Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2025 16:01 Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington-borg. Dómarar þar færðu sitjandi forseta stóran sigur í hendur í dag. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna sló eitt helsta lagalega vopnið úr höndum andstæðinga Bandaríkjaforseta í dag þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að lægri dómsstólar hefðu ekki vald til þess að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans. Dómari sem var á öndverðum meiði sagði niðurstöðuna ógna réttarríkinu í Bandaríkjunum. Dómurinn í dag féll í máli sem varðaði tilskipun sem Bandaríkjaforseti gaf út á fyrsta degi sínum í embætti og svipti einstaklinga sem fæðast í Bandaríkjunum ríkisborgararétti ef foreldrar þeirra voru dvöldu ólöglega eða á skammtímadvalarleyfi í landinu. Niðurstaðan þýðir að forsetinn getur framfylgt tilskipunininni að óbreyttu og að einstaka dómarar á lægri dómstigum geta ekki lengur gefið út lögbönn á landsvísu. Hæstiréttur tók ekki endanlega afstöðu til lögmætis tilskipunarinnar um ríkisborgararétt. Vísaði meirihlutinn því til lægri dómstiga að taka afstöðu til þess hvort ástæða væri til þess að setja lögbann á tilskipunina á landsvísu ef stjórnir einstakra ríkja höfðuðu mál til þess. Engin nýjung en færst í aukana Alríkisdómarar vítt og breitt um Bandaríkin hafa gefið út tímabundin lögbönn við fjölda aðgerða ríkisstjórnar repúblikana frá forsetaskiptum í janúar. Þessi lögbönn hafa verið þyrnir í augum forsetans og bandamanna hans. Alríkisumdæmisdómstólar komu í veg fyrir að tilskipu forsetans um ríkisborgararétt tæki gildi með lögbanni á landsvísu þar sem þeir töldu hana þverbrjóta fjórtánda viðaukann við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hann kveður á um að allir þeir sem fæðast í Bandaríkjunum teljist ríkisborgarar. Tilskipunin samræmdist heldur ekki dómafordæmi hæstaréttar. Lögbönn á landsvísu af þessu tagi eru ekki nýjung þótt þau hafi orðið tíðari á fyrstu mánuðum sitjandi ríkisstjórnar. Dómarar beittu þeim í tuga skipta gegn ríkisstjórn Joe Biden, fyrrverandi forseta, og á fyrra kjörtímabili núverandi forseta. Saka réttinn um að afsala sér skyldum sínum Í rökstuðningi sínum sögðu sex íhaldsmennirnir við hæstarétt, sem voru allir skipaðir af repúblikönum, að umdæmisdómarar gætu aðeins veitt einstaklingum eða hópum sem höfðuðu mál lögbann. Þeir mættu ekki veita öðrum þá vernd nema í hópmálsóknum. Þessu andmæltu frjálslyndu dómarar þrír við réttinn harðlega. Í minnihlutaáliti þeirra sagði að allir dómstólar sem hefðu tekið tilskipun forsetans fyrir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að hún bryti klárlega gegn stjórnarskránni. Hæstiréttur hefði vikið sér undan skyldu sinni að halda uppi lögum. Í þessu ljósi reyndi Bandaríkjastjórn ekki einu sinni að halda því fram að tilskipunin stæðist stjórnarskrá heldur bæði hún réttinn um að komast að þeirri niðurstöðu að „sama hversu ólögleg lög eða stefna er megi dómstólar aldrei einfaldlega segja framkvæmdavaldinu að hætta að framfylgja henni gagnvart öllum“. Ketanji Brown Jackson sem Joe BIden skipaði hæstaréttardómara.AP/J. Scott Applewhite Sonya Sotomayor, dómarinn sem skrifaði minnihlutaálitið, las það upp í dómsal en slíkt er sagt afar fátítt og til marks um hversu áköf andstaða minnihlutans var. Ketanji Brown Jackson, einn dómaranna þriggja, bætti um betur í öðru séráliti. Þar tók hún undir með frjálslyndum félögum sínum en bætti við að ákvörðun réttarins að leyfa framkvæmdastjórninni að brjóta stjórnarskrárvarin réttindi allra þeirra sem ekki hefðu höfðað mál fyrir dómstólum sjálfir væri „tilvistarleg ógn við réttarríkið“. Valdatilfærsla til framkvæmdavaldsins Pam Bondi, dómsmálaráðherra, fagnaði niðurstöðunni og að hæstiréttur hefði skipað dómstólum að hætta að taka fram fyrir hendurnar á forsetanum. Ráðuneyti hennar ætli að halda áfram að verja stefnumál hans og rétt til að framfylgja þeim af hörku. Demókratar deila hart á dómarana og saka þá um að ganga erinda Repúblikanaflokksins sem skipaði þá. Niðurstaðan leiddi til þess að brotið yrði á réttindum landsmanna til fjölda ára og framkvæmdavaldið fengi enn meiri völd í hendur. Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Dómurinn í dag féll í máli sem varðaði tilskipun sem Bandaríkjaforseti gaf út á fyrsta degi sínum í embætti og svipti einstaklinga sem fæðast í Bandaríkjunum ríkisborgararétti ef foreldrar þeirra voru dvöldu ólöglega eða á skammtímadvalarleyfi í landinu. Niðurstaðan þýðir að forsetinn getur framfylgt tilskipunininni að óbreyttu og að einstaka dómarar á lægri dómstigum geta ekki lengur gefið út lögbönn á landsvísu. Hæstiréttur tók ekki endanlega afstöðu til lögmætis tilskipunarinnar um ríkisborgararétt. Vísaði meirihlutinn því til lægri dómstiga að taka afstöðu til þess hvort ástæða væri til þess að setja lögbann á tilskipunina á landsvísu ef stjórnir einstakra ríkja höfðuðu mál til þess. Engin nýjung en færst í aukana Alríkisdómarar vítt og breitt um Bandaríkin hafa gefið út tímabundin lögbönn við fjölda aðgerða ríkisstjórnar repúblikana frá forsetaskiptum í janúar. Þessi lögbönn hafa verið þyrnir í augum forsetans og bandamanna hans. Alríkisumdæmisdómstólar komu í veg fyrir að tilskipu forsetans um ríkisborgararétt tæki gildi með lögbanni á landsvísu þar sem þeir töldu hana þverbrjóta fjórtánda viðaukann við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hann kveður á um að allir þeir sem fæðast í Bandaríkjunum teljist ríkisborgarar. Tilskipunin samræmdist heldur ekki dómafordæmi hæstaréttar. Lögbönn á landsvísu af þessu tagi eru ekki nýjung þótt þau hafi orðið tíðari á fyrstu mánuðum sitjandi ríkisstjórnar. Dómarar beittu þeim í tuga skipta gegn ríkisstjórn Joe Biden, fyrrverandi forseta, og á fyrra kjörtímabili núverandi forseta. Saka réttinn um að afsala sér skyldum sínum Í rökstuðningi sínum sögðu sex íhaldsmennirnir við hæstarétt, sem voru allir skipaðir af repúblikönum, að umdæmisdómarar gætu aðeins veitt einstaklingum eða hópum sem höfðuðu mál lögbann. Þeir mættu ekki veita öðrum þá vernd nema í hópmálsóknum. Þessu andmæltu frjálslyndu dómarar þrír við réttinn harðlega. Í minnihlutaáliti þeirra sagði að allir dómstólar sem hefðu tekið tilskipun forsetans fyrir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að hún bryti klárlega gegn stjórnarskránni. Hæstiréttur hefði vikið sér undan skyldu sinni að halda uppi lögum. Í þessu ljósi reyndi Bandaríkjastjórn ekki einu sinni að halda því fram að tilskipunin stæðist stjórnarskrá heldur bæði hún réttinn um að komast að þeirri niðurstöðu að „sama hversu ólögleg lög eða stefna er megi dómstólar aldrei einfaldlega segja framkvæmdavaldinu að hætta að framfylgja henni gagnvart öllum“. Ketanji Brown Jackson sem Joe BIden skipaði hæstaréttardómara.AP/J. Scott Applewhite Sonya Sotomayor, dómarinn sem skrifaði minnihlutaálitið, las það upp í dómsal en slíkt er sagt afar fátítt og til marks um hversu áköf andstaða minnihlutans var. Ketanji Brown Jackson, einn dómaranna þriggja, bætti um betur í öðru séráliti. Þar tók hún undir með frjálslyndum félögum sínum en bætti við að ákvörðun réttarins að leyfa framkvæmdastjórninni að brjóta stjórnarskrárvarin réttindi allra þeirra sem ekki hefðu höfðað mál fyrir dómstólum sjálfir væri „tilvistarleg ógn við réttarríkið“. Valdatilfærsla til framkvæmdavaldsins Pam Bondi, dómsmálaráðherra, fagnaði niðurstöðunni og að hæstiréttur hefði skipað dómstólum að hætta að taka fram fyrir hendurnar á forsetanum. Ráðuneyti hennar ætli að halda áfram að verja stefnumál hans og rétt til að framfylgja þeim af hörku. Demókratar deila hart á dómarana og saka þá um að ganga erinda Repúblikanaflokksins sem skipaði þá. Niðurstaðan leiddi til þess að brotið yrði á réttindum landsmanna til fjölda ára og framkvæmdavaldið fengi enn meiri völd í hendur.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent