Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 15:30 Maðurinn er sagður hafa verið í geðrofi þegar árásirnar áttu sér stað. Lögreglan í Lundúnum Breskur maður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar til fjörutíu ára að lágmarki fyrir að myrða ungan strák með samúræjasverði í apríl á síðasta ári. Hinn 37 ára Marcus Arduini Monzo veittist að hinum fjórtán ára Daniel Anjorin og hjó hann til bana skömmu eftir að drengurinn lagði af stað í skólann í Hainault-hverfi Lundúnaborgar. Fjölmiðlar lýstu atvikinu sem tuttugu mínútna berserksgang þar sem Monzo gekk um hverfið og mundaði samúræjasverð og ógnaði og veittist að íbúum þar til lögregla yfirbugaði hann. Guardian greinir frá. Dómsuppkvaðningin var sýnd í beinni útsendingu en Monzo var auk morðsins hrottalega á Daniel Anjorin gefið að sök að hafa ráðist á þrjá aðra borgara og tvo lögreglumenn með sverðið í hendi. Djúpur skurður frá munnvikum aftur á hnakka Ebenezer Anjorin, faðir Daniels, hafði gefið út yfirlýsingu þar sem hann segir sonarmissinn martröð. „30. apríl þegar klukkan var um sjö lagði Daniel af stað í skólann. Þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í átta lét elsti sonur minn vita af því að Daniel hefði verið stunginn á veginum skammt undan heimili mínu. Ég þaut út og rétt handan við veginn sá ég lík í keng við vegkantinn. Ég áttaði mig ekki á því í fyrstu að þarna lægi Daniel en eftir því sem ég nálgaðist lagði ég kennsl á íþróttagallann og sá andlit hans,“ sagði hann. „Hann lá í blóðpolli og var með djúpan skurð á andlitinu frá minnvikinu og aftur á hnakkann. Hann lá kyrr. Ég vissi um leið að hann var dáinn, en ég tók utan um hann, kallaði nafn hans og hélt um höfuð hans,“ sagði hann svo. Við dómsuppkvaðninguna vakti Bennathan dómari athygli á því hve yfirveguð og virðuleg framkoma Ebenezer Anjorin og fjölskyldu hefði verið á meðan málsmeðferðinni stóð. Hann sagði enga refsingu geta mildað sorg fjölskyldunnar. Hjó í tvo lögreglumenn og ók yfir annan Monzo ók flutningabíl, sem hann hafði atvinnu af, yfir Donato Iwule snemma þennan morgun sem hljóp undan þegar Monzo steig úr bílnum, mundaði samúræjasverðið og veitti honum eftirför. Þá kom hann aftan að hinum fjórtán ára Daniel og myrti hann. Lögreglukona gerði þá tilraun til að taka hann höndum en hann hjó að henni ítrekað og særði hana alvarlega. Þá braust hann inn á heimili ungra hjóna sem sváfu ásamt ungbarni sínu. Það var þá sem lögreglumanni tókst að króa hann af í bílastæðahúsi og veittist að Monzo með kylfu og hlaut sár af. Á endanum tókst lögreglumönnum að yfirbuga og handtaka Monzo sem var að sögn lögreglu í geðrofi af völdum mikillar kannabisneyslu. Hann var dæmdur fyrir morðið á Daniel Anjorin, alvarlega líkamsárás á lögreglumönnunum tveimur, og morðtilraunir gegn Iwule og hjónunum ungu. Þar að auki var hann dæmdur fyrir rán og að hafa sverð í fórum sínum. Bretland Erlend sakamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Hinn 37 ára Marcus Arduini Monzo veittist að hinum fjórtán ára Daniel Anjorin og hjó hann til bana skömmu eftir að drengurinn lagði af stað í skólann í Hainault-hverfi Lundúnaborgar. Fjölmiðlar lýstu atvikinu sem tuttugu mínútna berserksgang þar sem Monzo gekk um hverfið og mundaði samúræjasverð og ógnaði og veittist að íbúum þar til lögregla yfirbugaði hann. Guardian greinir frá. Dómsuppkvaðningin var sýnd í beinni útsendingu en Monzo var auk morðsins hrottalega á Daniel Anjorin gefið að sök að hafa ráðist á þrjá aðra borgara og tvo lögreglumenn með sverðið í hendi. Djúpur skurður frá munnvikum aftur á hnakka Ebenezer Anjorin, faðir Daniels, hafði gefið út yfirlýsingu þar sem hann segir sonarmissinn martröð. „30. apríl þegar klukkan var um sjö lagði Daniel af stað í skólann. Þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í átta lét elsti sonur minn vita af því að Daniel hefði verið stunginn á veginum skammt undan heimili mínu. Ég þaut út og rétt handan við veginn sá ég lík í keng við vegkantinn. Ég áttaði mig ekki á því í fyrstu að þarna lægi Daniel en eftir því sem ég nálgaðist lagði ég kennsl á íþróttagallann og sá andlit hans,“ sagði hann. „Hann lá í blóðpolli og var með djúpan skurð á andlitinu frá minnvikinu og aftur á hnakkann. Hann lá kyrr. Ég vissi um leið að hann var dáinn, en ég tók utan um hann, kallaði nafn hans og hélt um höfuð hans,“ sagði hann svo. Við dómsuppkvaðninguna vakti Bennathan dómari athygli á því hve yfirveguð og virðuleg framkoma Ebenezer Anjorin og fjölskyldu hefði verið á meðan málsmeðferðinni stóð. Hann sagði enga refsingu geta mildað sorg fjölskyldunnar. Hjó í tvo lögreglumenn og ók yfir annan Monzo ók flutningabíl, sem hann hafði atvinnu af, yfir Donato Iwule snemma þennan morgun sem hljóp undan þegar Monzo steig úr bílnum, mundaði samúræjasverðið og veitti honum eftirför. Þá kom hann aftan að hinum fjórtán ára Daniel og myrti hann. Lögreglukona gerði þá tilraun til að taka hann höndum en hann hjó að henni ítrekað og særði hana alvarlega. Þá braust hann inn á heimili ungra hjóna sem sváfu ásamt ungbarni sínu. Það var þá sem lögreglumanni tókst að króa hann af í bílastæðahúsi og veittist að Monzo með kylfu og hlaut sár af. Á endanum tókst lögreglumönnum að yfirbuga og handtaka Monzo sem var að sögn lögreglu í geðrofi af völdum mikillar kannabisneyslu. Hann var dæmdur fyrir morðið á Daniel Anjorin, alvarlega líkamsárás á lögreglumönnunum tveimur, og morðtilraunir gegn Iwule og hjónunum ungu. Þar að auki var hann dæmdur fyrir rán og að hafa sverð í fórum sínum.
Bretland Erlend sakamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira