af góðum hagnaði er ekki skynsamleg efnahagsstefna – það er pólitísk skemmdarverkastarfsemi, knúin áfram af hugmyndafræðilegri tortryggni og öfund gagnvart þeim sem ná árangri í atvinnulífinu. Vinstri menn virðast aldrei geta fagnað velgengni annarra án þess að vilja skattleggja hana í drep. Þeir tala um „vannýtta skattstofna“, eins og það sé sjálfstætt markmið að kreista sem mest út úr hverri krónu sem atvinnulífið skapar. En það sem þeir kalla „vannýtta skattstofna“ er í raun ekkert annað en skattafíkn – þörf fyrir að auka ríkisútgjöld án þess að huga að afleiðingunum fyrir verðmætasköpun og framtíðargreiðslugetu. Hófsöm skattlagning sem tryggir vöxt og stöðugleika í sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum er það sem kalla má rétt nýting skattstofna. Hún byggir á jafnvægi – á því að ríkið taki sinn hlut en skilji eftir svigrúm til fjárfestinga, nýsköpunar og atvinnusköpunar. Þegar stjórnvöld fara fram með offorsi, í nafni réttlætis, hætta þau að vera ráðandi afl í efnahagsstjórn og verða í staðinn gerendur í popúlískum skammtímahagsmuna pólitískum leik þar sem árangri er refsað og stöðugleiki settur í uppnám. Það sem verra er: þegar afkoman í greininni versnar – eins og hún alltaf gerir á einhverjum tímapunkti og nær undantekningalaust þegar skattaálögur á hana draga úr möguleika til vaxtar – þá eru viðbrögðin til þess að tóna niður skattaálögurnar og veita henni súrefni til vaxtar, auðvitað ekki jafn skjót. Þá heyrist lítið um „leiðréttingu“ og “sanngirni”. Þá er það atvinnulífið sem á að bera byrðarnar, en ríkisvaldið heldur áfram að þenja útgjöldin áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við höfum séð þetta allt áður – og við sjáum það aftur núna. Þetta er ekki stefna byggð á ábyrgri efnahags eða skattastefnu, sem styður við aukna verðmætasköpun og velsæld í landinu. Þetta er hvorki skynsemi né réttlæti. Þetta er gömul saga endurunnin: tortryggni, öfund, skattafíkn og pólitísk vantrú á verðmætasköpun. Það er kominn tími til að við hættum að láta þær systur tortryggni og öfund stjórna efnahagsstefnu þjóðarinnar. Rétt skattlagning er sú sem tryggir vöxt, stöðugleika og sjálfbærni sem leiðir til efnahagslegs vaxtar, stöðugleika almennrar velsældar í landinu. En ekki sú margreynda og misheppnaða skattastefna vinstri manna sem eltir skuggann af einu góðu ári með refsivöndinn í hendi. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun